Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 19
Hún bæröi varirnar og hvíslaði í sí- fellu: „Jimmy, my boy“. Allt í einu var eins og gripið væri í hana aftan frá. Jóa litla, sem nú hafði gleymt sorgum sínum, rak upp hvellan skelli- hlátur. Eit't sinn, þegar gleði æskunnar stóð sem hæst, varð Gudda litla að nema staðar. Allt frá fyrstu hreyf- ingu lífsins og til fæðingar þess, beið hún alein og hrelld. — Á eftir fannst henni, að sér hefði verið tekin gröf, hljóð og dimm — og þá lagði hún á flótta. Hvernig, sem hún hrakt- ist, eignaðist hún sífellt nýjar- von- ir, en glataði þeim jafnharðan. Við hlátur Jóu fannst henni, að nú yrði hún nauðug eða viljug að ganga ofan í gröfina. Hún hljóp fram, þreif káp- una sína af snaganum og gætti þess að líta ekki inn til föður síns og dótt- ur. Bjössi heyrði, að hurðinni var skellt í annað sinn. Hann leit upp og stundi ofurlítið: Déskotans ekki sen gigtin, nú ætlaði hún alveg að drepa hann. Hvurn fjandann vildi Gudda líka vera að koma rétt á cneð- an hann fór út í mjólkurbúðina? Hún var ekki vön því á þessum tíma. Jæja, jæja, það var búið, sem búið var. „Eg held, að við ættum að kokka eitthvað ofan í okkur, Jóa litla“. Það var dautt í kabyssunni. Um leið og Bjössi rétti út hendina eftir stokkn- um, sá hann flöskuna. Hún stóð þarna á .bekknum, sneisafull, rétt nýdreg- inn úr henni tappinn. Jóa kallaði til hans. .„Já, já, heillin, ég kem“, svar- aði hann annars hugar. Meðan hann kveikti upp, gaut hann augunum til flöskunnar. Skrýtið, að hún Gudda litla skyldi vera orðin gefin fyrir þetta. Eldamennska Bjössa var elcki upp á marga fiska, en Jóa var ánægð. Eftir að þau höfðu narzlað í sig, fleygði hann sér upp í rúmið, þreytt- ur og uppgefinn. Hann seildist eftir jakkanum af Stjána og breiddi hann yfir brjóstið á sér, ef hann skyldi blunda. Erfiðast var að koma veika fætinum fyrir. Bjössi rumdi og stundi og fékk engan frið. Loksins lagði hann fótinn upp á stokkinn og rétt á eftir tók hann til að púa, hægt og reglulega. Jóa litla strauk kjólefnið og hjalaði við rósirnar. Regnið hafði stytt upp, og ljós dagsins varð ofurlítið bjartara. Hún hallaði sér á koddann og reyndi að horfa út, en sá ekki annað af himn- inum en gráa tígla gegnum rúðurn- ar. Þá dró hún silkið upp að háls- inum og sofnaði við mýkt þess. Stundu síðar hrökk Bjössi upp. Allt var hljótt í bragganum, gnauð stormsins við bárujárnið heyrðist ekki lengur. Gamli maðurinn færði sig varlega fram úr og hélt niðri í sér stununum, það var í honum hrollur eftir svefn- inn. Skyldi hann hafa dreymt þessa flösku? Hann læddist fram og varað- ist að stafurinn kæmi hart niður. Onei, þarna grillti í hana á bekknum, mikið déskotans ögn langaði hann að dreypa í þetta, hann gat ekki látið það bögglast fyrir brjósúnu á sér, hver ætti hana. Fyrsti sopinn yljað: honum eins og hann hefði lagt kola- blað í kabyssuna. Það var ekkert var- ið í að súpa á þessu þarna við bekk- inn úr því að veðrið hafði batnað svona. Hann greip flöskuna og stakk henni í vasann. Áður en hann fór, gætti hann aftur að Jóu. Hann horfði um stund á sofandi andlit telpunn- ar. Ekki nema það þó, að kaila hana hálfvita. Bjössi fór ekki lengra en út fyrir dyrnar. Þungur hafsnjður- inn sefaði löngun hans til félags við aðra en flöskuna. Hérna á steininura ætlaði hann að sitja og dreypa í og hlusta. Brátt svall drykkurinn í blóði gamla sjómannsins. Hamur þranta og vesaldar féll af honum, og svikull styrkur þandi hverja taug, eins og æskan sjálf væri komin til hans á ný. Enn einu sinni fannst honum hafið kalla til sin og hann hóf upp raustina til ^vars: „Hafaldan háa, hvað vilt þú mér? Berðu