Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 2
r Sigurjón Eiríksson í bækistöðvum sínum við Seljaveg. (Ljósm.: TÍM(NN—GE). Vestast í Vesturbænum í Reykja- vík, þar sem heitir Seljavegur, stend ur reisulegt hús, sem Vita- og hafn- armálastjórnin hefur aðsetur sitt í. í austurenda þess húss á annarri hæð ræður ríkjum Sigurjón Eiríks- son, sem um langan aldur hefur verið eftirlitsmaður vitanna. Þegar hann er í Reykjavík, situr hann þar innan um dufl og ljósker og ýmis tæki, sem torkerfnileg eru í augum leikmanna. Hins vegar er það ærið oft, sem hann er ekki i Reykjavík, því að aðalstarf sitt vinnur hann á nesjum og skerjum umhverfis all.t ísland. Þar setur hann upp ljós i vita og gerir við þau Ijós, sem bila. Sá viti mun naumast til hér við land, sem Sigurjón hefur ekki einhvern tíma farið höndum um á löngum starfstíma. Ég hitti Sigurjón að máli fyrir skömmu og spurði hann um vitana og störf sín við bá. „Ég hef unnið hjá vitamálastjórn- inni síðan árið 1928“, segir Sigurjón. „Fyrst í stað þó aðeins á sumrin. Fyrsta verk mitt hjá Vitamálum var að mála vitann á Gjögri. Annars vann ég þá mest með Benedikt Jónassyni verkfræðingi, en hann annaðist eftir- lit með vitunum og vitaljósunum. Ég hef allt frá fyrstu tíð starfað nær eingöngu við ljósin og ljóskerin, ek við sjálf vitahúsin. Áður en ég réðst hjá Vitunum hafði ég stundað verzi un um skeið, en féll ekki sú atvinna, og einhvern veginn náði Krabbe í mig. Krabbe var mikill ágætismaður og mjög áreiðanlegur. Sumum fannst hann vera nokkuð aðgætinn og íhalds- samur, en í rauninni varð að vera það á þessum árum. Hann var fyrst vitamálastjórinn og gegndi starfinu til ársins 1937, en þá flutti hann Danmerkur og lézt þar ekki mjög mörgum áru.m síðar. Hans fyrsta verk var að koma Reykjanesvitanum upp, sem er elzti vitinn á landinu". Ég spyr Sigurjón um fjölda ís- lenzkra vita og það, hvort vitakerfið nái orðið ekki saman allt í kringum land. „Vitarnir, se.m rikið hefur umsjón með, munu nú vera um 110 samtals. Þar að auki koma svo hafnarvitar og Ijósdufl, sem eru um tuttugu að tölu. Tveir vitar standa á heiðum uppi, á Breiðadalsheiði og Hrafnseyrarheiði vestur á fjörðum. Það munu vera þeir vitar, sem standa lengst frá sjó. Vita- kerfið myndi ná nokkurn veginn saman, ef ljósmagnið væri nóg. En það er margt, sem kernur til greina við að ákvarða ljósmagnið. Það er bæði sjálfur ljósstyrkleikinn, stærð stækkunarglersins, sem er utan við ljósið og hæð vitahússins. Veðurfarið hefur líka sín áhrif, því að í þoku sést ekkert. Og til stendur í náinni framtíð að bæta a. m. k. tveimur 578 T'ÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.