Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 20
VILLA TORFA í ÓLAFSDAL Anó 1907 var stofnað Búnaðarsam- band Vestfjarða, sem náði yfir Barða- strandarsýslu, ísafjarðarsýslu og Strandasýslu. Mun þar hafa átt mestan hlut að máli Guðjón Guðmundsson ráðunaut- ur, er þá var nýlega kominn frá námi við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn og var ráðtan leiðbein- andi bænda af Búnaðarfélagi íslands Stofnfundur Búnaðarsambandsms mun hafa verið haldinn á ísafirði haustið 1907 Þar hafa mestu áhuga- menn og áhrifamenn héraðsins konúð saman Fyrstu stjórn sambandsms minnir mig að skipuðu séra Sigurður í Vigur, Guðjón alþingismaður Guð- laugsson á Hólmavik og Kjartan Guðmundsson, Hnífsdal. Stjórn sambandsins réði í þjón- ustu sína ungan búfræðikandidat frá Búnaða’-háskólanum í Kaupmanna- höfn, Hannes Jónsson, síðar dýra- læknj Var hann Þingeyingur að ætt Vnr starf hans margþætt. Á fyrsta starfsári búnaðarsam- bandsins var stofnað til gróðrar. stöðvar á tsafirði, og var það eitt af aðalverkefnum ráðunautsins heima fyrir og sjálfsagt ærið starf. Vnnað aðalverkefnið var að ferð- ast ttm sambandssvæðið, tii við- ræðna og leiðbemingar bændum Meðal þeirrar starfsemi var sá þátt- ur fræð=b' .?*• búnaðarnámskeiðín veittu Eitt f-yrsta búnaðarnámskeiðið, er ég man eftir, var haldið í janúar 1909 í unglingaskólanum á Heydalsá í Strandasýslu Var það sótt af bænd- um og bændaefnum úr Strandasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu. Kenn arar á þessu námskeiði voru þeir Hannes ráðunautur og Torfi í Ólafs dal Hannes kom að vestan með ísa- fjarðarpósti. er fór af ísafirði 3. jan úar og varð honum samferða að Bæ í Króksfirði. þaðan fór hann um Tröllatunguheiði í samfylgd með þeim. er sóttu námskeiðið úr Barða strandarsýslu Torfi mun hafa farið af stað að heiman 4. janúar. Lagði hann leið sína um Steinadalsheiðj til Brodda- ness, þar sem hann var . um kyrrt einm dag hjá vini sínum, Sigurði hreppstjóra er var gamall nemandi hans frá fyrstu árum Ólafsdalsskóla Námskeiðið mun hafa byrjað eitt- hvað seinna en ráð var fyrir gert Átti það að standa í tíu daga Torfi var tímabuindinn, þurfti að vera kominn heim fyrir ákveðinn dag Ætla ég, að þar hafi verið um að ræða fund í Verzlunarfélagi Dala- manna, er þá var að gera Iokareikn- ingsskil. Þurfti Torfi þvi að komast heim, áður en námskeiðinu var slitið. Nú voru eliki við hestar á járnum, sem væru færir til erfiðrar ferðar, né traustur og kunnugur maður til fylgdar. Þá bjó í Tröllatungu merkis- bóndinn Jón Jónsson. Hann var með- al þeirra bænda, er notuðu mjög hesta, jafnt á vetrum, sem vor og sumar. Hafði hann því jafnan hesta á skaflajárnum. Þennan umrædda vetur voru reiðhestar hans á járnum og eldi. Var því leitað til hans að lána Torfa í Ólafsdal hesta og fylgd- armann. Jón bóndi brást vel við og lánaði reiðhesta sína, sem voru rösk- ir og nokkuð vanir vetrarferðum. Þá var og vetrarmaður hjá Jóni, Lárus Jakobsson Richter, járnsmiður, síðast búsettur á ísafirði, dugmikili og röskur, nokkuð vanur ferðal'ög- um og þaulkunnugur leiðinni upp Tröllatunguheiði. Dagin-n áður en lagt skyldi suður yfir heiðina fór Torfi í Ólafsdal frá Heydalsá til Hólmavíkur. Mun hann hafa átt erindi við Guðjón Guðlaugs- son kaupfélagsstjóra. Þaðan fór hann svo áfram að Tröllatungu um kvöld- ið. Þar var gist, og skyldi taka dag- inn snemma að morgni. Það, sem af var janúarmánuði, hafði verið norðanátt, með él'jaágöng- um, en aldrei mjög mikilli fannkomu. Var þvi allsæmileg færð, einkum með sjónum. En þar eð frost voru og sterkviðri, var vonazt eftir að rifið hefði af hæðum og hryggjum á heið- inni, og gæti því kunnugur maður fundið þar greiðfæra leið. Að morgni hins umrædda dags var verði þannig farið, að hæglátur vind- ur var af norðri og þoka yfir heið- unum, en ekki mikið kafald að því er virtist Yfir Steingrímsfjörðinn að sjá, bar glampa, sem austanglóra var kallaður, og spáði það ekki góðu. En þótt útlit væri óráðið og góð vist hjá hjónunum í Tröllatungu, var á- hugi og kjarkur hinnar öldnu hetju enm óbilaður, og á heiðina var lagt í drottins nafni. Um klukkan átta að morgni var lagt af stað Var það um hálfbirtu. Frá Tungu og upp að Skeiðisvörðu var talinn klukkutíma lestagangur, en stunda ferð milli bæja. Ferðiin gekk sæmilega um norður- helming heiðarinnar. Þeir fylgdu vörðunum og var þar allgóð færð, þar sem hæst bar og stormurinn hafði sorfið um, en í lautum og lægð- um var ófærð. Mikið af leiðinni gat Torfi notað hestinn sér til hvíldar. Er kom miðleiðis upp að Skeiðisvörðu, fór að dimma af þoku og fjúki, en Torfl í Ólafsdal aldrei varð svo dimmt, að ekki sæist milli varða. Varð þó sums staðar að gæta varúðar, með því að þær voru fenntar áveðurs. Fyrir sunnan Miðheiðarvatnið er hæð, og frá henni hallar suður úr af heiðarbrekkunum. Á hæð þessari var stór varða. Að henni voru þeir félagar komnir um klukkan eitt. Voru þeir þá búnir að vera á ferðinni í fimm stundir. Stönzuðu þeir i skjóli við vörðuna og ræddust við, töldu greiðfærari þann helming leiðarinn- ar, er eftir var, þar sem undanhald var, bæði af storminum og landslagi. En nú var komin iðulaus stórhríð, svo að ekki sást til næstu vöröu. Vegurinn beygði til vinstri hand- ar fyrir endann á Langavatni. Liggur vegurinn með fram því og móbergs- hrygg, sem nefnist Kjölur, og er sú stefna svo til bein niður á heiðar- brekkur og I Bakkadal. En ef stefnan er tekin meira til hægri, þótt ekki sé nema lítið eitt, fer að halla niður í dalaslakkann milli Gautsdals að sunnan og Arn- bötludals að norðan. Þegar þeir lögðu af stað frá vörðunni, hafa þeir haft sömu stefnu, sem að henni norðan frá eftir vindstöðu. Og svo sem mörg- um hættir við, sem eru á ferð í myrkri eða hríð, þegar ekkert er, sem unnt er að rétta sig eft-ir, sveigðu þeir til hægri handar. Sá nú Lárus 596 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.