Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 18
stóð konan í dyrunum með rósótt efni í fanginu. Bjössi starði á það. Hann sá ekki betur en að það væri úr silki. „Ég hef ekki annað en þetta handa telpunni“, sagði konan eins og hún bæðist afsökunar. Bjössi stóð upp og rétti henni höndina. „Þakka þér fyrir, heiðursmánneskj an, þakka þér ævinlega fyrir.“ Svo bætti hann drýgindalega við: „Henni er alltaf að fara fram, henni Jóu minni, ég sé mun á henni síðan i haust.“ „Jæja“, sagði konan og dró seiminn, efa blandin, „Gudda er í það minnsta ekki of góð til að sauma úr þessu handa henni.“ Bjössi varð skyndilega gripinn hræðslu. Skyldi henni ekki þykja þetta of fínt handa Jóu? „Ég get ekki tekið þetta svona,“ sagði hann fljótmæltur. „Bíddu við, karlrústin, ég set líklega eitthvað utan um það.“ Bjössi settist aftur. „Jæja, jæja, blessunin, þú gerir eins eins og þér sýnist.“ Hann saug nokkr- am sinnum upp í nefið, eins og hann væri að taka í það tóbak. „Það er aumt að vera orðinn þessi ræfill. Ég held ég reyndi að koma mér á sjóinn, ef hún lægi ekki svona i mér gigtin. Hún er ýmist í mjöðm- inni eða lærinu, að maður tali ekki um fótinn, á þeirri kvöl er enginn stanz.“ „Hún hrekkur líklega ekki mikið til, styrkóveran þín“, sagði konan. „O, það er eftir því, hvernig á það er litið, Gudda litla skaffar okkur svo sem eftir því sem hún getur, alltaf höfum við eitthvað í okkur og því um líkt, en ekkert fram yfir það.“ Konan rétti honum bögg- ulinn. Góðverkinu var lokið í þetta sinn.“ Ég þarf að flýta mér“, sagði hún. „Þú getur litið inn til mín aftur, ef þig sár-vanhagar um eitt- hvað.“ Þegar Bjössi kom út á götuna varð hann hissa. Það var komin grenjandi rigning á þessari stund, sem hann var inni, og án þess að hann yrði þess var. Heima í bragganum gat hann þó fylgzt með veðrinu. Hann reyndi að verja böggulinn fyrir rign- ingunni, efnið gat blotnað. Skyldi Guðbjörg annars vilja sauma kjólinn, einhvern tíma kom að því að telpan færi fratn úr, og þá varð hún að eiga eitthvað til að fara í. Þegar Bjössi kom heim, flýtti hann sér að vefja blautu bréfinu utan af gjöfunum. „Sjáðu, Jóa litla, sjáðu blessunin, hvað hann afi þinn færir þér“, og hann breiddi kjólefnið út yfir óhrein sængurfötin. Jóa starði lengi á það, svo benti hún á rósimar. „Do, do“, sagði hún í spurnartón. „Finndu hvað það er fmjúkt“ sagði afi hennar, og telpan snerti það varlega með fingurgóm- unum. „Þetta er silki“, sagði Bjössi. „Alveg eins og ég færði henni ömmu þinni,“ og hann strauk efninu við rauða og sprungna kinn barnsins. Þá losnaði gleði Jóu úr læðingi. Hún tók að skríkja og hlæja og bældi höfuðið niður í mjúkt silkið. Gamli maðurinn horfi á hana og minning- in um hina telpuna, hana Guddu litlu, skaut upp kollinum. Þeir höfðu selt í Grimsby eða Hull, hann var ekki alveg viss á hvorum staðnum. Þá kéypti hann silkið handa konunni og ofurlitla kápu úr bl’áu flaueli, sem kitlaði hann í fingur- gómana. Hvað hún varð glöð, hún Gudda litla. Þarna hafði hún sofnað með kápuna í fanginu, og um morg- uninn var ekki að tala um annað en fara í hana. Svo þurfti hún að detta og koma inn öll útforug. Ógn og skelfing grét hún þá, vesalingurinn. Bjössi hrökk við, hann hafði gleymt eldinum. „Ja, hérna Jóa litl'a. Ég hefði ekki átt annað eftir en að láta drepast í kabyssunni hjá mér.