Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Page 11
arsonar, Péturssonar, Ásmundssonar. Hefur sá hluti jarðarinnar verið I eign og umráðum niðja Péturs. Séra Stefán varð að'stoðarprestur 1727, en fékk veitingu fyrir Vallanesi 1739, og hefur þá sennilega búið á Ketils- stöðum þau ár öll, sem hann var að- stoðarprestur. Þorsbeinn Sigurðsson hafði á þess- um tíma sýsluvöld í Múlaþingi móti Hans Wíum, og bjó á Víðivöllum. Hann var þá tekinn að reskjast og hugffi að fá Pétur son sinn sér til að- stoðar. Þurfti þá að fá honum góða jörð til ábúffar. Og til þess valdi hann KetUsstaði, þá hálflenduna, sem Jór- unn ekkja Bessa átti ekki. Árið 1743 kaupir Þorsteinn þriðjnng hálflend- unnar af Jóni, syni Eyjólfs bónda þar fyrrnefnds og Sigríffar Eyjólfs- dótur, í skiptum við Glúmsstaði, og ári síðar annan þriðjung af Páli bróð- ur Eyjólfs. Jón hafði það í skilmálum við söluna, aff Eyjólfur faðir hans héldi ábúð sinni á Ketilsstöðum með- an hann lifði, nema öðruvísi semdist. Pétur settist að á Ketilsstöðum 1747. Fimm árum síðar keypti hann af Jórunni 12 hundruð í framparti heimajarðarinnar. Af þeim 3 hundr., sem umfram voru og Ketiksitaðagerði (5 hundr.) áskildi Jórunn sér ævi- langt húsvist. landnytjar og gripa- hald, sem tiltekið var i kaupbréfinu, en falla skyidi jarðeignin til Péturs eftir 0600° • dag Jórunn dó á.ri síðar. Áriff 1756 kaupir Pétur svo Hall- beruhús 5 '”>ndr Seljandi er Svan- hildur Jónsdóttir, eflaust sú, sem var eigandi og ábúandi á Höfða 1762 og aff lfkindum H'Mtir Jóns Ásmundisson- ar á Ormarsstöðum, eða sonardóttir. (Jón Ásmundsson átti son, sem Jón hét). Sagt er jörðin hafi veriff niður- nídd bæði að húsum og að ræktun, þegar Pétu- knm þangað, en að hann hafi þar stórum umbætt. Deilumá) Péturs við Hans sýslu- mann Wíum. málaferli hans við Egil, son Jórunnar, og embættisrekstur snerta ekki sögu staðarins. En geta verður deilu hans við séra Stefán Pálsson í Vallanesi um réttindi kirkj- unnar. Þegar Pétur kom að Ketilsstöðum, hafði kirkjan þar starfað nær hálfa þriðju öld og verið þjónað og haldið uppi í samræmi við stofnsamninginn við Vallane'kirkju að öffru en því, að tíða.gjörðum hafði fækkað. Séra Stefán hafðj haldiff uppi tíðagerð meffan honr híó á Ketilsistöðum. en brátt eftir að hann fékk veitingu fyr- ir Vallaned og flutti þangað, hætti hann að riT>vja þmr. taldi kirkjunnar ekki þörf oe krafði Jórunni og aðra búendur Ketilsstaða um prests- oe kirkjtigjöld til Vallaness Þessu vild' Pétur ekki una, þegar hann kom að Ketilsstöðum, og visaði til stofnsamn ingsins og tillags stofnandans til Valla neskirkju (Víðastaða). Varð um þetta mikið þras og bréfaskriftir, sem lykt- aði með því 1750, aff kirkjan hélt réttindum sínum. Þorsteinn, faðir Péturs, gaf kirkjunni jörðina Sörla- staði i Seyðisfirði. Pétur gaf henni altaristöflu, sem tekin var á Þjóð- minjasafniff, þegar kirkjan löngu síð- ar var lögð niður, og séra Hjörleifur Þórðarson á Valþjófsstað gaf henni prédikunarstól. Pétur bjó á Ketilsstöðum tíl ævi- loka 1795. Hann var tvíkvæntur. Fvrri kona hans var Þórunn (d. 1764) dóttír séra Guðmundar Pálssonar á Kolfreyjustað. Síffari konan var Sig- ríður, dóttir séra Ólafs Brynjólfsson- ar á Kirkjubæ. Hún mun hafa búið áfram tvö eða þrjú ár. Ráðsmaður á búinu var Eiríkur Narfason, sem síð- ar getur. Fyrir dauða sinn hafffi Pétur byggt ísleifi Finnbogasyni Hallberuhús, vopnfirzkum manni. Hann bjó þar fram yfir aldamót. Dóttir hans var Bergþóra, seimni kona Hallgrímis Á«- mundssonar í Sandfelli. Þegar Sigríður, ekkja Péturs, lét af búskapnum, kom að Ketílsstöðum Þórður Eyjólfsson Þórðarsonar, Pét- urssonar lögréttumanns á Eyvindará og var affalábúandi þar um aldamót- in og fimmtán fyrstu ár 19. aldar- innar. Fyrri hluta þess tíma hafði hann sambýlismann, Andrés Hjörleifs son, tengdaföffur sinn.