Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 14
 Rennusteinninn, sem fekinn var til notkunar viS bruggun eplavíns. heíur a. m. k. ekki verið unut að nota sem birgðageymslur, ti'i varnar gegn Indíánum eða til að varðveita loðfeldi. Kúpurnar eru fremst á fjallabrún í óbyggðum, þar sem hit- inn fer sjaldan yfir frostmiark níu mánuði- ársins. Hverjir geta hafa byggt þessar býkúpur og í hvaða til- gangi? Það veit enginn. Hið eina, sem virðist öruggt, er, að Indíánar hafa ekki byiggt þær. Indíánar i þess- um hluta álfunnar kunnu ekki að byggja úr steini, og menning þeirra þarfnaðist heldur ekki steinhýsa. Auk þess bjuggu þeir í dölum niðri. taldrei á fjallatindum. En það er margt leyndardómsfullt í Nýja Englandi. í ei-nni helgarferð um svæði, sem náði ekki nema 35 km. frá Greenfield, var okkur auk tveggja býkúpna sýndar hvorki meira né minna en þrennar dularfullar fornminjar, sem enginn hefur fundið ful'lnaðarskýringar á- Fyrst í röðinni var hið svo kal.laða Indian Fort, sem þó að sjálfsögðu er hvorki komið frá Indíánum né neitt vígi (fort). Það getur heldur ekki hafa verið virki til varnar gegn Indíánum. „Vígið“ er ekki annað en nálægt fi.mmtíu metra langur vegg- ur úr slétthöggnu stórgrýti Veggur- inn er mjög vandlega hlaðinn, greini- lega gerður af manni, sem kunni til verka. En veggurinn er eins og út í bláinn mitt inni í þykkum skógi Hann er mannhæðarhár, þ. e. helm- ingf hærri en veggir þeir, sem áður voru oft hlaðnir á þessum slóðum á landamerkjum og umhverfis kirkju- garða. En til hvers hefur svona mik- ill veggur verið hlaðinn langt inni í skógi, þar sem hvorki er hús né nokkrar minjar um bústaði í nágrenn- inu? Á ýmsum stöðum rétt hjá hefur steinum sömu tegundar verið safnað saman í dálitlar hrúgur, og það get- ur bent til þess, að veggurinn hafi verið hugsaður sem liður i byggingu, sem aldrei var lokið við. En með öllu er hulið, hver hafi unnið verkið og hvers vegna. ★ Annar feyndardómurinn er lág- mynd af frumstæðri mannveru, greinilega konu, sitjandi á hækjum sinum, meitluð inn í sléttan granít- stein, sem er nálægt þvi emn metri á hæð. Myndin er talin minna á viss- an hátt á sumar þeirra mörgu kven- mynda, sem fundizt hafa frá nýstein- öld Miðjarðarhafslanda,- og utan um myndina er klukkulagaður hringur, sem leiðir hugann að hinu klukku- lagaða „fórnarborði“ úr granít, sem grafið hefur verið upp í North Salem. Steinninn fannst fyrir um það bil þrjátíu árum, og gerði það bóndi, sem plægði sér kartöfluakur skammt frá brún hæðar, sem kölluð er Öl- keldufjall (Mineral Montain). Hins vegar er eitt atriði við steininn, sem sker úr um það, að hann getur ekki hafa legið lengi í jörð. Það eru bók- stafirnir J.E., sem eru höggnir vinstra megin á hann. Nú þurfa þessír bókstafir ekki að þýða neitt á stað, sem þessum Þeir GETA að sjálfsögðu verið upphafs- stafir listamannsins, þótt myndin sé sízt af öllu í neinum þeim högg- myndastíl, sem nokkurn tíma hefur verið í tízku í þessu.-n landshluta. Það er réttmætara að gera ráð fyrir því, að bókstafirnir eigi ekkert skylt við höfund myndarinnar. í klöpp- unum allt í kring er nefnilega allt útkrotað með upphafsstöfum, nöfn- um og ártölum frá 1848 og áfram. Þetta stendur í sambandi við það, að á 19. öld var þarna heilsuhæli, sem brann til grunna rétt fyrir alda- mót. Sjúklingarnir, sem Ieituðu lækn- inga við öllum hugsanlegum hrelling- um, allt frá blindu og giigt að geð- Framhald á bls. 598. 590 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.