bátinn smáa á brjósti þér. Meðan út á mávamiðin ég fer“. Söngurinn var djúpur og þróttmik- ill eins' og honum væri ætlað að lægja sjálfa úthafsölduna. Deginum haltaði. Inni í bragganum lá Jóa litla og hlustaði á söng afa síns í rökkrinu. Hún bærði ekki á sér. Afi hennar sat fyrir utan eins og vættur, á meðan gat ekkert grand- að henni. Bjössi var kominn langt niður í flöskuna og orðinn klökkur í söngn- um, þegar sterkuim bílljósum var beint að honum. Hvurslags er þetta, komið myrkur án þess að hann tæki eftir því. Bílhurð var opnuð og hann heyrði skvaldur og hávaða. Svo var henni skellt aftur og hann sá ein- hverja veru í geisla ljóssins. „Ert það þú, pabbi?“ sagði rödd, sem hann þekkti. „Ja, héma, Gudda litla, ertu komin aftur, blessunin". Hann reyndi að tala skýrt: „Eg var orðinn hræddur um, að þú hefðir reiðzt". Guðbjörg svaraði ekki strax, svo kom hún alveg að honum. „Eg sé, að þú hefur fundið flöskuna", sagði hún án allrar þykkju. „Ja, hérna, Gudda litla, það var ekkert að finna. Hún stóð á bekknum. Eg er svo sem ekki búinn úr henni. Ja, si, sei, nei“. „Hérna, pabbi“, sagði Guðbjörg og rétti honum nokkra seðla. „Eg get ekki komið heim í bráðina. Þú verður að gæta vel að þeim, settu þá í vasann meðan ég sé til“. „Guðlaun, Gudda litla“, sagði Bjössi, og tróð pcningunum niður í vasann. „Nú getum við keypt okkur kolapoka. En þú kemur aftur, er það ekki?“ „Jú, einhvern tíma“, svaraði Guðbjörg. „Æi, blessuð láttu ekki svona, þú getur hengt drusluna aÞ- ur fyrir, ef það er vegna þess“. Bíll- inn rak upp gaul. Gudda sneri sér hratt við og gekk aftur inn í Ijósgeisl ann. „Bíddu svolítið“, kallaði faðir hennar. „Nei“, var svarað.. „Mundu eftir peningunum, þú mátt ekki týna þeim“. Meðan Gudda ók í loftinu í gegn- um svart hraunið, sat Bjössi gamli á steininum og drakk. Hann reyndi ofurlítið til við sönginn aftur, en náði ekki laginu. Fáein ljósker köst- uðu frá sér löngum gulum rákurn og það grillti í dökkan hafflötinn milli þeirra. Bjössi stóð á fætur, styrkurinn var horfinn og hann ætlaði að koma sér inn. Þá mundi hann eftir skelinni, sem hann hafði gleymt um morgun- inn. Hann sneri við og staulaðist rið- andi fram á kambinn. Kvikuröndin skar sig úr í myrkrinu. Ætli hann gæti ekki fundið þessa hvítu skel? Bjössi þreifaði varlega fyrir sér af gömlum vana. En stormurinn hafði rekið þangið ofar. Gamli sjómaður- inn steig í safamikil blöðin og missti fótanna. Morguninn eftir fundu mennirnir með hvítu og rauðu prikin Bjössa. Hann lá neðan undir kambinum og sneri andlitinu niður í þangið. Flask- an hafði brolnað í vasa hans og seðl- arnir hennar Guddu' lágu i glerbrot- unum, annað fundu þeir ekki í jakk- anum hans Stjána. Meðan beðið var eftir lögreglunni dreif fólk að og safnaðist saman í hóp uppi á kamb- inum. Einstaka fóru alla leið niður í fjöruna og gengu umhverfis dauða manninn. Sumir þekktu hann í sjón, aðrir vildu aðeins sjá hann sem bezt. Kona frá einu af nýju húsunum bætt- ist í hópinn, hún yfirgaf hann þó strax aftur og hljóp áleiðis til bragg- ans, enginn annar en hún hafði tekið eftir ómi af hljóðum, sem þaðan bárust. Grátur lífsins vekur ekki sömu forvitni og _dauðinn. „Honum varð ekki mikið hald í jakkanum, karlrústinni“, tautaði hún á leiðinni upp eftir. Leiðrétting í SÍÐASTA tölublaði féllu niður tvö höfundanöfn með greinunum „Ketils- staðir á Völlum“ og „Langir eru morgnar í MÖðrudal". Fyrri greinin er eftir Halldór Stefánsson en hin síðari eftir Bjarna Halldórsson. Hlut- aðeigendur eru beðnir vedvirðingar á þessum mistökum. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 595

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.