Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 9
hindustani, blindskrift, portu-jap-
önsku (portúgalskir prestar ráku trú-
boð í Japan á 16. öld) og papiamento,
sem er sambland hollenzku, spönsku,
portúgölsku og ensku. Einn af sér-
fræðingum stofnunarinnar á styrjald-
arárunum var próíessor. Hann hafði
níu tungumál fullkomlega á valdi
sínu, þar á meðal sanskrít, og gat
þýtt af 95 tungumálum.
Um ein milljón bréfa voru opnuð
á hverjum degi, lesin og lokað aftur
með ritskoðunarstimpli. Flugpóstur-
inn mátti ekki tefjast lengur en einn
sólarhring, önnur bréf í mesta lagi
tvo sólarhringa. Það mátti ekki lama
allar löglegar og nauðsynlegar póst-
samgöngur. Það voru aðeins hin grun-
samlegu bréf, sem lágu eftir lengur
og komust jafnvel aldrei til skila. —
Hins vegar var algerlega bannað að
hreyfa við pósti milli ríkisstjórna
Bandamanna. Látið var nægja í þeim
tilfellum, að rannsaka umslögin mjög
nákvæmlega. Það kom nefnilega í
ljós mjög fljótlega, að stríðsandstæð-
ingar Bandamanna voru furðu skjót-
ir að komast upp á lag með að búa
til fölsk umslög. Mótleikur Banda-
manna við þessu var náttúrlega sá
að reyna að framleiða umslög, sem
l'íktust í einu og öllu þeim, sem áður
höfðu verið notuð, en voru samt þann-
ig úr garði gerð, að unnt var með
einfaldri prófun að ganga úr skugga
um, hvort þau voru svikin.
Svo sem áður var getið, voru allir
grunsamlegir menn og stofnanir
settir á „lista hinna grunsamlegu“.
í stríðslok voru á þessum lista um
100.000 nöfn. Allur póstur til þess-
ara aðila var rannsakaður vandlega
öll stríðsárin, ef ekki var búið að
taka sendanda eða móttakanda fast-
an áður.
Dulmálsskeyti eða ósýnileg skrift
var það, sem mestum örðugleikum
olli. Grunsamleg bréf af þvi tagi voru
FBI
vandlega athuguð og þá kom margt
til greina, svo sem einkennilegt orða-
lag, tölur eða tákn, sem notuð voru
mð óvenjulegum hætti, blettir, vætu-
merki, krot eða rispur. Ef bréf þótti
grunsamlegt, eftir að það hafði verið
lesið í gegn, var það umsvifalaust
sent til „tækniþjónustunnar", það er
að segja, rannsóknarstofunnar í
Washington, sem var afskekkt bygg-
ing — án glugga. Aðgang að þessari
rannsóknarstofu höfðu aðeins tíu sér-
fræðingar. Þar var bréfið „skrælt"
með penslum, difið í sérstakan vökva,
sem gat framkallað allar mögulegar
gerðir af „ósýnilegu bleki“. Þar að
auki voru bréfin gegnumlýst með
„infrarauðum“ geislum.
Mörg þúsund dulmála og tölutákn-
mála voru afhjúpuð með þessum
hætti. Fimm þúsund þessara bréfa
voru svo athyglisverð, að leyniþjón-
ustan setti þau í safn sitt. — Sím-
skeytin voru dálítið sér á báti: Það
var oft erfitt að skera úr um, hvort
simskeyti var eins sakleysislegt og
það leit út fyrir að vera, eða hvort
það geymdi eitthvað ólöglegt á bak
við sakleysisútlitið. Dæmi um þetta
er skeyti, sem hermaður sendi til
blómasala: „Sendið ungfrú N.N. orki-
deur fyrir tuttugu krónur. Ritskoð-
unin brást nú við eins og alltaf var
gert, þegar grunsemdir vöknuðu. Hún
breytti orðalaginu svolítið, svo að
meiningin ein var eftir, — sem sagt:
Sendið ungfrú N.N. blóm fyrir
tuttugu krónur. Síðan var skeytið
sent til viðtakanda í þessu formi, því
að hafi orðið orkideur átt að þýða
eitthvað, var séð við þeim leka með
því að setja bara orðið blóm i stað-
inn.
f öðru símskeyti stóðu þessi orð:
„Pabbi hefur farizt“. Ritskoðunin
breytti þessu sakleysislega símskeyti
í — Pabbi er dáinn, en tveim tímum
siðar barst þetta svarskeyti: „Dó
jaabbi eða fórst hann“. Þegar þetta
skeyti barst, voru bæði sendandi og
viðtakandi settir á „Iistann“, og
þetta síðasta skeyti var kyrrsett.
Dæmigerð frásögn um það, hvað
ritskoðunin afrekaði á stríðsárunum
er eftirfarandi: 20. febrúar árið 1942
var ritskoðandi að fara í gegnuir
póst frá Bandarikjunum til Portúgal
Hann uppgötvaði, að meðal bréfanns
var eitt til viðtakanda, sem var é
m
MIDDLE (OF) DECEMBER AIRPLANE PARTS AND MA-
CHINERY FROM DOUGLAS AND LOCKHEED IN NEW
ORLEANS AND GALVESTON ARE TO BE SHIPPED FOR
CASABLANCA AND RA8AT.THE NAMED FIRMSINTEND
TO BUILD THERE ONE ASSEMBLY PLANT EACH IN
ORDER TO TAKE UP LATER TOTAL' PRODUCTION
BY MAKING USE OF AFRICA’S RAW MATERIALS. THE
SHIPMENT WILL TAKE PLACE ON FORMER DELTA
LINERS. THREE HUNDRED TECHNICIANS OF EACH
FIRM ARE GOING ALONG. THE SHIPS WILL BE AT-
TACHED TO CONVOY. TECHNICAL VANGUARD HAS
ALREADY DEPARTED BY WAY OF PAN-AMERICAN
AIRLINES. (I) REPEAT THE NAMES: NEW ORLEANS,
GALVESTON, DOUGLAS, LOCKHEED, CASABLANCA,
RABAT.
AlWVANt fAOT', A»0 MA
CMtNTAT fM'JM OCKfjíAf, AMU IN Nl«-
C«fc»A»T> ANC> GAI AW to •* 1MWIO fÖU
cava*ian:a anþaahat *»k n»mu?«»pm*tntínp
«t» «AMI» 0*41 AVUMJilV AANI lACM »N
<X«>IR TO JA»t «>P «ATt«i IOJAI MUMftfCllOM
- tt MArDtCr lAt or AMA'AS RAW lAAUACAiV TMt
VMiPMtNT *ii« ?A»l tXACI CN t'OOMlC OtttA
lubll MUND»>ÍC> ttCiNJi'ilANV Of tACM
fíHM A»í OCAN& AvONO TNt S*HP'. VUl tí AT
TO TltMffCAí VAMftyARÞ MAt
AltiADT OdAti* pv VAT O* AAN AMUKAH I
Alftl.NlS W HtKtt TMX TIAMIV NIV OthtAHS.
C-AfcV^iIf^t. <KrtX>lAT cOtVMltO C AVAJl AWCA
Hér er eitt dæmi um þa3# hvernig njósnarar koma upplýsingum sínum til skila.
Litli svarti bíetvurinn neðst á myndinni er filma, sem falin var undtr steini á
hring. Ofan við hana eru þrjár stækkanir. Á þeirri efstu er auðvelt að Iesa upp-
lýsingarnar, sem áttu að komast í hendur Þióðverja. Þær fialla um mjög mikil-
vægar vöruskipaferðlr.
T t.; M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
585