Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 18
skreið lengra ínn í flóann til trygg-
asta staðarins í flotastöðinni. Þar lá
hinn voldugi bryndreki „Royal Oak“,
sem ári áður hafði verið gerður upp
og endurnýjaður í samræmi við
breyttar hernaðarkröfur. Þetta var
glæsilegt skip og hættulegt hverjum
óvini. Kafbáturinn nam staðar, sjón-
pípan var stillt með mestu nákvæmni,
og nú fékk Wehring tækifæri til þess
að virða þetta skip fyrir sér í síðasta
sinn meðan tundurskeytunum var
miðað. Þarna á skipinu var fjöldi
manna, sem voru góðir kunningjar
hans. Menn, sem höfðu komið j búð-
ina til hans og verzlað við hann,
spjallað við hann um heima og
geima, konur sínar, börn og mæður.
Alla þessa menn hafði hann haft að
ginningarfiflum og nú var komið að
endanlegu uppgjöri við þá, þar sem
þeir sváfu í hvílum sinum á skipinu,
draumar þeirra ótruflaðir af tortím-
ingunni, sem horfði á þá tilfinninga-
lausum tundurskeytaaugum.
— Tilbúnir!----------Skjótið! Kaf-
báturinn kipptist litið eitt til um
l'eið og tundurskeytið rann út úr hlið
hans með geigvænlegum hraða.
Nokkrar sekúndur var algjör þögn,
en skyndilega hristist kafbáturinn og
ógurleg sprenging kvað við. — Enn
eitt tundurskeyti og í sjónpípunni
sá skipstjórinn á kafbátnum ávöxt
tundurskeytanna: Ægilegir eldslogar
teygðu sig til himins upp úr „Royal
Oak“ með braki og brestum. Önnur
sprenging braut skipið í tvennt. Sig-
urvegarinn mikli frá orrustunni úti
fyrir Jótlandsströndum sökk í djúpið.
Vein og dauðaóp mannanna á þessu
mikla herskipi, sem nú hvarf af yfir-
borði sjávarins, náðu aldrei eyrum
kafbátsmannanna. Kafbáturinn var
líka horfinn í djúpið, — það hið sama,
sem varð fórnarlambi hans gröf.
Hann hafði komið eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Allir í flotastöðinni
voru óviðbúnir þessari heimsókn, og
engin leið var að koma fram hefnd-
um á honum eða njósnaranum.
Átta hundruð menn fórust með
„Royal Oak“, fjögur hundruð komust
af; margir meira og minna særðir.
Þetta var ægilegt áfall fyrir ensku
þjóðina. Það kom í byrjun stríðsins
áður en hinar geigvænlegu tölur um
mannfall urðu nær hversdagslegar.
Flotastöðin var lögð niður um
skeið, ekki tekin í notkun aftur fyrr
en í apríl 1940 og þá var tryggilega
gengið frá öllum vörnum. — í Þýzka-
landi var tekið á móti kafbátnum
með kosturn og kynjum. Það var
litið á þetta afrek sem tákn um yfir-
burði hinnar þýzku þjóðar. Og hinn
mikli sonur Þýzkalands, hetjan, var
kafbátsforinginn, Giinther Prien. Fólk
stóð í röðum á hafnargörðum Kiel-
borgar og fleygði blómum yfir áhöfn
kafbátsins, þegar hún sté á land.
Skrúðganga hvítklæddra stúlkubarna
söng stolta nazistíska hetjusöngva,
lof og prís handa hetjunni. Á sama
tíma grétu jafnöldrur þeirra í Eng-
landi feður sína og bræður. Þar voru
blómin ékki tákn gleðinnar, heldur
sorgarinnar.
Viðtal var haft við kafbátsforingj-
ann í þýzka ríkisútvarpinu og því út-
varpað um allar jarðir. Síðan var
haldið mikið gildi á ráðhúsinu, þar
sem forsprakkar nazismans skáluðu
yfir unnum sigri. — En njósnarinn,
— hann, sem hafði svikizt að með-
Ketiisstaðir
Framhald af bls. 563.
son að Ketilsstöðum með stórbú og
margt fólk (yfir 20 manns). Búseta
hans á Ketilsstöðum varð ekki löng
en vig mikinn veg. Hann dó 9. nóv.
1869. Búsetuár hans öll bjó Gísli
Eiríksson póstur á Hallberustöðum.
Að Hallgrími látnum bjó ekkja
hans, Þorbjörg Jónsdóttir vefara, til
vors' með sonum þeirra, Sigurði og
Þórarni. Síðan skiptu þeir bræður
jörðinni með sér til ábúðar.
