Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 3
jog var jafnhátt því. Það var með
hanka á báðum endum og líktist helzt
stórum þvottabala. Það var gert til
þess, að láta kindurnar standa í eftir
baðið jafn lengi og þær næstu á
eftir lágu í baðinu, en það var 10
mínútur. Á þeim tíma hafði hripað
svo mikið af baðleginum úr ullinni,
að gert var ráð fyrir að eftir væri
sem svaraði tveimur pottum í ull
hverrar kindar að meðaltali, og var
baðlögumin að vöxtum miðuð við
þá eyðslu.. Svo var fyrir mælt, að
fjáreigendur s'kyldu bera kosthaðinn
af baðkörunum, en pottarnir gjald-
ast af álmannafé.
Af þessum þremur ílátum vakti
potturinn mesta athygli, því annar
slíkur hafði ekki sézt fyrr, að minnsta
kosti ekki út um sveitir. Þetta var
flatbotna dallur, allur jafnvíður, en
lítið eitt sporöskjulagaður, sem kall-
að var. Tvær höldur voru á honum
við barminn, hvor gegnt annarri.
Kúmtak pottsins mun hafa verið allt
að 250 pottum, og einhver sagði mér
að hann mundi vega 70—80 pund,
sem ekki var mikið samanborið við
stærðina, enda var potturinn ekki
efnismikill. Það er mér minnisstætt,
að væri slegið í pottinn tóman, þá
kvað við í honum þungur ómur líkt
og í stórri trumbu. en þó talsvert
hvellari.
Fyrsta verkið var að koma pott
inum fyrir til baðsuðunnar. Víða
voru útihús til þess höfð, en á mín-
um bæ var eldhúsið til þess valið.
Það var eldhús í göml'um stíl með
hlóðabekk af grjóti hlaðinn um þver-
an gafl hússins og þar í tvennar
hlóðir. Engar vanalegar hlóðir gátu
nægt fyrir þennan heljarpott, svo
þær varð að færa út, og að því búnu
var potturinn settur upp og skorðað-
ur. Þá hófst næst vatnsburður úr
brunninum og helzt svo látlaust unz
orðið var nógu hátt í pottinum. Efn-
ið, sem notað var í baðlöginn auk
vatnsins, var svokallað baðtóbak, þ
e. blöð af tóbaiksjurt, og hafði því áð-
ur verið dreift heim á bæina í hlut
falli við fjáreignina á hverjum stað
Þessi blöð voru stórgerð, móbrún á
litinn, samanundin í knippi eða vendi
og flutt í pokum (strigapckum).
Hlutfallið í baðleginum skyldi vera
eitt pund af tóbaki móti 10 pottum
af vatni, skyldi svo allt saman hitB
upp í suðu og sjóða í tvo klukku
tíma. Kyndingin undix hinum mikle
potti var mikið verk og útheimb mik
inn eldivið, og næstum þvi hvergi
var öðru til að tjalda í þvi efni en
mó eða. sauðataði eða hvoru tveggja
í þá daga varð hvert heimili að uns
við þann eldiviðarforða vetrarlangt,
sem aflazt hafði sucnarið á undan, og
hjá flestum var hann ekki meiri en
sem svaraði brýnustu þörfum, og
líklega tæplega það hjá sumum. Eldi-
viðareyðslan við baðsuðuna var því
hjá mörgum einn tilfinnanlegasti
þátturinn í þessari framkvæmd, ei.nk-
um á fjármörgum heimilum, þar senT
varð að sjóða marga potta. Á mínu
heimili varð að sjóða þrisvar sinnum,
en potturinn þurfti ekki að vera al-
veg fullur í þriðja skiptið. Þetta kost-
aði vænan eldiviðarhlaða, sem nægt
mundi hafa í nokkrar vikur til vana-
legrar heimilisnotkunar. Kyndingin
undir pottinum hófst um miðjan
dag, en ékki fór að sjóða fyrr en
komið var fram á kvöld. Þegar hinn
fyrirskipaði suðutími var á enda, var
potturinn tæmdur í önnur ílát og
undirbúningur hafinn að næstu suðu.
Var þannig haldið áfram hvíldarlaust
unz baðlögurinn var orðinn svo mik-
ill, sem þurfa þótti. Baðlögurinn full-
gerður var dökkur á litinn og lagði
af honum sterkan tóbaksilm, það var
slæmt að fá hann í augun, en slíkt
kom oft fyrir þá, sem unnu að böð-
uninni. Kæmi það fyrir, að baðlögur
yrði afgangs að böðun lokinni, þá
var honurn ekki hellt niður, heldur
var hann fluttur tii næsta bæjar o.r
notaður þar.
Að suðu lokinni voru tóbaksblöðin
orðin samanfallin, lin og slepjuleg,
|þau voru síuð frá, undið úr þeim
eins og hægt var og síðan var þeim
fleygt, enda til einsiks nýt framar.
