Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 7
ÞORGEIRSSTAÐIR I LÓNI Guðný Jónsdóttir. Hverra manna var húsfreyjan á Þor geirsstöSum, Guðný Jónsdóttir, sem andaðist veturinn 1787? Þeirri spurningu verður víst aldr- ei svarað svo að til sannfrsðði teljist. Hins vegar eru líkurnar um ætt henn- ar og uppruna það veigamiklar að engin goðgá virðist að vekja athygli á þeim. Árið 1762 býr Jón Árnason í Svín hóluim í Lóni. Hann var sonur Árna Ófeigssonar bónda í Krossalandi og konu hans Hólmfríðar Einarsdóttur. Kona Jóns í Svínhólum var Anna Markúsdóttir frá Brekku. Þau eiga þrjú börn, dóttur tveggja ára og tvo syni yngri. Hjón þessi fluttust búferlum aust- ur í Breiðdal 1765, bjuggu níu ár í Jórvík. Þess er getið í annálum, að árið 1769 dreif niður í Múlasýslum þann svokallaða jólasnjó. Grimmdarhörkur frá nýári, hafís fyrir landi, gáfust upp hey og varð víða fellir.. Vetur- inn nefndur Kollur. Frá áramótum til 1. júní 1770 féllu í Breiðdalshrepp 5 nautgripir, 94 hross og 2530 fjár; en framgeng- inn búpeningur: 96 nautgripir, 69 hross og 680 sauðkindur. Jón Árnason bóndi í Jórvík komst ekki klakklaust yfir Koll, missti 1 nautgríp, 3 hesta og 60 fjár. í fardög- um stóðu uppi á búi hans: 3 naut- gripir-, 2 hestar og 8 kindur. Jón Árnason fluttist frá Jórvík að Randvesstöðum í sömu sveit. Séra Gísli Sigurðsson prestur til Eydala senujr nýja ábúandanum svo- hljóðandi byggingarbréf: „Ærlegum dánumanni Jóni Árna- syni byggi og heimila ég undirskrif- aður undir sitt eigið bú hálfa Eydala kirkjujörð Randvesstaði, sex hundr- uð að dýrletka, næstkomandi fardaga ár, lofi guð, með eftirfylgjandi venju- legum skilmálum: 1. Situr hann þennan sinn leigu- mála að lögum og svari lögskilum fyrir. Rækti hann og forbetri að hús- um, görðum, túni og engjum eftir megni og segi laust í tíma þá við- skilur og svari þá partinum forsvaran lega út. 2. í landskuld tilskil ég mér af vel nefndum Jóni 6 fjórðunguim af hreinu velverkuðu stnjöri, sem hann flytji heim til mín um Michaelismessu leyti. En sé ei smjör til, þá betali landskuld ina, eður svo mikið sem á hana brest ur, í fóðri eftir lögum eður þá öðr- um gildum landaurum. Hann sé og tilþeinktur að taka á mót kúgildi til ábyrgðar og leigu, sem partinum með réttu fylgja ber, nær ég þess óska; ítem að taka af mér fyrstum manna gripi til fóðurs um vetrartíma fyrir fulla ágjöf, ef ég meðþarf og hann hefur heybjörg. 3. Slái hann mér dagslátt í túni mínu, nær ég þess óska; og rói um vertíð á bát mínum, ef ég með þarf. 4. Engum má margnefndur dánu- menn byggja eður leigselja nokkuð af þessum sínum leigumála án míns leyfis eður loforðs. Og sé mér annars hollur og greiðvikinn sem einum Skikkanlegum landseta vel situr og sómir. Þessu til staðfestu eru beggja okk- ar nöfn undirskrifuð að Eydölum þann 30. maí 1774.“ , • Gísli Sigurðsson. Jón Árnason. Á Randvesstöðum var Jón aðeins fardagaárið, „burtreisti" á næsta vori suður í Lón og hefur eftir þvi sem næst verður komizt setzt að í Þórisdal. Börn þeirra hjóna voru þá sjö talsins, þrír synir og dætur fjór- ar. Endalok Jóns Árnasonar urðu þau, að hann drukknaði í Laxá í Lóni; í Ættartölum Steingríms biskups sagð ur bóndi á Þorgeirsstöðum. Sú heimild bendir til þess, að hann fari frá Þórisdal út í Þorgeirs- staði og er það síður en svo tor- tryggilegt, vitað að þar urðu ábúenda skipti laust eftir 1780. Einar Árnason, bróðir Jóns, var eigandi Þorgeirsstaða. Hann flutti bú sitt austur í Krossaland. Ekkert trú- legra en hann leigi bróður sínum jörðina. Svo eru hlekkirnir í orsakakeðj- unni tengdir saman: Eiríkur Guð- mundsson á Þorgeirsstöðum átti dótt ur Jóns Árnasonar og sat þar að búi eftir tengdaföður sinn. Þessi þanikagangur styðst við þau sannindi, að elzta dótttir Jóns og Önnu Markúsdóttur hét einmitt Guð- ný; hún var fermd í Eydalakirkju 1773, fjórtán ára gömul. Fjölskylda Jóns Árnasonar mun tvístrast um líkt leyti og dauða hans bar að höndum. Yngsti sonur hans, IMarkús, var kominn austur fyrir Lónsheiði 1784, fermingarvorið sitt, sextán ára að aldri. Anna Markúsdóttir var húskona á Flugustöðum í Álftafirði haustið 1799; tvö börn hennar vinnuhjú á sama bæ. Þegar Markús hóf búskap, hvarf hún í hornið til hans, sögð „margrnædd ékkja“. Sú umsögn er áreiðanlega eklki skráð út í bláinn. Líklegt er að Anna hafi meðal annars gengið í gegnum þær raunir suður í Lóni að elzti sonúrinn verði á skiptapa 1779 eiginmaðuruui drufcknaði í Laxá, og elzta dóttirin deyi úr bólunni. Guðlaug Gunnsteinsdóttir. Árið 1786. Þá bjuggu á Hofi í Öræfum ung hjón, Páll Pálsson og. Guðlaug Gunn- steinsdóttir. Guðlaug var fædd í Krossbæ í Nesjum. Fað'r hennar bjó þar um skeið, fluttist þaðan að Hofi. Hann var sonur Runólfs bónda í Þykkvabæ í Landbrdti Þorgeirssonar. Aðfaranótt 21. janúar ól Guðlaug húsfreyja á Hofi andvana fóstur. — Þetta ófullburða barn var fyrsta lík- 'ið, sem moldað var þar í sveit á fyrrnefndu ári. Áður en árinu lauk voru þar fleiri í jörð lagðir. Annan dag maímánaðar hófst mann fall í Öræfum „úr grasserandi bólu- sótt“. Lík þeirra fimm, sem fyrstir dóu úr drepsóttinni, voru staursett, síðan öll jarðsungin á sama degi. Sóknarpresturinn, síra Brynjólfur Ólafsson, hafði verið fjarverandi, hélt brúðkaup sitt austur í Eydölum. Fram tíðin kvíðvænleg, þegar hann vók heim með brúði sína. Vorið reyndist líka sálusorgaran- um erilsamt við að gegna skyldustörf um, þjónusta fársjúkt fólk og syngja dauða til moldar. Þar ofan á bætt- Framhald á bls. 597. T í M I N N — SUNNUBAGSBLAÐ 583

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.