Þórarinn dó 3. okt. 1879. Bjó þá
ekkja hans, Sigríður Árnabjörnsdóttir
Stefánssonar prests á Valiþjófsstað,
móti Sigúrði fyrst og giftist fáum ár-
um síðar Gunnari Pálssyni af ættlegg
Péturs sýslumanns Þorsteinssonar
(það var hún einnig), og Gunnar eftir
lát hennar á móti Sigurði nokkur ár
fram yfir aldamót.
Eftír að Sigurður lét af búskap og
féll frá (1907), tók Hallgrímur sonur
Þórarins og Sigríðar, ■ stjúpsonur
Gunnars. búskap á hálflendunni móti
honum. Og eftir Gunnar (d. 20. ág.
1935) fékk Hallgrímur einn jörðina
alla til umráða eins og haft hafði
HaHgrímur Eyjólfsson, afi hans.
Ifálfkirkjan, sem stofnuð var árið
1500, fylgdi jörðinni alla tíð fram
undir lok 19. aldar. Hún hefur sjálf
sagt frá öndverðu verið með hlöðn-
um veggjum (torfkirkja) og þurft
sífellt viðhald. Eignir voru litlar og
tekjur rýrar. Mun viðhaldskostnaður
því að mestu hafa falbð á eigendur
jarðarinnar og viðhaldig misjafnlega
rækt.
Um miðbik 18. aldar reynir prestur
inn í Vallanesi að synja um þjónustu
hennar, en fær því ekki framgengt.
Rýrð eru þá samt orðin réttindi henn
ar og enn meir u.þ.b. þremur aldar-
fjórðungum síðar í tíg Páls sýslu-
mann Melsted. Lengst hálfkirkna á
Austurlandi stóð hún af sér áhrif áróð
urs o.g breytts tíðaranda. Svo þegar
eigendur Ketilsstaða taka þátt í frí-
bræðrum sínum með ótrúlegu falsi
og tvöfeldni. Enginn skálaði við
hann fyrir opnum tjöldum frammi
fyrir heilli þjóð. Hann var enn sem
fyrr að tjaldabaki með líf átta hundr
uð manna á samvizkunni. — Þegar
sigurskrúðgangan stóð sem hæst, sté
maður á land úr kafbátnum, einn
síns liðs. Hann lét hattinn slúta fram
yfir andlitið og bretti frakkakragann
upp. Svipaðist skjótlega um og gekk
síðan hröðum skrefum inn hliðar-
götu; þetta var njósnarinn Wehring,
sem kallaði sig Ortel í litlu, skozku
eyjaþorpi og gerði við klukkur manna.
kirkjustofnun innan Vallanessóknar
undir lok 19. aldarinnar, bresta öll
rök fyrir tilvist hennar. Kalla má, að
hún endurfæðist í kirkjuhúsi því,
sem fríkirkjusöfnuðurinn byggði. En
sú kirkja féll úr gildi, þegar söfnuð-
urinn sameinaðist aftur.
Eftir að niður féll sú kvöð á Valla
nesprest að inna af hendi kirkjulega
þjónustu hálfkirkjunnar, varð mála-
þras milli eigenda Ketilsstaða og
kirkjustjórnarinnar um Víðastaði,
sem lyktaði með miðlunarsætt. Sörla-
staðir, og rekasandurinn féll til jarð-
arinnar.
Jörðin Ketilsstaðir hefur alla tíð
verið ein mesta og bezta bújörð
á Fljótsdalshéraði. Fyrsta skipting
landsins á Austur-Völlum eftir land-
nám, hefur — auk Ketilsstaða — ver-
•ið sex býli, Egilsstaðir, Kollsstaðir,
Höfði, Eyjólfsstaðir, Gíslastaðir og
Tunghagi. Hin býlin öll eru upphaf-
lega hjáleigur frá þessum jörðum.
Ketilsstöðum hefur þá tilheyrt allt
land frá mörkum Eyjólfsistaða að
Öngulsá (Höfðaá). Síðar byggjast úr
landi jarðarinnar hjáleigurnar Út-
nyrðingsstaðir og Keldhólar, sem
greindust svo frá jörðinni að eign
og umráðum. Undir lok 17. aldar,
þegar Oddur Ásmundsson frá Ormars-
stöðum bjó á jörðinni, er hún með
Hallberuhúsum talin 45 hundruð að
dýrleika, en síðar aðeins 40 hundruð.
Alla tíð hefur jörðin verið höfuð-
ból og níu eða tíu sinnum sýslu-
mannssetur — oftast jarða á Austur-
landi. Og oftast, sem til þekkist, hef-
ur verið þar stórmannlega búið.
Sunnudagsblaðið birt-
ir fúslega skemsnfilegar
ðg vel skrifaSar grein*
ar, sem þvi berast.
570
IÍM1NN — SUNNUDAGSBLAO