Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 17
Bjössi hafði alltaf verið ánægður yfir, að hans braggi stóð dálítið út af fyrir sig. — En nú voru þeir farnir að ææla alla leið niður undir fjöru Hann hafði ímugust á þessum rauðu og hvítu prikum. Einn daginn voru þeir hérna hjá honum Þórði gamla. fyrir ofan hann, rétt á eftir komu þeir að rífa hjá honum, hvað sem karlinn sagði; ja, það var annað en gaman að láta þá rífa ofan af sér Bjössi átti ekki von á, að þeir út hlutuðu neinu Ul að flytja í, — ekki ætlaði það að ganga svo vel fyrir honum og Guddu litlu að fá inm hérna um árið eftir að hann iá i meiðslunum og ekki borguðu þeir fótinn, þótt þeir segðu á spítalanum. að hann ætti að fá hann borgaðan — En það var ekkert unnið við það fyrir Björn Þorgeirsson að gera sér rellu út af lífinu. Hann fór að klöngrast niður mal- arkambinn, þreifaði fyrir sér með stafnum og rak hann í hálfrotnaðar lirúgur. Neðstar í fjörunni gætti hann sin að stíga ekki í nýrekið, safamikið þangið. Stór kúskel lá ofarlega i sandinum, hún var hvít og falleg hana ætlaði hann að færa Jóu. Milli hnultunganna var brakið skorðað. Fjalir og sjóþvegnir viðar bútar hurfu í pokann hjá Bjössa Hann valdi það smæsta, svo að hann þyrfti sem mmnst að brjóta. Loksins þegar pokinn var úttroðinn, rétti hann úr sér og hvarflaði augunum til hans. „Hann er að hvessa“, muldr aði hann og br-mhljóðið vakti trega í sál gamla sjómannsins. Svo snaraði hann pokanum yfir öxlina og fikraði sig upp kambinn áleiðis heim td Jóu. Gm leið og hann opnaði hurðina kallaði telpan: „Abba, abba“ og tók til að skríkja af kæti. „Nú kem ég“ kallaói hann á móti „og með fullan poka. Þetta er nú bærilegt elds neyti handa okkur.“ Hann slengdi niður pokanum vrð rúmið hennar, en mundi um leið, að hann hafði gte; mt skelinni. Jóa rétti fram hendurnar. „Já, já, bléssunin, líttu í pokann, það ér reyndar dálítið blautt í honum, sjór- inn bieytir í öllu og mér líka.“ Hann hristi sig, og það ýrðust af honum fáeinir dropar. Þeir hrutu upp í rúm.ð, Jóa hló og reyndi að grípa þa. Þegar eldurmn logaði í stónni, fór Bjössi út í annað sinn. Jóa snökti bak við lokaðar dyrnar, og afi henn- ar beið þess að hún jafnaði sig. Á meðsHi réði hann það við sig, hvort hann ætti fyrst að fara út í búðina ea þá til konunnar hans Stjána. Hún hafi sagt honum að koma tímanlega, þótt það væri svo sem eng.n skemmt un og því um líkt að bíða eftir mjólk innan um krakka og kerlingar, þá tcaus hann með sjaitum se^ ao taiv þangað fyrst. Bjössi taldi aurana úr vasa sínum. Guðbjörg hafði skilíð þá eftir á bekknum, hún gerði það oft, hún Gudda litla. Þeir voru ekki fyrir öðru en mjólkmni, ekki gat hann keypt ögn af neinu upp í Jóu. Hún yrði glöð hún Jóa, ef konan hans Stjána viki emhverju að henni skelfing yrði hún glöð. Hann gat ekki verið að setja það fyrir sig, þó að konan segði karlrústin við hann öðru hverju orði Bjössi stakk aur- unum í buxnavasann og haltraöi í átt ína til nýju húsanna. Konan hans Stjana lauk sjáif upp fyrir honum. Bjössi heilsaði henni alúðlega. „Þú ert svei mér ekki að fl'ýta þér, karlrústm", sagði hún „Ég er á le*ðinni út.“ Þó bauð hún hon- um inn, og gekk á undan upp þrepin. Bjössi staulaðist á eftir, öll þ ep voru honum erfið, hvort sem þau lágu upp eða niður í móti í eldhúsinu var dautui amui Bjössi mundi eftir, að í hvert skipti, sem hann kom heim af sjónum, hafði nann lundio svona *lm. Það vai með- an konan hans lifði, löngu áður en hann flutti í braggann Hann hrökk við; það skrjaiaði 1 bréfi frammi á ganginum „Vantaði þig ekki líka eitthvað á fæturna?“, kallaði konan til hans „Júu“. svaraði Bjössi, lítil'látur Konan ýtti op nni eldhúshurðinm með oinboganum. „Sjáðu", sagði hún, „herna færðu skö, sem ég trúi ekki öðru en séu mátulegir Héfria er jakki aí honum Stjána. Þér ætti að verða eitthvað hald í honum, út úr þessum górmum geturðu "slitið hvundags, skilurðu" Bjössi margþakkaði fyrir s;g og hafði ekki orð á þvi, að hann klæddi sig ekki lengur upp á. Skyldi hún ekki koma með neitt annað, hugsaði hann og fyrirvarð sig. Líklega tæki hún það illa upp, ef hann rétt segði si svona, að telpan ætti svo sem ekkert til að fara í — Þá brá konan sér aftur fram. Bjössi fékk hjartslátt Hann heyrði ekki betur en að ein- hvers staðar væn d eg.n fram skúffa. Svo leið ofurlítil stund. Allt í einu T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 593

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.