Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 4
„Hreppstjóri í Lóni austur<á JÓN prófastur Steingrímsson á Prestsbakka segir frá því í ævisögu sinni, að hann tók sér kapellán, ung- an mann, Sigurð að nafni, son Jóns biskups Teitssonar og Margrétar Finnsdóttur. Hann var systursonur Hannesar biskups í Skálholti. Þetta gerðist haustið 1788. Kom séra Sigurður austur á Síðu rétt eftir vígslu í lok októbermánaðar og var settur „inn í embættið með bæn og blessun eftir lögum“. Samstarf prófastsins og aðstoðar- prestsins gekk vel í fyrstu, en fljót- lega hlupu snurður á þráðinn. Áttu þeir varla skap saiman og ýmis mál urðu að úfum. Telur prófastur kapel- láninn lauslyndan, einnig „hafði hann mjög hissuga geðsmuni, þegar svo vildi til, sérdeilis þá hann var kennd- ur af brennivíni, en þar fyrir utan einn sá dagfarsbezti maður, þá aðrir honum yfirklókari skemmdu ei fyrir honum í því, er svo vildi nú tilfalla". Um vorið varð það að samkoimulagi milli þeirra, að síra Sigurður skyldi hverfa burt þá þegar, þó að ráðning- artími hans væri ekki útrunninn. Gaf prófastur honum góðan vitnisburð og leysti hann út með ofanálag á laun. Um leið bað prófastur Hannes biskup um leyfi til að taka síra Berg, tengda- eon sinn, sér til aðstoðar. Biskup snerist öndver'ður gegn þess mn ráðagerðum. Sendi síra Sigurð ítil baka ofan á séra Jón.. Fylgdi áminningarbréf til prófasts. Telur hann f-rænda sinn eklki löglega frá og komi eikki til greina að ráða ann- an í hans stað. „Ég þekkti einfeldni síra Sigurðar í því að taka í mál við sitt brauð svoleiðis að skilja, en yð- ur gat ég minna vorkennt, að hugsa «ð soddan gangi an. Hef ég því ráð- Ið síra Sigurði að vi.tja sem snarast aftur til sinnar tiltrúuðu hjarðar og bíða með þolinimæði, þar til guði þókn ast kynni að senda hann annars stað- ar“. Birátt leitaði í sama horf um á- (greiningsmálin; segir prófastur að kapelláninn hafi haft marga útbrjóta ur.n kaup og fyrirhöfn. Síra Sigurður sótti enga gæfu aust- ur á Síðu, urðu endalok hans með snöggum og óvæntum ihætti, er hann bafði tæpt ár þjónað í kennimanna- stétt. Segir svo í ævisögu síra Jóns Stein- gríimssionar: „Þa-nn 14. sunnudag eft- ir trinitatís voru sóknarmenn 70 tU sakramentis, hvar af ég skriftaði 40, tveimur fátt i, en hann hinum; pré- dikaði svo þann sama dag, og svo aft- ur þann 18. En þann 19. varð emb- ættisfall af stórregni, sem viðhélzt þá viku, í hverri innféll föstudagur- inn fyrstur í vetri, sem var sá 23. Okto brismánaðar. Var þá enn regn og vötn mikil. Kom þá hingað hospítala- haldarinn og hreppstjórinn, inr. Pét- ur á Hörgslandi, til að fara á hreppa- mótið, sem haldast átti á KJaustrinu. Með honum var og einn bóndi, er Eir-kur hát, er áður hafði verið hrepp- stjóri í Lóni austur. Fór velnefndur prestur með þeim héðan að heiman; var að riða á ánni eitt brot sniðhallt á móti og vestur yfir; féll áin í ál af því vestur við Íandið, ei breiðara en hér um tvær hestlengdir. Riðu þeir á undan brotið, en presturinn á eft- ir þeim, en þeir vissu ei fyrr til en hesturinn var kominn á sund