-Auk þess hafði Eiríkur Narfason, svili hans, þar hús mannsábúð og ísjeifur Finnbogason bjó á Hallberuhúsum. — Þórður fékk Ketílsstaði til eignar í makaskiptum við Hó'ÍTnfríði. dóttur Péturs sýslu- manns, sem fengið hafði jörðina að erfð eftir föður sinn. Páll Melsted fékk sýsluvöld í Múlaþingi 1815. Hann valdi Ketíls- staði fyrir embættíssetur, keypti jörð ina 1821 af Þórði og bjó þar tuttugu ár. Með Páli fluttist að Ketilsstöðum Skáld-Rósa Guðmundsdóttir á«aimt föður sínum og bróður. Sagnir herma að kært hafi verið með þeim Páli og Rósri á ca.mvistaránim í Hörgárdal. Eftir að Páll hafðí kvænzt amtmannsdótturinni frá Möðruvöll- um, giftist Rósa 4. nóv 1817 virmu- manni sýslumanns. Ólafi Ásmund=svni smið, sem með honum hafði Dutzt austur einnig Vorið eftír fluttust Rósa og Ólafur vestur í Vatn=dal Þar fæddist =umarið eftir 13 ágústl Fálína dóttir beirra Af nafni stúlkunnar og vegna orð- rómsins um kærleika þeirra Rósu og Páls fyrir kvonfang hans, eignaði orð '■ 'A'trri Co'SÍ'qpi)] Húsakynni voru mikil á Ketilsstöð- um, þegar Páll kom þar, og í fornum stíl. Skálahús mikið sneri hliðvegg að hlaði. Við hvorn enda hans voru áföst sérstök hús með tímburstöfum. Að baki þessara húsa var baffstofa, þrí- skipt, álíka löng sem hlaðbyggingin öll. Út frá tvennum löngum göng- um milli hliðarhúsa skálans og bað- stofu voru eldhús, búr og fleiri af- hýsi. Lokrekkjur og svefnhús karla var í skálanum, en vetrarfjós undit miðhluta baðstofunnar. Á sumrum voru kýr mjólkaðar á stöðli O'g munu hafa legið úti um nætur. Þetta hafa verið mikil húsa- kynni. Skálinn er einn sá síðasti sem um getur. í stað bæj'arhúisanna bygigði Melsted timburhús, milli 20 og 30 álna langt, og endiurbyggði úthýsi. Auk umget- inna húsa og þeim fráskilið voru enn skemmuhús og kirkja, sitt tíl hvorrar handar. Skemman var með uppreftri af birki og talin vera frá tíð Péturs Þorsteins'sonar. Kirkjan var torfhús lítíð. Hún hélt öllum innanbúnaffi sin um fyrrnefndum og eignum (Sörla- stöðum). Að auki voru trélíkneski fjögur, vel álnarhá, sem talið var að tákna ættu guffspjal'lam'ennina. Tíða- gerð (messur) voru nú affeins tvisvar á ári, haust og vor. Hið mikla tímburhús Páls Melsted á Ketilsstöðum mun vera fyrsta tímburhúsiff sem bvggt var á sveita- bæ á Héraði. Páll Melsted rak stórbúskap á Ketilsstöðum. Hann fékk Eyjólf ís- feld, hinn dulvísa, til að standa fyrir endursmíði brúarinnar á Jökulsá á Dal áriff 1819 og mun þá hafa fengið honium affsetur á Hallberuhúsum. ís> feld var laus við heimilið og stundaði smíðar mestpart, m.a. kirkjubygging- ar, sér til framfæris. Mun búskapur hans því hafa verið lítíll. En fjöl- skyldu sína hafði hann á Hallberu- húsum. Síffar bjó þar í tíð Melsteds Stefáns Bóasson, prests Sigurðssonar, sem látið hefur nokkur handrit eftir sig. Þegar Melsted flutti frá Ketilsstöð um keypti Jón Sigfússon ættfræðing- ur jörðina og bjó þar langa stund. í hans búskapartíð var oftast marg- býli á heimajörðinni, m.a. höfffu þar aðsetur með honum þrír sýslumenn, og fjórir þó: Walsöe 1835—1840 (eitt þeirra ára þó Voigt, er þjónaði eanb- ættinu bá fvri- han.n). Pétur Hav- stein 1845—1850 og loks Stefán Jóns- son 1851—1861. Árið sem P. Haf- tein kom voru þar einnig Gísli lækn- ir Hiálmarsson og hafði hjá sér s.iúkl inga. í nokkur ár í tíð Jóns komust einn- ig í ábúð. auk Hallberuhú=a túnhjé- leigurnar Kinn og Steinagerði, Jón ættfræðingur seldi Hallgrími Eyjólfssyni á Ormarsstöðum jörðina og fluttist 5 eigna'riör'* -íro Eéki- fjör*' voríf '862 Sama vor flutti Hallgrímur Eyjólfs- Framhald á bls. 570 T I M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ 5Ó3

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.