“ „Abba, abba, do-do“, sagði Jóa og gældi við kjól'efnið. „Ef maður ætti nú kolablað,“ svaraði afi hennar og púaði í eldinn. Síðasta morgunferðin reyndi á þol- rifin í Bjössa. Hann varð að bíða lengi í mjólkurbúðinni, eina bótin var, að Jóu litlu skinninu, leiddist ekki, úr því að hún hafði efnið til að leika sér að. Á heimleiðinni velti hann því fyrir sér, hvar saumavélin konunnar hans sálugu gæti verið. Hana varð hann að finna, ef Guð- björg ætti að sauma kjólinn. Hann ætlaði að nefna það við Guddu litlu, hvort hún vildi ekki leita í stó’-' eldhússkápnum, þar sem hún geymdi dótið sitt. Nokkru áður en Bjössi kom að bragganum, heyrði han nhljóð. Hann fór að leggja við hlustirnar, það var einhver, sem grét. Allt í einu greindi hann orðin: „Abba, abba“ í gegnum storminn. Vald hræðslunnar er mikið. Ýmist verða mennirnir stjarfir, eða þei fara að hlaupa, jafnvel þeir, sem draga þunga hlekki. Bjössi tók 1 fótanna og hljóp. Skjálfandi hratt hann upp hurðinni að bragganum. „Jóa mín, blessunin, hefurðu meitt þig“, kallaði hann. „Abba, abba, do, do“, svaraði telpan og grét. Á samri stundu sá Bjössi Guðbjörgu. Hún stóð inn við rúm Jóu og hélt á kjól- efninu. Og hann skildi það, sem gerzt hafði. Ósjálfrátt lagði hann mjólkurflösk- una varlega frá sér og fór að læðast, eins og dýr, í áttina til dóttur sinnar. Gamalt sæbarið andlitið var dökk- rautt af bræði. „Komdu með það“, sagði hann illilega og fetaði sig nær. Guðbjörg hörfaði óttaslegin undan föður sínum og upp að henginu, eins og hún ætlaði að leita skjóls þar. „Komdu með það“, endurtók BjMssi og var þungt um andardrátt. Þá heyrist fliss bak við hengið. Við hlát- urinn náði Gudda valdi yfir óttan- um. Hún yppti öxlum og sló til höfð- inu. „Ertu orðinn vitlaus, pabbi, að gefa hálfvitanum allt þetta yndislega efni, það er meira en nóg á sjálfa mig“. Það korraði í Bjössa. „Hálf- vitanum, sagðirðu, hálfvitanum". Hann færði sig feti nær og skók kvist óttan stafinn. Guðbjörg sleppti kjól- efninu og bar fyrir sig hendurnar. En Bjössi sló ekki. Skyndilega létti þoku reiðinnar, hann ætlaði ekki að berja hana Guddu litlu, dóttur sína. Bak við hengið stóð maðurinn hlustaði likt og gestur í leikhúsi, sem hvorki sér né skilur það, sem gerist hinum megin við tjaldið. Rödd gamla mannsins vakti engan geig með honum og grátur telpunnar kom honum ekki við. Það rann að- eins saman í hjákátlegan klið fyrir eyrum hans, og hann flissaði í annað sinn. Um leið vissi Björn Þorgeirsson hvem hann átti að berja, hann sté fram á heilbrigðan fótinn og rak hnef- ann af heift í tjaldið. Það sviptist niður og maðurinn varð sýnilegur, þar serm hann féll spriklandi á gólf- ið. Höggið hafði lent á bringspölun- urn. Jóa hætti að gráta og hlustaði undrandi á soghljóð mannsins. En þegar móðir hennar tók til að æpa, grét hún aftur á ný. Bjössi tók upp kjólefnið, dustaði það vandlega og haltraði yfir að rúmi Jóu. „Vertu ekki að gráta þetta, blessunin, afi þinn er hjá þér, og hérna færðu fallega silkið", og hann breiddi það í annað sinn út yfir sæng- ina. „Abba, abba, do-do“, sagði Jóa og benti á rósirnar. Inni í eldhúsinu stóð Gudda yfir gestinum. „God gracious", hrópaði hún hvað eftir annað, mitt á milli uppgerðar og alvöru. Svo kraup hún niður, smeygði handleggnum undir höfuð mannsins og þrýsti því að brjóstinu. „Jimmy, my boy, Jimmy honey“, hvíslaði hún gælulega. Mað- urinn tók viðbragð og hratt henni frá sér, konubrjóst eru ekki eftir- sóknarverð þeim, sem eiga bágt með að ná andanum. Eftir að tjaldið féll, gat Bjössi gamli séð allt, sem gerðist í eldhús- inu, en hann leit aldrei upp frá Jóu. Þegar hurðinni var skellt,. þá vissi hann með sjálfum sér, að gesturinn var farinn. Hann hafði verið ótrúlega fljótur að koma sér á burt, enda ekki lent í öðrum eins lífsháska um dag- ana og ætlaði ekki að hætta á neift frekar vegna kvenmanns. f eldhúsinu stóð Guðbjörg og hlust- aði á vonir sínar deyja í skóhljóði hermannsins. Það fjarlægðist hratt og hvarf skyndilega í storminum. 594 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.