Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 16
Smásaga eftir Líney Jóhannesdóttur IÍARLRÚST • Morgunskíman féll inn á gólfið, litt snauð og köld — eins og hinn ný- runni dagur væri haldinn megnu óyndi. Dálítil stúlka, mállaus að heita mátti og vesöl á annan hátt, lá vak- andi í rúminu sínu. Hún kallaði stöðugt í afa: „Abba, abba.“ Björn gamli Þorgeirsson losaði of- urlítið svefninn, hann umlaði eins og hann kenndi til, það var fótur- inn. Þó allur skrokkurinn svæfi, vakti kvölin stöðugt í honum. Stúlkubarnið herti á köllunum: „Abba, abba“. „Já, já“, drafaði í afa hennar, nær svefni en vöku. Sá, sem fer í land eftir hálfrar aldar strit á sjónum, er þreyttur og í landi má hann sofa. En barnið lét sig ekki, og afi hennar reis upp við dogg. „Jæja, Jóa litla, þú ert þá vöknuð. Ja hérna, stráið mitt, það er að birta sé ég,“ og hann leit upp á óhreinar smárúðurnar. Um leið og gamli maðurinn vakn- aði til fulls, gagntók morgungleðin Jóu litlu, hún fór að skríkja og velta sér og endurtók í sífellu: „Abba, abba“. „Já, já, heillin, ég er að koma mér fram úr“. Bjössi stundi meðan Ihann klæddi sig og strau.k annað slagið yfir mjöðmina. Svo þarna ætlaði hún að halda sig í dag, ó- lukku déskotans meinið, undarlegt hvað hún gat hlaupið til í honum. Hann beygði sig eftir stafnum og það brakaði í gólffjölunum undan þunga líkamans. Síðan Bjössi lenti í vírnum hérna um árið komst hann ekkert staflaust. „Vu, vu“ sagði Jóa og þóttist súpa með vörunum. „Já, þú skalt fá eitt- hvað, blessunin. Nú fer ég að hita í okkur.“ Á leiðinni í eldhúsið flækti Bjössi enn einu sinni fótinn í heng- inu. Hann bölvaði úrillur. Undarlegt uppátæki í henni Guddu að setja þetta hengi þvert yfir braggann, þeim veitti þó ekki af ylnum frá kabyssunni, honum og Jóu. Eldhúsið var svefnstaður Guð- bjargar, honum vildi hún gefa ofur- litla friðhelgi þó ekki væri með öðru móti en þessu hengi. Jóa kallaði stöðugt í afa sinn, og hann svaraði henni jafnharðan, hún þurfti að fylgjast með því, sem gerðist frammi hjá honum. „Hvurs- lags er þetta, eldspýturnar búnar.“ Bjössi rótaði í skápunum og fann annan stokk. „Öilu þarf hún að troða í sk;yúnn hún móðir þín, Jóa Htla, hún ætti þó að vita, að þar er bölv- aður slaginn hvað mestur.“ Bjössa gekk ilia að kveikja og sá eftir hverjum haus, sem molnaði af eldspýtunum. Loksins logaði á olíu- ! Gamli maðurinn bjó í bragga með dóttur sinni og dótturdóttur. - Allt líf hans snérist um dótturdótturina. Rödd hennar var það íyrsta, sem . hann heyrði þegar hann vaknaði, og hún var það síðasta, sem hann hugði að, áður en hann sofnaði. - En dag einn barði ógæfan að dyrum í líki einnar vínfiösku. kveikjunni, en þegar hann ætlaði að bera eid að stónni, var allt útbrunn- ið í henni. Honum var litið á rúm Guðbjargar. Hann var efins í hvort hún hefði nokkuð háttað. Einhvern tíma í nótt hlaut hún þó að hafa brennt fyrir honum spýtunum og það líklega seint, úr því hann varð henn- ar ekki var. Sá tími var löngu liðinn að Bjössi vissi um ferðir dóttur sinnar, reynd- ar hafði hann aldrei um þær vitað, en þegar hann var skriðinn í koj- una til sjós og hélt sér vakandi ein- hverja stund, hafði hann séð hana fyrir sér. Ýmist lá hún sofandi á koddanum uppgefin eftir leik dags- ins, eða hún rölti í skólann, og hann veitti henni samfylgd í huganum. Eftir að Jóa og afi hennar höfðu svolgrað í sig kaffið, fór hann að búa sig til ferðar. Jóa fylgdist með hverri hreyfingu hans, tortryggin og þögul, „Fyrst þarf ég að ná okkur í spýt- ur, svo ætla ég í búðina að kaupa, á eftir fer ég til konunnar hans Stjána“. Jóa gerði skeifu á munninn. „Hún hefir lofað að útvega mér jakka og kannski eitthvað á fæturna Hka. Manstu ekki eftir, að einu sinni gaf hún þér brúðu? Hver veit nema hún víki einhverju að þér núna, Jóa litla.“ Og rödd Bjössa fékk undir- hreim af gleði. . En sljó augu Jóu urðu aðeins dap- urlegri, og það fór að heyrast í henni hljóð líkt og snökkt-. „Ég skal flýta mér,“ sagði Bjössi, „ég skal lofa því að flýta mér.“ Hann margseildist með stafnum undir rúmið sitt og dró loksins und- an því poka, honum stakk hann í handarkrikann og staulaðist út. Snökthl'jóðin heyrðust nokkra stund í gegnum lokaðar dyrnar. Bjössi hlustaði og beið þar til þau hættu. Það var ekki langt að fara að ganga á rekann. Bragginn hans Björns Þorgeirssonar stóð ekki stein- snar frá sjónum, allur vandinn fyrir draghaltan mann var að komast nið- ur malarkambinn. Það voru ekki aðr- ir en hann um það að hirða spýtur núna, svo að hann þurfti ekki að flýta sér nema vegna Jóu. — Fyrst þegar Bjössi flutti í braggahverfið, sá ekki út yfir breiðuna af þessari lágreistu húsaþyrpingu. Á morgnana veltist urmulla f krökkum út um hverjar dyr. Þá var stundum lítið að hafa í eldinn, strákarnir tíndu hverja fjöl í kofa utan um dúfur. Skyndi- l'ega var tekið til að rífa braggana, og það áður en heitið gæti, að þeir l'ækju, fólkið með börnin hvarf, en í staðinn risu upp hús með allavega lit þök og annað fólk flutti í þau. m T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.