Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Side 3
vitum við, á Norðfjarðarhorni og Gjögurtá. Nú eru nær allir vitar steyptir upp og málaðir krómgulir, en sá litur sést bezt að. Gömlu vitarnir voru hins vegar yfirleitt gerðir úr stálgrindum. Grindavitamir eru mjög fáir eftir, en þó nokkrir. Meðal þeirra er Gjög- urvitinri og vitinn, sem fyrir nokkr- um árum var fluttur norðan frá Rifs- tanga að Skaftárósi. Og fyrir þrem- ur árum var byggður nýr viti af þeirri gerð. Járngrindavitarnir hafa þótt endast illa, og seltan hefur leik- ið þá marga grátt, en það stafar um leið af ónógu viðhaldi. Þetta eru góð- ir vitar, en þurfa mikið viðhald. Ljósaútbúnaðurinn hefur hins vegar ekki breytzt að sama skapi, og í sumum vitum eru enn sömu ljósker- in og voru sett í þá í öndverðu fyrir mörgum áratugum, t. d. í vitunum í Flatey á Breiðafirði og í Bjarnarey út af Vopnafirði. Ljósin eru tvenns konar, annaðhvort blikkljós, sem gjósa upp með vissu millibili, eða snúningsljós, sem loga stöðugt og snúast í hring, en utan við þau eru spjöld og litgler, sem marka geisl- ann. í öllum stærri vitunum eru snún- ingsljós, því að þau hafa meira ljós- magn. Ljósatækin eru langflest sænsk, AGA-ljós, og hafa verið frá fyrstu tíð. Á stríðsárunum var flutt hingað dálítið af enskum tækjum, en þau reyndust ekkj vel, og eru nú ekki eftir nema í tveimur vitum. Fiestir vitanna ganga fyrir gasi, en þó eru þeir orðnir allmargir, sem knúnir eru raforku, til dæmis aUir vitar á Suðurnesjum og yfirleitt þar, sem hægt er að tengja þá við rafveitu- kerfi. Líka er til, að sérstakar raf- magnsvélar séu hafðar í sambandi við vitana. Rafmagnsvitarnir hafa miklu meira ljósmagn en gasvitarnir, en gasið er samt miklu öruggara eldsneyti og ailir hafa þessir vitar gasútbúnað tii vara. Rafmagnið er einnig miklu dýrara en gasið, sem er afar ódýrt eldsneyti. Nokkuð er misjafnt, hve miklu vit- armr brenna. Það fer eftir stærð þeirra og ljósmagm, og því hvort um blikkljós eða snúningsljós er að ræða. Yfirleitt fara vitarnir með frá 8 til 18,20 gashyikj á ári. Dyrhólavitinn, sem er mjög stór, fer með um 40 hylki. Vitarnir eru birgðir upp einu sinm á ári Á eyðistöðvum, þar sem ekki er stöðug gæzla við vitana, eru öll hylkin tengd við í einu, svo að af öllum eyðist jafnt, en annars stað- ar, þar sem fastir vitaverðir eru, eru hylkin auðvitað tengd við eftir hend- inm Annars er föst gæzla við flesta vitana, nema þá, sem standa á skerj- um. Þeir eru allir mannlausir". Talið beinist að ýmsum stöðum, sem vitar hafa verið reistir á. Sumir þeirra hafa verið erfiðir viðureignar T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ en þó hafa framkvæmdir alltaf tekizt þar, sem reynt hefur verið Og slys hafa aldrei orðið nein teljandi í sam- bandi við vitabýggingar. Ég nefni Geirfuglasker við Vestmannaeyjar, en þar var fyrir nokkrum árum sett upp ljósmerki, eins konar „hálfviti“ Hins vegar varð sá galli á, að ljósið ber ekki nógu hátt, svo að horn af eynni skyggir á geislann. Ég spyr Sigurjón, hvort nokkuð hafi verið gert til að vinna bót á þessu. „Nei, þetta er alveg eins og það var. Það, sem átt hefði að gera þarna á skerinu, var að byggja þar fullkom- inn vita strax, steypa þar upp stóran vita. Það hefði að sjálfsögðu verið erfitt verk, en þó vel framkvæman- legt. Það er allt hægt. Á Þridröng- unum hefur verið settur upp viti, og því skyldi það þá ekki vera hægt á Geirfuglaskeri líka. Lika hefur verið talað um að setja upp vita austur á Hvalbak, en það verður þó varla gert í næstu framtíð. En vissulega væri hægt að byggja þar vita. Væri farið út í það verk, gæti það tekið mörg sumur, því að allt yrði að vinnast frá bátum, og þar er ekki hægt að athafna sig, hvenær sem er. En það myndi hafast af áður en lyki. Er- lendis reisa menn oft stórbyggingar á blindskerjum. En hvort sem að þessu kemur einhvern tíma eða ekki, hefur hitt verið ákveðið að setja upp radarmerki á Hvalbaknum og eins í Kolbeinsey. Það eru trektlaga spjöld, sem geta tekið við radargeislum og varpað þeim aftur. Aðstaðan er víða erfið, og í suma vitana getur verið erfitt að komast. Verst held ég sé með lendingu við Ketilflesjuna austur af Djúpavogi. Við það sker getur verið haugabrjm og ólendandi, þótt sjór sé sléttur lengra úti Straumarnir við skerið gera þetta að verki. Ketilflesjan er ellefu metra há, og vítirin, sem stend. ur á skerinu, er tólf metra hár, en samt hefur það komið fyrír hvað eft- ír annað að brimið hafi brotið rúð- Framhald á bls. 597. Einn hinna fjölmörqu vita, sem lýsa upp strendur landsins. (Ljósm.: Páil Jónsson). 579

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.