Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 5
handlegglna fasta yfir liöfði mér. Eg gat þó tyllt tániHn til jarðar, og þeir urðu að grafa holu í gólfið til þess að ég yrði á lofti. Þeir höfðu hengt mig á hæsta kenginn í súlunni, og gátu ekki komið mér hærra, nemá með því að setja upp nýjan keng. Svona hékk ég og fór með bænir fyrir sjálfum mér. Höfðingjarmir, sem stóðu hjá, spurðu mig, hvort ég vildi meðganga núna. „Ég get það ekki og vil það ekki“, svaraði ég. En ég gat naumast sagt þessi orð, svo sárar kvahr gripu mig. Verstar voru þjáningarnar í brjósti og kvið, hönduim og handleggjum. Allt blóð virtist þjóta upp í handleggina og hendumar, og mér fannst blóðið streyma fracn úr fingrunum og út í gegnum húðina. En þetta var aðeins skynvilla, sem stafaði af því, að holdið þrútnaði, þar sem hlekkimar komu að því. Sársaukinn var svo ákafur, að ég hélt, að ég mundi ekki fá staðizt hann, og aúk þess sóttu að mér freistingar. Ég fékk þó enga tiihneig ingu eða löngun til þess að skýra þeim frá því, sem þeir vildu fá að vita. Drottinn sá veikleika minn með augum miskunnar sinnar og leyfði ebki að min væri freistað meir en ég fengi staðizt. Með freistninni sendi Hann mér fróun. Hann sá kvöl mína og hugarstríð og veittí mér þessa náðarhugsun: „Þeir geta ekki gert þér neitt verra en að taka þig af lífi, og þú hefur oft óskað þess að mega gefa líf þitt Guði Drottni þínum. — Drottinn Guð sér allt, sem þú mátt þola. Hann gebur gert alla hlutí. Þú ert í gæzku Guðs“. Með þessum hugs unum gaf Guð með sinum óendanlega góðleik mér náð undirgefninnar, og í ósk og löngun eftír dauðanum fól ég Honum að gera við mig eins og Honum þóknaðist. Á þessari stundu lauk sálarbaráttu minni og jafnvel likamssáirsauikinn virtist verða þolan- legri en fyrr, þótt ég sé viss um að hann hafi hlotið að vera meiri með aukinni þreytu og áreynslu á líkam- ann. Þegar höfðingjarnir umhverfis sáu, að ég svaraði ekki spurningum þeirra, fóru þeir heim tíl viridsstjórans, og biðu þar. Öðíru hverju sendu þeir mann til að fylgjast með því, hvað mér liði. Þrír eða fjórir stæðilegir menn voru skildir eftír tíl að stjórna pynd- ingunum. og fangavörður mlnn varð einnlg eftír. Ég held, að hann hafi verið kyrr af góðsemi, því að á fárra mínúta fresti tók hann fram klút og þerraði svitann, sem stöðugt draup niður eftir andUtí mínu og líkama. Þetta velttí mér nokkra fróun, en hann jók kvöl mína, þegar hann fór að tala. Hann hélt stöðugt áfram að bvetja mig og grátbæna til að hafa meðaumkun með sjálfum mér og. skýra frá því, sem yfirvöldin vildu fá a® vita. Hann færði fram svo mörg mainnleg rök, að ég taldi, að Djöfull- inn hefði skotið þvf að honum að gera sér upp góðvild í minn garð, ellegar þá, að ofsækjendur mínir hefðu falið honum að reyna að leiða mig í gildru. En ég fann til allra þessara tílmæla óvinarins eins og högga úr fjarska. Þau virtust eklki srierta sál mína eða bafa nein áhrif á mig. Oftar en einu sinni greip ég fram í fyrir honum: „Hættíð þessu tali í guðanna bæn- um. Haldið þér, að ég hyggist glata sálu minni tíl þess að bjarga lífinu? Þér eruð mér aðeins til ama“. En hann nuddaði áfram. Og öðru hverju komu hinir tii liðs við hann. „Þér verðið krypplingur álla ævi, ef þér lifið. Og þér verðið píndur á hverjum degi, þar til þér cneðgang- iö“. En ég bað í hljóði og ákallaði nafn Jesú og Maríu. Einhvern tíma eftir hádegið, að ég held, féll ég í ómegin. Ég veit ekki, hve lengi ég var meðvltundarlaus, en ég held, að það hafi ekki verið lengi, því að mennirnir lyftu mér upp eða skutu palli undir fætur mína, þar tíl ég hafði komið tíl sjálfs míns aft- ur. Þegar þeir heyrðu bænalestur minn, létu þeir mig þegar í stað ihanga aftur. Þetta gerðu