Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 2
GUÐLAUGÚR JÓNSSON SKRIFAR UM
Fjárbaðið mikla
Hin almenna sauðfjárbööun til útrým-
ingar fjárkláða, sem hér fór fram um
land allt veturinn 1905—6, var algjör
nýlunda, og mun mörgum bóndanum
hafa sýnzt svo um sinn, að henni
myndi fyl'gja allþungar búsifjar, bæði
í tilkostnaði og fyrirhöfn, enda ó-
umflýjanlegt, að svo yrði. En að
lúkum munu fáir hafa litið svo á,
að þeim tilkostnaði og fyrirhöfn
tefði verið á glæ kastað. Fjárkláðinn
hafði löngum valdið bændum áhyggj-
um og tjóni og vildu því flestir fegn-
ir no'kkuð á sig leggia til þess að
fá þeim vágesti vísað á bug í eitt
skipti fyrir öll. Eldri mönnum voru
enn í fersku minni íjárkláðamálin
frá næstliðinni öld, þar með niður-
skurður fjárins að valdboði, umstang
og iliindi, sem af því leiddi, og svo
að lokum næstum því örbirgð sumra
þeirra, er áður töldust bjargálna-
menn og þar yfir. En samt heyrðist
það á sumum þeirra, er álitu allt í
l'agi hjá sér með fjárþrifin, að minna
hefði nú mátt gagn gera en böðun á
hverri einustu kind á öllu landinu.
En öll þess háttar óánægja og nöld-
ur hvarf með öllu um leið og menn
höfðu áttað sig á því til fulls, hvað
böðunin hafði fært þeim í aðra hönd.
Mönnum duldist það ekki til lengdar,
að eftir böðunina þreifst fénaðurinn
betur en áður við sama viðurgerning,
einnig hjá þeim, sem fyrir böðunina
töldu sig ekki hafa yfir neinu að
kvarta varðandi fjárþrifin. Skepn-
urnar voru sýnilega sælli en áður að
öðru jöfnu, skiluðu meiri og bétri
ull o.s.frv. Og þó að reynslan því mið-
ur sýndi, að með þessum aðgerðum
hafði ekki tekizt að útrýma fjárkláð-
anum þegar í fyrstu lotu, þá fundu
menn samt, að með þessu hafði ver-
ið stefnt í alveg rétta átt og afleið-
ingin varð sú, að hver sæmilegur
bóndi tók að líta á árlega sauðfjár-
böðun sem alveg sjálfsagðan hlut.
Þannig var það í mínu byggðarlagi,
og l'íklega hefur orSið sama sagan
að því leyti í öðrum byggðarlögum.
Allsherjarböðunin var gerð að til-
hlutun hins opinbera, sem kunnugt
er, samkvæmt lögum nr. 41, 1903 og
reglugerð nr. 123, 1903. Var mikið
um hana rætt manna á meðal meðan
hún var í undirbúningi og var það
sízt að undra um svo stórbrotið ný-
mæli, og ekki var alveg laust við
no'kkurn kvíða hjá sumum fyrir vænt-
anlegri fyrirhöfn og kostnaði af
þessu.
Á meðal undirbúningsráðstafana
hins opinbera í þessu efni var sú, að
útnefna og skipa baðstjóra, einn eða
fleiri í hverri sveit eða hreppi, til
þess að stjórna framkvæmd verks-
ins eftir settum reglum. Sérstakir
erindrekar voru sendir út um allt
land til þess að búa baðstjórana und-
ir starfið. Baðstjóraefnin voru kvödd
til fundar við erindrekana eins víða
og þurfa þótti, og þeim veittar nauð-
synlegar leiðbeiningar og fyrirmæli
um starfið. Mig minnir, að sá maður,
sem fór með þennan erindrekstur í
mínu byggðarlagi, væri Albert bóndi
Kristjánsson á Páfastöðum í Skaga-
firði. Tveir baðstjórar voru skipaðir
í mínum hrepp, og annaðhvort var
hreppnum skipt á milii þeirra eða
þeir gerðu það sjálfir.
Það mun hafa verið nálægt ára-
mótunum, að flutt voru á heimili
mitt áhöld þau, er nota skyldi við
böðunina og þar átti böðunin að
hefjast í þeim hluta hreppsins. Á-
höid þessi voru flutt til okkar úr
næsta hreppi að lokinni böðun þar.
Áhöidin voru þrjú talsins: Tvö bað-
kör úr tré, mismunandi að stærð og
lögun, og stóreflis pottur úr eir eða
öðru álíka ryðlausu efni. Stærra kar-
ið var ferkantað og samanfellt sem
kassi, en hið minna var sporlagað,
byggt upp af stöfum eins og tunna_
og járnbent. Samkvæmt áðurnefndri'
reglugerð var stærra karið 27 x 36
þumlungar í botninn, dál'ítið víkk-
andi upp, og 20 þumlungar á hæð.
Var það nógu stórt til þess að tvær
kindur gátu legið í því í einu í baði.
Minna karið var samkvæmt reglugerð
26 x 35 þumlungar í botninn og fór
nokkuð víkkandi upp, eins og hitt,
602
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