Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 21
brátt, að í óefni var komið, þeir búnir
að tapa vörðunum og vonlítið að
finna þær, þar eð hríðin var svo
dimm, að ekkert sá frá sér o-g allar
vörður snævi huldar. Sagði hann
Torfa, hvernig komið var þeirra hög-
um. Hin aldna hetja sagði, að áfram
skyldi halda, meðan kraftar entust og
engar hindranir yrðu á leiðinni.
Myndi rétt að stefna á Gautsdal. Og
áfram var haldið. Þar, sem svarf af
holtum, var færðin góð, en er dró
tíl lauta, var ófærð mi'kil.
Framan til í Gautsdal er allhátt
klettarið þvert um dalinn, svo að
hverjum, sem fram af því hrapar, er
bani búinn. í því eru þó skörð, sem
leið liggur um, en þau eru vandhitt
Og við þær aðstæður, er nú voru,
náttmyrkur og norðanhrið, var þaS
óhugsandi, nema fyrir hulinn vernd
arkraft.
Áfram var haldið, þótt seint gengi.
Og að því kom, að Lárus þóttist
viss um, að þeir væru komnir niður
í dalinn á svonefndan Bænhúspart,
engjateig sunnan við ána, er rennur
um dalinn. Var nú að gæta þess, ef
auðið væri að finna ána og reyna
að halda sem næst henni. Norðan við
hana eru víða brattir bakkar og
brekkur, en ekki mátti heldur fara
of langt niður með henni að sunnan,
því að þá gátu þeir farið á mis við
bæinn í Gautsdal.
Þegar Lárus hélt þá vera komna
nærri sianni, fóru þeir yfir ána. Var
þar, sem vænta mátti, landslag miklu
ógreiðara yfirferðar. En að siðustu
urðu þeir varir við girðingu. Þóttust
þeir þá vita, að skammt myndi til
bæjar. Að stundu liðinni sjá þeir
ljós glampa í gegnum hríðina. Það
var ljósið í baðstofunn; í Gautsdal
Var knúð dyra, og fljótlega var
lokum hleypt frá. Var hinum fann
börðu og þreyttu gestum veitt hin
bezta aðhlynning og beini, sem og
hestum þeirra. Torfi virtist þreyttur
og nokkuð miður sín, fyrst er hann
kom í bæinn. En þegar hann var kom
inn úr klökugum og fannbörðum
ytrifötum, var hann sem hann átti
að sér í hreyfingum og tali. Og til
hvílu kvað hann sér ekki þörf að
ganga fyrr en venja væri.
í Gautsdal komu þeir klukkan níu
og höfðu því verið þrettán stundir
á ferð, þar af átta frá Miðheiðar-
vörðunni.
Næsta sumar var norðanstormur
með kafaldskófi norður að sjá til
heiðanna og niður dalina, en glugga-
þykkni í háloftið. En nú voru menn
og hestar búnir að jafna sig. Var þvi
farið af stað klukkan ellefu og komið
í Króksfjarðarnes, sem var í áætlun-
inni. Og heim náði Torfi áður en
d:mmdi um kvöldið. Var Gilsfjörður
ísilagður og var hægt að fara undan
Digra-Múla undir Ólafsdalseyrar.
TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
Heima beið hin aldna húsfreyja og
heimafólk, er fagnaði sínum elsku-
lega eiginmanni og húsbónda. Þegar
þessi atburður gerðist, var Torfi í
Ólafsdal 72 ára.
QoSbr, Benedíktsson,
Broddanesi.
^reppsfjóri I Lóní ausfnr
Framhald af bls. 583.
ist, að hann varð að sinna aðkallandi
búsýslu, þvi að eini vinnumaðurinn i
Sandfelli brá sér í aðra vist og fór
til feðra stana.
Páll Pálsson bóndi á Hofi andað-
ist úr faraldrinum 29. dag júnímán-
aðar, 27 ára að aldri. Hann var jarð-
sunginn mánudagtan 3. júlí; þann
sama dag voru 'sjö lík ausin tnoldu
í Öræfum.
í Hofshreppi voru liðlega 140 íbú-
ar, er árið hóf göngu sína. Þegar
plágan er farin hjá, hefur hún heimt
stóran skatt af byggðinni milli hinna
breiðu sanda. Á hálfum þriffja mán-
uði sálaðist þar nær hálfur fjórði
tugur manna. Telst því að fjórði
hver maður hafi í val falliff.
Um þessi ótíðindi orti Þorsteinn
Gissurarson kvæði; fjörutíu erindi:
Sálmur um. nokkra, er dóu úr ból-
unni.
