Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 20
Þessi mynd var tekin 1912. Þetta eru færikvíarnar i MöSrudal og er veriS aS
mjólka ærnar. í baksýn eru VíSidalsfjöllin, hulin móSu.
leit, og tdka stefnu til norðurs,
þegar ég sá einhvern rauðan grip
efst með fram Bæjará, uppi í svo
nefndum >kenk. Þegar ég kom
nær sá ég ,að þarna var rauður
hestur, gloiextur. Nú voru aðeins
2 hestar lil með þeim Iit í Möðru-
dal (af 40 hestum, sem þá voru
þar) Annai var mesti gæðingur-
inn, sem til var þá í Möðrudal, en
hitt var mesti lurkurinn, sem til
var. Enginn lét sér detta í hug
ótilneyddur, að stíga á bak honum
Það vai þvi talsverður spenningur
að sjá nú, hvor hesturinn þetta
væri
Það leið ekki á löngu, þar til
unnt var að skera úr um það; nú
stóð hesturinn upp, og þá sá ég. að
þetta var lurkurinn Svipur. Betra
er að veifa röngu tré en öngu. Nú
var ég búinn að fara svo mikinn
krók, og eyða dýrmætum tíma. Eg
afréð því að taka klárinn, prófa
hvernig mér gengi og skilja þá við
hann, ef ekki var annars kostur.
Nú var stefna te'kin á Sauðafell,
sem var það efsta, sem ærnar fóru
yflrleitt. Eg hafði ekkert keyri og
komst þvi varla fram af seinagangi
til að byrja með Svo fann ég ágæta
viðartág f moldarflagi, og hún var
hlð bezta keyri; gekk því allt vel
á meðar. ég gat farið beint. En þeg-
ar ég þurfti að taka snöggar beygj
ur, þá fór nö að versna samkomu-
lagið við Svip. Það bætti heldur
ekki uin, að Branda hafði svikið
mig og sr.úið heim, án þess ég tæki
eftir því. Nú var því ekki um annað
að gera en nota sin. eigin hljóð, þau
voru ckki spöruð. en marga króka
urðtmi við Svipur aö fara af jjvi
Branda sveik okkur í tryggðum Úti
I svokölluðu Skarðsengi fann ég
mikið af ánum og rak ég þær niður
að Skarðsá. Nú var ég kominn aff
svokölluðum Víðidalsfjöllum, og
nú sá ég fé bæði f Vegahnjúk og
Geldingahnjúk. Þaff var ómögulegt
að sjá, hvort þetta var geldfé effa
mylkar ær, nema að komast nær
þvi. Eg reið því yfir ána og skildi
þar við Svip. en hljóp sem mest ég
mátti til að rannsaka þetta. Það
reyndist vera ge'idfé. Nú snéri ég
heim á leið, og þá versnaði nú fyrir
alvöru. Eg varð alltaf að fara sitt
á hvað austur eða vestur, því hóp-
arnir voru margir og dreifðir.
Eitt sinn sá ég, að einn hópur-
inn stefndi beint til fjalls fyrir aft-
an mig, þá ætlaði ég að snarast fyr-
ir hann, sló í klárinn um leiff og
ég snéri honum við. En það var
meira en hann þol'di, því að hann
stakkst á hausinn og svo á hliðina.
Eg lenti undir honum með annan
fótinn, en þetta var í moldarflagi,
svo ég fann ekkert til og spyrnti
honum ofan af mér með hinum
fætinum. Svo hijóp ég sjálfur fyrir
kindurnar, þótt é.g ég væri hálf-
haltur
Loksins var allur hópurinn kom-
inn saman og ég fór að beygja upp
með Bæjará beint niður af bænum.
Nú var ég kominn í augsýn við bæ-
inn, og ég sá, hvar piltarnir voru
að slá yzt á túninu. Eg var orðinn
klukkutíma á eftir áætlun og fór
nú að hraða ferð minni, æmar
hlupu upp grundina og ég þandi
Svip á eftir, sem nú var orðinn
ljúfur og auðsveipur, og ég fékk
hann til að tölta öðm hvoru og
bera sig eins og góðum reiðhesti
sómdi
Mér varð litið til piltanna, og ég
sá, að þeir starlj líndu í átt til mín.
Kvíamar vom færikvíar, sem
stóðu nokkuð fyrir neðan túnið þar
á sléttum grundum. Nokkru fyrir
neðan kvíaimar steig ég af baki og
sleppti Svip, sem var frelsinu feg-
inn og skokkaði strax suður að ánni
og þar í hvarf.
Þegar ég hafði kvíað ærnar, gekk
ég tU piltanna, en ekki beinl heim
eins og ég var vanur að gera. Eg
var talsvert eftir mig eftir svipt-
ingarnar viff Svip en reyndi samt
að bera mig mannalega. Eg sá, að
þeir áttu eitthvað vantalað við
mig. Eg kastaði á þá kveðju og
spurði eitthvað á þá leið, hvort
þeir væru ekki á leiðinni heim í
morgunskattinn
Lúlli varð fyrstur til svars og
segir að þeir hafi nú verið að
hinkra við eftir mér, ég hafi verið
óvenju lengi í smalamennskunni í
morgun, en samt hafi ég ekki valið
mér gæðinginn af verri endanum.
„Eg fatin nú ekkert annað, svo það
var ekki um neitt val að ræða“,
svaraði ég strax.
„En hvað heldur þú, að húsbónd
inm og heimasætan segi, þegar þú
kemur nú fram fyrir þau?“ Nú fór
ég að skilja hvað hann var að fara.
Þeim hafði öllum sýnzt ég vera á
gæðingnum Óðni, sem var eign
yngstu dóttur Stefáns bónda. Eg
hugsaði mér að nú væri bezt að lofa
þeim að standa í þessari meiningu
og sagði strax: „Haldiff þið að mín
bíði sörnu örlög og smalamanns
Hrafnkels á Aðalbóli?" „Varla
svona í fyrsta sinn, en þú munt
ekki sleppa við stranga áminningu,
svaraði Lúlli. „Hvað sem öðru líður
er ég staðráðinn í því að fara nú
heim og fá mér eitthvað að borða,
áður en ég byrja vinnu, því nú er
ég reglulega svangur eftir 4 tíma
smalamemnsku, en þið megið gjarn-
an vera með mér og hlusta á hvaða
mótttökur ég fæ.“
„Ekki mun það spilla að við fylgj
um þér eftir og leggjum þér eitt-
hvert gott orð, kannski færðu þá
vægari refsingu,“ sagði Lúll'i. Svo
gengum við heta.
Við matborðið bar ekkert sér-
stakt tU tíðinda, aðeins rætt um
daginn og veginn. Stefám spurði
einskis um smalamennskuna, en
sagði fyrir um hvað gera skyldi
þennan dag, eins og hans var vandi.
Hann sagðist vera búinn að senda
eftir hestum, og einn ætti að binda
jafnóðum og heyjað væri. En það
var mjög algengt I Möðrudal að
flytja heim hey samdægurs, eink-
um ef verið var að heyja í mel-
grasi.
Þegar við komum út á hlaðið
aftur, sáum við, hvar Óll litli kom
með hestana framan flaglð, fremst-
ur fór rauður, glófextur hestur,
fallega vaxinn með fiman fótaburð.
Það könnuðust allir á helmilinu
572
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