í greind um ál. Hann flaut þar af hestinum og sökk þega-r, svo þeir sáu ebki til FYRRI HLUTI hans, fyrr en þar Ul hann rak upp úr anni langan veg framar, og þá al- deilis örendur. Veit enginn maður til, að nokkrum inanni hafi a borizt eður drukknað í greindri á“. Þessi frásögn eldimiessuprófastsins kallar fram þá spurningu, hver hann var, Lónsmaðurinn, sem fylgdi Pétri hreppstjóra Sveinssyni á hreppa- mótið þennan örlagadag, þegar að- stoðarpresturinn á Prestsbakka drufcknaði í Geirlandsá. „Reglement upplesin við’ Stafafellskirkju. í leitinni að hreppstjórum í Lóni á síðari hluta 18. aldar reyndist tor- velt að finna þann, sem Eiríkur hét- Heimildir þar um næsta fáar, þó nægilegar. Varðveitzt hafa afrit og úrdirættir úr bréfum, sem Jón sýslumaður Helga son í Hoffelli hefur sent hreppstjór- um sínum varðandi póstþjónustutnál, sem kynna þurfti almenningi. í afritum. þessum er fróðleikur um merk nýmæli þeirra tíma. Og þau taka af tvimœli um það, hverjir voru hreppstjórar í Lóni. Hér eru Copíur og extractar úr tilkynningum Jóns sýslumanns: 21ta desember 1782. Hr. amtmaður Stephanisson tilheld- ur að yfir allt í sýslwnni gjörist be- kennt að 2 Forordningar eru inn- komnar póstinnréttingu og pósttaxta hér í landi áhrærandi, af hvörjum hann segir sú fyrri af 13da maí 1776 fylgi næstl. árs alþingisbók, sem þó ekki finnst þar, en hin síðari af 8da lúlí 1779 er í alþingisbófcinni 1780. Og að ég sjái til þess öll magtáliggj- andi bréf, hvort heldur eru embætt- isbréf til Colleigierne, Suppliker til kóngsins, eður magtáliggjandi bréf til landsins yfirvalda, afsendist með póstboðum til næsta sýslumanns á þeim tíma og eftir þeirri ordu, sem sú fyrst nefnda Forordning fyrirskrif ar; samt hafa gát á að öll óreiða við prívat bréfa afsending með póstinum verði hindruð. Því vildi hreppstjór- inn Árni Pálsson þetta Stafafellssókn arfólki kunnugt gjöra“. „12ta júií 1787. Eftir einu hr. s'tiftamtmannsins skrifi til mín af 8da maí síðastl. til- segist yður að upplesa við Stafafells- kirkju hið fyrsta, þá þar er embætt- að, hér innlagt Reglement og síðan það sama uppfesta með fjóruim smá- nögl'uim, sínum í hvörju horni, í for- kirkjunni hvar svo er bjart að hvör einn kann að lesa það, og það skemm ist ekki hvorki af fjúki né votviðri. 17da nóvember 1787. 3. að það er innsfcerpt að enginn má blanda nokkru prívat í eitt Porto eða póstpeningafrítt bréf, og að viðkomendur, þá það sfceðúir, skulu fyrir utan að vera fallnir í bæt- ur eftir þeim 9da Art: í Reskrift- inu af 8da júlí 1779, betala Porto þar af líka sem það heila bréf hefði ver- ið Prívat; svo og að þeir, sem með póstinum fá frá þeim Kónglega kassa Pensioner eða gáfur hafa þar af að svara í Porto. Þetta befur hreppstjórinn Eirikur Guðmundsson hi.ð fyrsta að upplesa við Stafafel'lskirkju sóknarfóilkinu til ef'tirréttingar. 3ja desember 1787. 2. að þau bréf, sem hép frá land- inu sendast með póstjaktinni, eiga á Bessastöðium að innleggjast í einn SIGURJQN JÓNSSQN FRÁ ÞORGEIRSSTÖÐUM 580 TÍMIN N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.