Hjá okkur hófst böðunin kl.. 6 að
morgni, og til athafnanna var valið
eindyra fjárhús, sem rúmaði 50 fjár.
í eindyra fjárhúsi hagaði svo til, sem
kunnugir vita, að jötugarðinn náði
ekki eftir allri lengd hússins, svo að
milli enda hans og húsdyranna var
bil, sem svaraði ríflega til króar-
breiddar húsins. Þetta bil var í mínu
byggðarlagi kallað „forgarði“. Bað-
körin voru sett niður i forgarðanum
þannig, að böðunarkarið var látið
standa þvert um húsið, og minna kar
ið, sem nefnt var „Sigkar“, var sett
þvert við enda hins. Kindur, sem
teknar voru til böðunar, voru hafðar
í þeirri húskrónni, sem vissi að böð
unarkarinu, og að baðinu loknu var
þeim sleppt inn í hina króna. Síðan
voru þær færðar milli húsa eftir því
sem þörf krafði.
ex menn urðu að vera við
körin alveg frávikalaust: fjórir við
baðkarið og tveir við siglcarið. Bað-
stjórinn og annar rnaður héldu höfð
um þeirra tveggja kinda, sem lagðar
voru í baðig í senn og aðrir tveir voru
sinn :til hvorrar hliðar á karinu og
héldu fótum kindanna. Var hlutur
þeirra allt annað en góður, því kind
urnar börðust um, og þeir urðu ann-
aðhvort að standa hálfbognir að starfi
eða liggja á hnjánum. En í kringum
körin gerðist óþrifalegt þegar fram
i sótti. Ég heyrði þessi getið, að ein-
hverjir hefðu haft þann háttinn á, að
binda bindurnar í baðinu svokölluðu
sauðabandi, en það mun hafa verið
þannig, að allir fæturnir voru bundn-
ir saman. En það vinnulag mun að-
eins hafa verið viðhaft vegna skorts
á starfsliði, sem vitanlega gat átt sér
stað, en annars hjálpuðu heimilin
hvert öðru eftir fremstu getu. Þeir
tveir, sem héldu höfðum kindanna,
höfðu sæmilega aðstöðu til þess að
sitja við sitt verk, sem aðallega var
í því fólgið, að hafa stöðuga gát á
því að baðlögurinn bærist ekki ofan
í skepnurnar, og að dýfa höfðum
þeirra að minnsta kosti þrisvar sinn.
um á kaf í baðlöginn, þó þannig, að
loka með hendinni fyrir munn þeirra
óg nasir. Eftir 10 mínútna legu í bað-
inu voru kindurnar látnar standa
upp og síðan var þeim lyft yfir í sig-
karið. Leginum, sem safnaðist í sig-
karið, var skilað jafnóðum yfir í bað-
karið, var sigkarinu þá lyft upp og
hellt á milli, og við það handarvik
komu til nota hankarnir á sigkarinu,
sem fyrr getur. f reglugerð var svo
fyrirmælt, að ekki væri skyldugt, að
halda kindunum í baðinu nema 7 mín-
útur ef þær hefðu engin útbrot á
líkamanum. En 10 mínútna reglan
var eigi að síður talin öruggari, og
henni mun hafa verið fylgt almennt
í mínu byggð'arlagi, þótt hvorki væri
um kláða né útbrot að ræða Væri
um kláða að ræða, kom ekki til
greina skemmri baðtími en 10 mín-
útur. Og. þar sem svo var ástatt,
skyldi endurtaka böðun með nokkru
millibili eins oft og þyrfti þar til
lækningu væri að fullu lokið. Það var
á valdi baðstjórans, að kveða á um
þetta.
Að sjálfsögðu fór allt verkið fram
samkvæmt fyrirmælum baðstjórans
og undir hans eftirliti. Hann valdi úr
hópnum þann mann, er hann ásamt
sjálfum sér treysti bezt til þess að
halda höfðum kindanna í baðinu, sem
var sérstakt trúnaðarstarf. Hann
hengdi upp vasaklukku sína sér við
hlið og gætti tímans. Þegar hann
vildi dýfa höfðum kindanna í baðið
þá sagði hann ,,dýfa“, og er hann
fann tíma til þess kominn, sagði
hann „kreista“, en það merkti, að
mennirnir við sigkarið áttu að vinda
neðan úr Lagðinum á kindunum til
þess að sem allra minnst af baðleg-
inum færi til ónýtis. Þegar hinn
ákveðni baðtimi var á enda, sagði
baðstjórinn hátt og í skipunartón:
„niður og upp“. en það merkti, að
mennirnir, sem héldu fótum kind-
anna, áttu að venda þeim niður og
síðan styðja kindurnar á fætur Var
þetta jafnan gert tafarlaust, og síðan
var kindunum snarað yfir í sigkarið.
Þannig gekk þetta koll af kolli unz
öllu verkinu var lokið.
Af þeirri lýsingu. sem nú hefur
verið gefin, má það ljóst vera, að hér
var ekki höndum kastað til verkanna.
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
603