Foreldrar Þorsteins voru Gtasur
Hallsson og 'ngibjörg Sigurðardótt-
ir frá Svtaa í Nesjum, afkomandi
kraftaskáldsiiiö, sem kvað Tyrkja-
svæfu. Bólusumarið bjuggu þau á
Breiðabólsstað í Suðursveit, en flutt
ust á næsta vori að Felli.
Þorsteinn Gissurarson var 18 vetra
fæddur 24. dag marzmánaðar 1768 á
Breiðabólsistaðargerði. Ólst upp hjá
foreldrum sínum. í eldmóðunni lá
hann í þungum veikindum, bar þess
merki alla ævtaa, krepptur á fæli.
Skáldgáfan hefur víst verið arfur
frá hinum orðheita ættföður móður
hans.
Sennilega hefur kvæði piltsins á
Breiðabólsstað verið sungiff í guðs-
þjónustugerð í Öræfasóknum við ára
mótta. Hvað er eðlilegra en að sókn
arpresturtan flytji sameiginlega
minningarræðu um samferðafólkið,
sem horfið er úr hópnutn, og fiestu
var kippt burt á bezta aldri.
Ætla má, að unga ekkjan á Ifofi
Guðlaug Gunnsteinsdóttir, sé meðal
þeirra, sem sátu í Hofskirkju þennan
drottinsdag. Hún drúpir höfði og
hlustar á sönginn, sem ómar í lág-
reistu torfkirkjunni.
Páll Pálsson fékk, prúðum meður
prýði þetta harmaból.
Af andlitsfegurð guðs sig gleður,
Gloría syngur lambs hjá stól.
Hans nú ekkju huggi um stan
í harmahekkjum, Jesús minn,
græði, hressi, gleðji í hörmum
í göngu og sessi beri á örmum.
í stað hins sára saknaðar er kom-
in innri rósemi. Börn 18. aldarinnar
beygðu sig í auðmjúkri undirgefni
undir vald og vilja himnaföðurins. —
Trúarhitinn j brjóstinu sættta við
orðtan hlut.
Safnaðarsöngurinn hækkar, raddtan
ar verða skærar og fagnandi, þegar
kemur í lokaerindið í sálminum hans
Þorstéins Gissurarsonar:
Lofi þig, drottinn, lönd og sjórinn,
lofi þig fiskar, dýr og menn,
lofi þig engia ljúfur k'órinn,
lofi þig tími og eilífðenn.
Lofi þig sál og lífið mitt,
lofi þig mál og annað hitt,
Lofi þig allt hvað lýðir kalía
með lof margfalt um eilífð alia.
Svo hverfur þessi dagur inn i nótt-
ina.. Og út úr nóttinni kemur nýr
dagur.
Eigi verður nú séð, hvernig ein-
stakir viðburðir kvísluðust næstu
mi.sserin, en greindta höfuðálar.
Guðlaug Gunnsteinsdóttir bjó ekki
á Hofi haustið 1787. Vísast hefur hún
ráðizt austur í Lón þá um vorið. Fast
mælum bundið, að þau Eiríkur Guð-
miundsison hreppstjóri á Þorgetasstöð-
um ættu samleið til móts við örlögin.
ÞaS er aiit hægt
Framhald af bls. 579.
urnar i ljóshúsinu efst uppi í vitan-
um. Við urðum að minnka þar alla
glugga, setja í þá aukapósta, td að
koma í veg fyrir þetta. Og þetta er
sjógangurinn einn, sem þarna er að
verki. Þarna finnst hvergi laus stein-
vala, sem hann gæti hafa þeytt upp
í gluggana".
Fyrst Sigurjón er farinn að minm
ast á skemmdir á vitum, spyr ég
hann um annars konar skemmdir,
sem stundum hafa verið unnar á þeim
síðustu árin, skemmdir af manna-
völdum.
„Vitinn á Hólmsbergi hefur orðið
þar fyrir verstri útreið. Hann hefur
hvað eftir annað verið hafður að
skotspæni og brotin í honum öll gler,
og etanig hefur verið brotizt inn í
hann, hurðin hreinlega mölvuð í
sundur. Ljóskeríð hefur þó alltaf
verið látið i friði, en rúðurnar á
sjálfu vitahúsinu standa ekkert við.
Þær voru brotnar nú síðast í vor.
Svipað hefur einnig komið fyrir við
aðra vita, bæði Þorlákshafnarvitann
og Akranesvitann. Á Akranesi urð-
um við að loka vitanum, múra upp í
alla glugga á turninum, og kannski
verður ekki hjá því komizt suður á
Hólmsbergi heldur. Það er einhver
undarleg skemmdarfýsn, sem þarna
er að verki. Þetta er ekki gert til þess
að hagnast á því, — slik innbrot væri
hægt að skilja, — en heldur virðist
597 j