Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 10
hét Vilborg Loptsdóttir, líklega syst- ir Sesselju á Egilsstöðum og henni lík um fjöllyndi. Báðar gerðu bænd- ur sína sér ekki einhlíta. En sá var gæfumunur, að Vilborg fékk aflát kirkjunnar eftir lát Erlends, en Sesselja var ákærð um morð á bónda sínum. Erlendur fékk sýsluvöld eftir föður sinn og bjó sem áður að Ketilsstöð- um. Ingibjörg Þorvarðardóttir, systir Ragnhildar konu Hákarla-Bjarna, var gift Páli Brandssyni sýslumanni í Vaðlaþingi. Árið 1494, stuttu fyrir dauða sinn, gaf Páll „helgu bléði“, eins og það var orðað, (þ.e. Kristi) jarðirnar Ketilsstaði á Völlum, Kolls- staði og Mýrnes sér til sálarheilla. Þessar jarðir hafa verið erfðafé eða heimanmundur Ingibjargar konu hans. Engin jarðanna varð þó krist- fjárjörð, en gjöfinni snúið til annars vegar, sem nú segir: Árið 1500 stofnaði Erlendur hálf- íkirkju á Ketilsstöðum með ráði og aðstoð Stefáns biskups Jónssonar, er var þá staddur í Vallanesi. Hefur það þá verið með samþykki Vallanes- prests, séra Þorvarðar Helgasonar, síð'ar príors á Skriðuklaustri, og með samningi við hann. Kirkjan var helg- uð Andrési postula. Vallanes-prestur skyldi embætta þar annan hvorn helg- an dag og fá fyrir það tvær merkur. Vígja mátti þar hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju. Þessi voru rétt- indi hennar. Tekjur hennar skyldu vera tíundir og ljóstollar húsbænda og heimilisfólks jarðarinnar (með hjáleigum) og af eignum. Móti rýrnun Vallaneskirkju lagði Erlendur til henn ar jörðina Víðastaði. Eignir kirkjunn ar lagði Erlendur til: Kirkjuhúsið sjálft, 3 kýr, 12 ær, hest o-g reka- sand á Héraðssöndum milli Hjalta- staðasands og Steinsvaðssands, met- inn tíl fjögurra hundraða. Trúlegt er, að fyrir þetta eignaframlag hafi Er- lendur fengið jörðina sjálfa með hjá- leigum, þótt þess sé ekki getið. Að líkindum hefur verið beðið fyrir sálu Páls við guðsþjónustur eða sérstakar sálumessur. Um hinar tvær gjafajarð irnar er þess að geta, að á Kollsstöð- um mun hafa verið stofnað bænhús, en í Mýnesi endurreist hálfkirkja, sem þar hafði verið áður. Afgangur Erlends var með óvenju- legum hætti. Sagt er, að enskir sjóar- ar hafi farið að honum og drepið hann tíl hefnda fyrir upptekt fiski- skútu enskrar á Lo'ðmundarfirði. Frá sögn af því (sjá Smæ IV b bls 693), er ærið þjóðsagnarkennd. Eftír Erlend fær Bjarni sonur hans umráð yfír Ketilsstöðum. Systir hans Margrét giftist Páli sýslumanni Gríms syni á Holtastöðum af ætt Lopts ríka. Héldust þannig enn tengdir milli valdsmanna austanlands og Möðru- vellinga. Bjarni bjó á Ketilsstöðum fram um 1570 og varð auðmaður og mikill fyrir sér. Hann var lögréttu- maður, fékk brátt sýsluvöld yfir nokkrum hluta Múlaþings og síðar öllu og var héraðsríkur. Hann kemur við sögu morðákærunnar á hendur Sesselju Loptsdóttur á Eg’lsstöðum og hefur verið þar vant við kominn, ef Sesselja hefur verið móðursystir hans. Kona Bjarna var Guðríður, dóttir Þorsteins sýslumanns Finnbogasonar í Hafrafellstungu. Mun hann hafa fengið mikið fé í heimanmund henn- ar. Synir þeirra, Marteinn og Bjarni, dóu ungir, en dætur tvær, Vilborg og Málfríður, fengu átítleg gjaforð. Vilborg giftist Einari Eyjólfssyni í Dal undir Eyjafjöllum, dóttursyni Jóns biskups Arasonar. í heiman- mund með henni gaf Bjarni jarðirnari Eskifjörð, Viðfjörð, Þorvaldsstaði, Sandbrekku og Stóra-Steinsvað og þar til og með 70 hundruð í þarfleg- um peningum öðrum. Málfríður, dóttír Bjarna, giftist ung Jóni Einarssyni á Espihóli haustið 1551 og mun hafa verið seinni kona hans. Heimanmundur hennar var hálft annað hundrað hundraða, þar í jarðirnar Brú, Skjöldólfsstaðir, Hjarðarhagi og Hnefilsdalur hálfur. Heimanmundur dætranna beggja er 300 hundraða. Bjarni hlýtur því að hafa verið stórauðugur. Jón