Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 10
SéS inn í eina af hinum geysistcru deildum ríkisrannsóknarlcgreglunnar — rBI, þar sem hundruð manna starfa. „listanum" og lagSi það til hliöar. Þogar sérfræðingur fór yfir bréfið með pensli einni stundu síðar, fram- kallaðist gotneskt letur milli hinna sýnilegu lína, sem aðeins höfðu ver- ið skrifaðar til þess að fela hið eig- inlega efni bréfsins, sem skrifað var með gotneska letrinu. Upplýsingarn. ar sem hin ósýnilega skrift geymdi, voru skrifaðar af Þjóðverja og sögðu til um siglingaleið bandarískra her- skipa og flutningaskipa, sem áttu að fara tii Evrópu, en voru enn ekki lögð úr höfn. Þessar upplýsingar áttu að berast þýzku leyniþjónustunni í gegnum Portúgal, en þangað var bréfið stílað. Þarna var sem sagt um að ræða iíf hundraða hermanna og mörg þúsund lestir verðmæta, sem njósnarinn ætlaði að koma fyrir katt- arnef með því að tilkynna leyniþjón- ustu Þjóðverja um ferðir skipanna. — Bréfið var umsvifalaust sent í hendur FBI og var náttúrlega ekki látið ganga áfram, en nú reið á miklu að gera njósnarann og sendanda bréfsins óvirkan. Hann var stór- hættulegur þjóðinni með starfsemi sinni. Hann varð að finnast. Það var vitað, að hann var í New York — bréfið var að minnsta kosti póstlagt þar. En New York er stórborg, þar bjuggu um þetta leyti 8 milljónir manna, og engar upplýsingar voru fyrir hendi, sem varpað gætu ljósi á, hvar eða hver njósnarinn væri. Bréfið var skrifað á ritvél, sem var frá mjög þekktu fyrirtæki, og voru þessar vélar því pijög útbreidd ar. Það var því Iíkt og að l'eita saum- nálar í heystakk að reyna að grafa upp njósnarann með því að ná til allra þ-eirra, sem keypt höfðu rit- vélar þessarar tegundar. — En sem betur fór komu fleiri bréf frá njósn- aranum, og þeim var safnað saman til þess að reyna að lesa úr þeim einhverjar upplýsingar, sem gætu leitt til þess, að njósnarinn fyndist. Á næsta hálfa mánuði frá því að fyrsta bréfið barst, komu þrjú bréf, sem öll voru póstlögð í New York. Leyni lögregl'umaðurinn, sem hafði stjórn leitarinnar að njósnaranum með höndum, las þau hvað eftir annað yfir og braut heilann um hin smæstu atriði þeirra til þess að finna eit't- ihvað, sem gæti komið honum og mönnum hans á sporið. Það, sem var sýnilegt berum augum í bréfinu, fjallaði alltaf um atburði hins dag- lega lífs í New York. Spurningin var, hvort þetta hjal var uppspuni frá rótum eða hvort njósnarinn sótti þetta efni í sitt eigið líf. Ef hið síð- ara væri tilfellið, hefði hann afhjúp- að sjál'fan sig að vissu marki. Leyni- lögreglumaðurinn skrifaði því allt það niður úr, bréfunum, sem varp- aði einhverjú ljósi á sendandann: Sawkvæmt bréfunum var hann kvæntur. Hann átti hund, sem ný- lega hafði náð heilsu eftir hunda- sýki, hann hafði áhuga á matjurta- görðum og vonaðist til að eignast hænsnahús einhvern tíma. Maðurinn notaði gleraugu, var húsvörður og fór til vinnu á hverjum morgni klukkan 7—8. Þessar upplýsingar virtust í fljótu bragði smáatriði, en ef tilfellið væri, að maðurinn hefði í bréfunum lýst sínu eigin daglega lífi, yrðu þessar litilfjörlegu upplýs- ingar ef til vill nægilegar til þess að unnt væri að hafa hendur í hári hans. Maðurinn var húsvörður, — en það voru til um það bil 100.000 húsverð- ir í New York. Hve margir þeirra voru kvæntir? Hve margir áttu eigiÖ hús? Hve margir notuðu gleraugu og áttu hund, sem einmitt var nýbú- inn að vera sjúkur? — Þetta voru þær spurningar, sem unnt var að leggja til grundvall'ar. Menn FBI tóku nú að kynna sér líf húsvarða New York borgar og strikuðu þá þeirra jafnóðum út, sem ekki gátu komið heim við upplýsing- arnar, sem fengizt höfðu af bréfun- um. Meðan þessu fór fram bárust fleiri bréf frá njósnaranum og i þeim var að finna enn frekari upp- lýsingar um manninn — ef efni bréfs anna hafði þá við einhver rök að styðjast. Maðurinn hafði nú fengið sér ný gler í gleraugun — eftir því sem hann sagði vini sínum í einu bréfanna — hann átti í erfiðleikum með afborgunina af húsi sínu, hafði sjálfur rnálað gluggakarmana ljós- bláa og ræktaði salat í garðinum sin- um. — Hin hugsanlega lýsing á njósnaranum var smám saman að verða fyllri. Hann gat nú ekki lengur verið hver sem var af húsvörðum New York. Fleiri og fleiri leyni- lögreglumenn voru settir til höfuðs honum og smám saman þrengdist hringurinn, en allt of hægt. — Hinn 14. apríl 1342 barst tólfta bréfið frá njósnaranum. Þar skrifaði hann: „Það er mjög heitt. Brumknapparn- ir eru að springa út á trjánum. Vorið minnir mig alltaf á vikuna, sem við eyddum saman á baðströndinni við Estoril Já, auðvitað Estoril. Þetta var hressingarhæli nokkra kíló- metra fyrir utan Lissabon og var þekkt sem samkomustaður þýzkra njósnara! En nú var eftir að vita, hvernig bezt væri að finna út hverj- ir höfðu farið til Bandaríkjanna frá Lissabon síðan vorið 1341, þegar Bandaríkin gerðust stríðsaðili. Það var ekki unnt að þekkja njósnarann af mynd, fingraförum, eða nafni, því að ekkert af þessu var fyrir hcndi. En þá var það rithöndin. Engin vissa var fyrir því, að sá, sem skrifaði ósýnilegu gotnesku skriftina, væri sá hinn sami, sem skrifaði sýnilegu skriftina. En sennilegt var þó, að undirskrift bréfsins „Jack Kennelh“ væri eftir þann, sem skrifaði gotn- esku feluskriftina. Nafnið var náttúr lega falskt, en rithandir bera eigend- um sínum vitni. Allir, sem koma til Bandaríkjanna, verða að gefa skriflega lýsingu á því til tollayfirvaldanna, hvað far- angur þeirra inniheldur. Rithandar- sérfræðingar fengu nú það verkefni, að bera saman undirskriftina „Jack Kenneth“ við frumrit allra slíkra lýsinga síðan 1941. Rithandarsérfræð ingarnir sátu nú frá degi til dags og báru rithandirnar á þessum far- angurslýsingum saman við rithönd- ina, sem var á „Jack Kenneth“. Und- irskriftin hafði verið stækkuð og hékk á veggnum fyrir framan þa. Nú var því þannig farið, að flótta- 586 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.