Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 8
FBI AÐ STARFI í byrjun heimsstýrjaldannnar síð- ari voru 20.000 Bandaríkjamenn ráðn- ir í þann starfa að ritskoða bréf og pakka, símskeyti og hlera símtöl. Milljarðar bréfa og símskeyta voru lesin og hlustað var á samtöl í síma allan sólarhringinn. Árangur þessar- ar iðju var stórfenglegur og með þessu móti hafa þúsundir njósnamála verið leyst og njósnarar afhjúpaðir. Þetta gekk ekki sem bezt í fyrstu, því að það var erfitt að kenna rit- skoðurunum hin einu réttu vinnu- brögð. „Snuðrararnir“ fengu sam- vizkubit, þegar þeir áttu að opna bréf og lesa um einkamál fólks. En þetta viðhorf breyttist, þegar Japanir gerðu árás á flotastöð Bandaríkjanna í Pearl Harbor. Þá varð þeim mönn- um, sem störfuðu við þetta, fullijóst, að þeir urðu að geyma þetta „of- næmi“ sitt til betri tima og ganga að þessum hnýsnisverkum eins og hverju öðru starfi, því að mikið reið á, að það yrði vel af hendi leyst. Ritskoðunin hafði í för með sér tvenns konar ávinning á stríðsárun- um: í fyrsta lagi gat hún komið í veg fyrir, að ólöglegar upplýsingar, sem ætlaðar voru óvinaríki, kæmust til skila. í öðru lagi barst oft verð- mæt vitneskja í hendur Bandamönn- um með þessum hætti. Ritskoðendurnir skyldu leggja allt það til hliðar, sem þeim fannst grun- samlegt af einhverjum ástæðum, at- huga síðan, hvort viðtakandi eða sendandi póstsins væri á „lista hinna grunsamlegu“, en stöðugt bættist við þann lista, bæði mannanöfn og nöfn stofnana, sem FBI fannst tortryggi- legar. Á bak við FBI (Federal Bureau ■ ÞESSI maður með myndavél- ■ ina vinnur á vegum FBI. Hann ■ er að taka mynd af þvi, sem ■ skeður í næsta herbergi án H þess að nokkur þar viti. Hann 83 stendur bak við. gler, sem er B venjulegur spegill úr hinu her- H berginu að sjá. Þar geta menn 0 speglað sig grunlausir um það, 0 að bak við spegilinn er mynda- 03 vél, sem fangar hverja hreyf- H ingu þeiria. Þessi aðferð hefur K oft veivð notuð til þess að koma ® upp um starfsemi njósnara. m §9 VORiaiBfifillKII of Investigation) — ríkisrannsóknar- lögregluna — var sérmenntað fólk, sem var reiðubúið að taka við bréf um, pökkum og símskeytum, sen FBI hafði tekið frá, og rannsaka þ til hlítar í samvinnu við FBI. Eins og áður er geuo kom þessi starfsemi Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra að miklu liði á stríðsárunum: Dæmi um það er eftirfarandi: Ritskoðandi hafði tekið frá bréf, þar sem fjallað var um ákveðin atriði á siglingaleið jap anskra verzlunarskipa. Fleiri bréf komu frá sama sendanda, og voru þau einnig tekin frá. Að lokum gátu sérfræðingar teiknað hina ákveðnu leið samkvæmt upplýsingum bréfanna inn á kort. Síðan var bandaríska flotanum á Kyrrahafi gert viðvart Herskip hans sátu fyrir skipunui og sökktu sjö japönskum verzlunar skipum. Símtalahlustandi lagði eyrun orðieu „kín;r n har hlustaði á. Það var um þetta 1 mjög erfitt ao „oss vegna var það svartamarkaðsvara. Hlustanr anum tókst að ná svo miklu af sam tal'inú7 að menn FBI gátu fundið ólöglegar birgðir af kínin og lagt hald á þær. — í annað sinn beindi e ) kennilegt símskeyti athyglinni að litlum óásjálegum vefnaðarvörukaup manni frá Havana, sem varla hefði haft mikið að segja í símskeytum, ef allt hefði verið með eðlilegum hætti. Sérstakir leynilögreglumenn voru settir til hofuðs honum, og þeir komust á snoðir um, að maðurinn tók á móti fé í ýmsum bönkum. Því miður gat hann ekki skýrt frá því, hver sendi peningana. Hann var tek- inn fastur, ákærður, dæmdur fyrir njósnir í þágu Þjóðverja og skotinn. Meðal starfsliðs FBI eru sérfræð- ingar á öllum mögulegum sviðum, — duglegra manna með sérþekkingu á afmöikuðum sviðum er alltaf þörf í starfsemi sem þessari. — í flokki þessara manna er fyrst að telja mála- þýðendur og því næst fólk, sem sér- hæft er í dulmálsþýðingum. Þá koma ýmiss konar lögspekingar, sérfræðing- ar í fjármálum, verzlun og braski, tæknifræðingar, landfræðingar, jarð- fræðingar, efnafræðingar o. ,s. frv. — Það var meira að segja not fyrir frí- merkjasafnara: — Frímerkjasafnari hafði sent frímerkjaúrval til vinar síns og beðið hann að líta á það með þeim orðum, að hugsazt gæti að meðal þeirra væri eitthverí athyglis- vert. — FBI fannst þessi sendmg athygjisverð, þótt af öðrum ástæðum væri, og bað sérfræðing sinn í frí- merkjasöfnun að líta á þau Frímerk- in voru límd á örk, og frímerkjasafn- arinn varð strax tortrygginn, þegar hann sá, hvernig þau voru límd upp, — þau voru nefnilega. límd upp með einkennilega ruglingslegum hætti án tillits til landa, verðmætis eóa ald- urs. Það var ljóst, að hér hlaut að vera um dulmál að ræða, og þegar búið vár að finna dulmálslykilinn var gátan ráðin og unnt var að lesa: „Herskipið Iowa siglir 22. marz“. Frímerkin gáfu einn-g upplýsingar um höfn og ákvörðunarstað. — Þessi frímerkjaörk_er nú á safni, en send- andinn hefur aldrei fundizt! í bréfunum, sem ritskoðuð voru, voru pistlar á haitisku, kreolsku, 53 i TfMINN - SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.