dó eftir fárra ára sambúð þeirra Málfríðar, en hún giftist aftur 1560 ótígnum manni, Einari Ásmunds syni, sem sagt er að hafi verið vinnu maður hennar, líklega á Espihóli. Fluttu þau svo þaðan austur og bjuggu á Ketilsstöðum vel og lengi eftir foreldra hennar. Þau átfu 10 börn, 7 sonu og 3 dætur. Dreifzt hef- ur þá Ketilsstaðaauður við erfðir. Kunnastír af sonum þeirra eru Jón klausturhaldari á Skriðuklaustri, Torfi lögréttumaður á Hafursá, Mar- teinn á Eskifirði og Þorsteinn í Firði í Mjóafirði. Líklega hafa ábýtísjarðir Torfa, Marteins og Þorsteins, verið eign for- eldra þeirra. Aðeins ein dætranna giftfet, að kunnugt sé. Ketílsslaðir hafa faltíð í erfð Jóns klausturshaldara. Það sést af því, að árið 1651 lýsir Ásmundur á Ormars- stöðum, sonur hans, lögfestí sinni á jörðinni, ásamt með Útnyrðingsstöð- um og Höfða. Mun jörðin þá hafa ver ið í umráðum ættarinnar alla 17. öld- ina, og heimild er fyrir því, að undir lok aldarinnar (1695) hafi Pétur lög- réttumaður á Eyvindará, sonur Ás- mundar, átt hálfa Ketilsstaði, 20 hundruð að mati. Áð líkindum hefur Jón búið á Ketilsstöðum til 1587, er hann fékk umboð klausturjarðanna og flutti þaðan að Skriðuklaustri þegar hann fékk umboðið. Nær einstætt er það í búnaðarhátt- um austanlands, að mörg kot eða hús- mannsbýli hafi myndast umhverfis höfuðbótín. En þetta hefur gerzt í sögu Ketílsstaða. Þar hafa verið sex slík kotbýtí í túninu og í nálægð þess, auk Keldhóla og Útnyrðings- staða, sem lengi voru taldar hjáleig- ur þaðan. Nöfn þessara kotbýla eru: Hallberuhús, Hraukur, Kinn, Odda- gerði, Steinagerði og Sigurðargerði (utantúns). Ókunnugt er, hvenær þessi býtí hafa orðið tíl og óvíst að þau hafi verið notuð eða í ábúð samtímis. Líklegt er þó, að svo hafi verið, þegar það sjötta var tekið í not. Vera má, að þessi margskiptíng tíl afnota hafi einmitt orðið milli hinna mörgu bárna Málfríðar og Ein- ars Ásmundssonar, sem ekki finnst getið, hvar búið hafi. Áreiðanlega hefur eitthvert eða einhver þeirra búið þar. Þegar Ketdsstaðir og ábúð þar kem ur til sögu á öndverðri 18. öld við manntatíð 1703, eru taldir þrír ábú- endur og einn húsmaður á jörðinni, auk þess er það afbýlið, sem var utan túns (Sigurðargerði) í ábúð. Eigandi hálfrar jarðarinnar var Pétur Ás- mundsson á Eyvindará, sem fyrr get- ur. Aðalábúandinn er Hildibrandur Oddsson, bróðursonur Péturs. Og það er faðir hans, sjötugur að aldri, sem hefur húsimennskuábúðina o:g hefur þá eflaust búið þar á undan syni sínum lengi á síðari hluta 17. aldar- innar. Oddur var bróðir Péturs og hefur líklega átt jörðina á móti hon- um að hálfu. Brátt eftir þetta verður kunnugra um ábúg og umráð jarðarinnar. Síðari kona Bessa sýslumanns Guð- mundssonar var Jórunn, dóttir Pétnrs Ásmundssonar. Hún hafði áður verið gift séra Guðmundi Ormssyni á Stafa- felli. Árið 1712 flytur Bessi sýslu- maður frá Skriðuklaustri ag Ketils- stöðum, á þá hálflenduna, sem Pétur tengdafaðir hans hafði átt eða Jórunn. Þeim hlutanum fylgdi Ketilsstaða- gerði. Ábúðina á Skriðuklaustri lét hann í hendur Þorsteini Sigurðssyni lögsagnara sínum. Það vottar, hvað Ketilsstaðir hafa þá verið í miklu áliti, að Bessi skyldi að sjálfsráði víkja af klausturssetrinu til búsetu á hálflendunni. Bessi dó 1723, og Jór- unn bjó eftir hann til banadægurs tuttugu árum síðar (1753). Hildibrandur Oddson var hálffert- ugur 1703 og gætí hafa búið á móti Bessa og síðar Jórunni fram um 1730, en er horfinn þaðan, þegar bændatal var tekið 1732. Þá búa móti Jórunni séra Stefán Pálsson, aðstoðarprestur séra Ólafs Stefánssonar í Vallanesi, og feðgar tveir, Eyjólfur Jónsson og Páll Eyjólfsson. Jón, faðir Eyjólfs, var sonur Jóns Pamfíls, en móðir hans var Sigríður, dóttir Eyjólfs Þórð 562 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.