Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 12
teinninn viS Ölkeldufjall. Sumir telja konumyndina á honum vera ekki ósvipaSa ýmsum steinaldarmyndum frá MiSjarSarhafslöndum. Munninn var ekki nema armslengd fullorðins manns á hæð og breidd. Hann takmarkaðist á báðar hliðar af hlöðnu stórgrýti, og yfir hann var logð hella. Vildu menn hsétta sér inn fyrir, urðu þeir að láta sig síga miður, þvi að svo var langt til gólfs, að munninn var í axlarhæð, þegar niður var komið. Þarna var komið í hjálmhvelfingu, gerða úr höggnum steinum, listilega samanbundnum. Þeir mynduðu býkúpulagað hús, sem var nógu stórt til þess að einn eða tveir menn gætu legið á gólfinu. Húsið var byggt á sandjörð, og sandurinn, sem mokað iwfði verið út, var síöan notaður til að hylja bygginguna, svo að utan sást ekki annað en munninn, og hann var hæglega hægt að byrgja með greinum og spreki. Gl'uggagöt voru engin. Þessar „býkúpur", eins og þær eru kallaðar þarna hafa fundizt allmarg- ar í sex fylkjum Nýja-Englands, Connecticui;, Massachusetts, Rhode Island, Vermont, Ne^ Hampshire og Maine. Nær því helmingur þeirra hefur fundizt í grennd við Green- field í norðvesturhluta Massachusetts, skammt sunnan við landamæri Ver- montfylkis. En enginn veit, hver hef- ur gert þessi mannvirki eða til hvers þau eru ætluð. ★ Fólk í nagrenninu hefur á taktein- um margar skýringar, en engin þeirra virðist fullnægjandi. „Þetta er ekki annað en root cell- ar“, segja sumir. Root cedlar er steinhús, sem bænd- ur notuðu áður fyrr til geymslu á kartöflum, gulrófum og öðrum jarð- ávöxtum. En flestir „rótarkjallararn- ir“ eru allt öðru vísi. Þeir eru allir á lengdina, og auðvelt að komast inn í þá. Dyrnar eru á jafnsléttu og nokk ur þrep liggja niður í húsið. Það virðist ekki liggja sérlega beint við að byggja jarðhús í býkúpumynd, sem þar að auki hefur dyrnar svo hátt uppi, að eigandinn verður að stökkva niður á kartöflurnar, þegar hann þarf að sækja sér í pottinn. Kartöflurnar batna ekki við það. Önnur skýring er sú, að býkúpurn- ar hafi verið varnarbyrgi, þar sem landnemarnir hafi leitað skjóls, þeg- ar Indíánar voru í hernaði. í sjálfu sér er vel hugsanlegt, að býkúpa geti verið til varnar. En land- nemarnir, sem ekki þekktu takmark- anir barneigna, áttu stórar fjölskyld- ur, allt of stórar til þss að rúm væri fyrir þær í einni býkúpu. Og það er með öllu óhugsandi, að foreldrarnir hafi farið í örugg fylgsni, en gefið börnin á vald kenjum Indíánanna. Annað atriði, sem virðist afsanna báðar þessar skýringar, er það, að býkúpurnar eru helzt á afskekktum stöðum, langt frá mannabústöðum. Sú býkúpa, sem lýst er hér að fram- an, er t. d. fremst í nesi, sem gekk út í vatn, sem síðustu öidina hefur að mestu verið þornað upp í mýrar- fláka. Önnur býkúpa er í hlíð, skammt frá vegi, sem lagður var löngu síðar, og greinilegt er, að byggingar hafa aldrei verið nær þeim stað en í margra mílna fjarlægð. Skýring, sem virðist aðgengilegri er sú, að einhverjir hinna fyrstu landnema hafi byggt býkúpurnar, sem geymslur fyrir loðskinn, en eft- ir þeim sóttust þeir mjög. í skógun- um var mikið af alls konar loðdýrum, og Ioðfeldaverzlun var einn helzti at.vinnuvegur landnemanna 588 TÍMIN N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.