þeir í hvert sinn, er óg misstí meðvituind þennan dag, — það mun hafa verið átta eða níu sinnum, — þar til klukk an var orðin finwn. Á fimmta tímanum kom Wade aft- ur. Hamn gekk að mér og spurði: „Viljið þéir nú hlýðnast drottning- unni og stjórn hennar?" Ég svaraði: „Þér viljið fá mig til að syndga. Ég vil það ekki“. „Þér þurfið ekki að segja annað en að þér viljið tala við Oecil, ritara drottningar", sagði Wade. „Ég get ekki sagt honum neitt“, sagði ég „nema það, sem ég hef þeg- ar sagt yður. Ef ég óskaði eftír að tala við hann, myndi það hneýksla menn. Þeir myndu halda, að ég hefði látíð undan, og svo væri komið, að ég ætlaði að segja frá því, sem chér bæri að þegja yfír“. í reiði sinni sneri hann í mig bak- inu og skálmaði út úr klefanum og kallaði um leið: „Hangið þá þarna, þar til þér rotnið á súlunni". Hann fór. Og ég held, að dómar- arnir hafi ailir fariS þá, því að klukk an fímm er tumklukkunum hringt tíl merkis um, að allir verði að fara, sem ekki vilji láta loka sig inn. — Skömmu síðar var ég tektan niður. Fætur mtair höfðu ekki cneiðzt, en þó var erfitt að standa uppréttur. — Þeir fluttu mig aftur til klefa míns. Á Ieiðlnni mættum við nokkrum föng um, sem látnir voru vinna í Turnta- um, og þá sneri ég mér að fanga- verðinum og sagði, svo að þeir mæt'tu heyra: „Það fcemur mér á óvart, að dómar arnir skuli vilja fá mig til að segja hvar faðir Gamet eigi heima. Þeif 'hljóta þó að vita, að það’ er synd- samlegt að svíkja saklausan mann? Það mun ég aldrei gera, jafnvel þótt dauðinn sé annars vís”. .. Þetta sagði ég til þess að htadra, að þeir gætu borið það út, að ég hefði skýrt frá einhverju, eins og þeir gera iðulega. Ég vildi einnig, að þessir menn gætu borið það, að ég hefði einkum verið spurður um föður Gar- net, svo að bann gæti frétt það og hugsað um eigið öryggi. Ég sá, að fangavörðurinn kunni því ekki vel, að ég talaði í þeirra ábeyrn, en mér stóð á sama um það. Þegar ég var kominn í klefann, virt- ist maðurtan kenna í brjósti um mig. Hann kveikti upp eld og færði cnér dálítlð af mat, því að kvöldverðar- tími var kominn. En ég gat ekki borð að nema lítíð, lagðist fyrir og hvíld- ist til morguns. Þegar hlið virkisins höfðu verið opnuð morguninn eftír, kom fangavörðurinn tU mín og sagði mér, að Wade væri komtan og ég yrði að fara niður til fundar við hann. Ég fór í víðerma möttul, þvi að hendur mínar voru svo þrútnar, að ég komst ekki í hinn venjulega mött- ul minn, og fór niður. Þegar ég kotn tan í bús virkisstjór- ans. sagði Wade við mig: „Ég er sendur hingað i nafni drottn ingar og ritara hennar, Cecils. Þau segjast vita með vissu, að Garinet skipti sér af stjórnmálum og sé rik- inu hættulegur. Við iþetta leggur drottninig tign sína og Cecil heiður ;sinn. Þér verðlð að fallast 6 að segja okkur tíl bams, ef þér ekki vilj- ið vefengja orð þeirra beggja“. „Þau geta ekki talað af reynslu“, sagði ég, „eða haft traustar heimild- ir fyrír sér. Þau þekkja ekki mann- tan. Ég hef búlð hjá honum og þekki hann vel, og ég get sagt með fullri vissu, að hann er ekki slífcur maður“. „Svona nú“, sagði Wade, „hvers vegna eíkki að viðurkenna sarmleik- ann og svara spurntagum okkar?“ „Ég get það ekkl“, sagði ég, „og vil það ekki“. „Yður væri hollara að gera það“, og í þessum orðum töluðum kallaði hann á mann, sem beið í næsta her- bergi. Þetta var þrekvaxtan maður, secn Wade kallaði „ptatagameistara". Ég vissi, að embættísmaður með þes3 um titli var tíl, en síðar komst ég að því, að þetta var ekki sá maður. Þessl var foringi í stórskotaliðinu. Wade kallaði bann þetta tíl að skjóta mér skelk £ bringu. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 557

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.