Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 13
Gunnar Leistikov skrifar frá Bandaríkjunum En gegn þessari skýringu virðist mæla sú staðreynd, að ötulustu veiði- mennirnir voru Frakkar í Kanada. En til þessa hefur ekki fundizt ein einasta býkúpa í því landi, sem þó er í næsta nágrenni. Hins vegar verður að varast að draga alltof djúptækar ályktanir af því, hve fáar heimildirnar eru. Bæði í Nýja Englandi og Kaniada eru geysi- stór óbyggð svæði og inni í skóigar- þykknunum geta vel verið hundruð býkúpna, sem k.unna að finnast smám samian eða aldrei. Ekki er heldur hægt að leggja allt of mikið upp úr þeirri undarlegu staðreynd, að aldrei er á býkúpurnar minnzt í skjölum og bókum, sem fjalla um hætti nianna á þessum slóðum fyrir fáeinum öld- um. Það kann að vera freistandi að geta sér þess til, að landnemarnir hiafi vitað til hvers býkúpumar voru og ekki fundizt taka því að nefna jiaiTuliversdagslegar byggingar, en bændur á síðari tímum hafi einfald- lega ekki látið sig neLnu skiipta þess- ar undar'legu jarðhvelfingar, sem þeir fundu á víð og dreif. Það virðist alveg áreiðanlegt, að býkúpurnar eru talsvert gamlar. En annað mál er hítt, HVE gamlar þær eru. Sumir þeirra áhugaforn- fræðinga, sem ég hef rætt við — og aðrir virðast aldrei hafa hugsað um þessi leyndardómsfullu mannvirki í óbyggðunum — eru, þrátt fyrir upp- götvanir Ingstads á Nýfundnalandi, stöðugt þeirrar skoðunar, að Vínland hafi verið á Cape Cod, skaga Nýja Englands, og þeir hafa tilhneigingu til að ætla, að Nýja England sé hið sama og írland hið mikla, sem írskir einsetumenn haf'i búið á, og sagt er um í Landnámu, að liggi vestan(I) Vrnlands. Er hugsanlegt,, að bíkúp- urnar séu þá klefar einsetumann- anna? ★ Aðrir leita lausnarinnar enn lengra aftur í forsögu Ameríku. Sú staðreynd, að ein býkúpnanna er í grennd við North Salem í New Hampshire, þar sem fundizt hafa mannvirki frá nýsteinöld, hefur leitt suma til að telja, að samband sé á milli fornminjanna í New Hampshire og býkúpnanna. Þetta er þó afar djörf ályktun. Það, að tvenns lags minjar finnist á sömu slóðum veitir auðvitað enga heimild til að halda því fram, að þær séu frá sama tíma. Og þótt býkúpurnar séu án efa gaml- ar, miðað við hina ungu sögu byggð- ar hvítra manna í Ameríku, hefur til þessa ekkert það fundizt í sam- bandi við þær, sem gefur minnstu vísbendingu um aldur þeirra. Sér- staklega leyndardómisfullar eru þær þrjár býkúpur, sem fundizt hafa og ekki eru huldar mold e@a sandi. Þær eru uppi á tindinum á Kennedy Kill, rúmlega 530 metra háu felli, skammt frá Acworth í New Hampshire, að- eins fimmtíu kflómetra norðan við Greenfield, Mass. Þessi mannvirki SéS inn í býkúpu" í Massachusettsfylkl I Bandaríkjunum, leyndardómsfulla neðaniarSarhvelfingu, sem enginn veit, hvér byggði eða hvers vegna. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 589

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.