Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 8
Fyrir mörgum áratugum sagði fað-
ir minn mér þessa sögu. En hann
hafði heyrt hana hjá suðurjózkum
bónda, fjörgömlum, þegar hann var
gestur á búgarði hans, snemma á sein-
asta fjórðungi nítjándu aldar.
Gamli Jótinn sagði svo frá:
„Þegar ég var lítill, kom fyrir at-
vik, sem mér hefur aldrei síðan liðið
úr minni. Ég mun hafa verið 10 eða
11 ára, þegar nokkrir fomvinir föður
míns komu heim á búgarðimn til okk-
ar. Þeir höfðu víst ekki hitzt í mörg
ár, og faðir minn tók á móti þeim
með allri þeirri rausn og höfðing-
skap. seim józkum stórbónda er sæmi-
legastur. Um kvöldið sátu þeir allir
inni í bókastofu föður míns, reyktu
digra, dökka vindia og drukku heitt
púns. Um leið og farið var að bera
fram púnsið, sagði móðir mín mér
að fara að hátta. Mér var þetta ákaf-
lega nauðugt. Gestimir höfðu víða
farið og kunnu frá mörgu að segja.
Þótt ég væri ungur að árum, þá vissi
ég svo mikið um mannlífið, að ein-
mitt núna myndi von á mergjuðustu
frásögnunum — þegar búið var að
slökkva á stóra stofulampanum og
ekki önnur birta en af kertunum í
silfurljósastikunni á borðinu og flökt-
andi bjarmi, sem lagði um herbergið
al eldinum á arninum, þar sem log-
aði glatt í stórum, digrum furulurk-
um
Ég var vanur að hlýða skilyrðis-
laust. því að foreldrar mínir höfðu
húsaga, þótt þau annars sýndu mér
jiiiKio á uiki — elzta synmum. Ég
tóð því upp, bauð kurteislega góðar
■ætur og gekk tregum, silalegum
skrefum út úr bókastofunni .— inn í
viðhafnarstofuna og ætlaði þaðan fram
í anddyrið að stiganum upp á loft-
jö, þar sem systkini mín sváfu. For-
eldrar mínir og gestirnir virtus't hafa
gleyrnt mér um leið og ég gekk út um
dyrnar milli þykkra, efnismikilla flos-
tjalda-, sem þar héngu fyrir. Ég gekk
enn þá hægar, eftir að ég var kom-
nr nn í við'hafnarstofuna. Þar var
enginn, því að þjónustufólkið hafði
iokíð verkum pg sat allt í sínum vist-
arverum annars staðar í húsinu.
Rétt í því að ég er kominn svo til
hálfa leið gegnum hina rúmgóðu við-
hafnarstofu, heyrði ég rödd föður
míns, er hann ávarpaði einn gestanna:
„Heyrðu nú, Nikulás! Þú hefur
enn þá ekki sagt neina sögu eins og
við hinir. Þú hlýtur þó að hafa lifað
eitthvað eftirminnilegt á svona langri
ævi — eins og þú ert nú líka víð-
förull“. _
Ég stanzaði þarna á miðju gólfi
og beið eftir svari gestsins. Hann
virtist þegja góða stund, en sagði
loks dálítið dræmt: „Jæja, kannski
ég segi ykkur frá ævintýralegasta at-
burðinum, sem fyrir mig hefur kom-
ið. Reyndar ætlaði ég aldrei að segja
neinum frá þessu, en nú er orðið svo
l'angt um liðið, að ekki ætti að saka
neinn — enda nefni ég engin nöfn“
Gesturinn þagnaði á ný. Eg stóð sem
negldur við gólfið, altekinn óstjórn
legri forvitni. Mér varð ómögulegt
að hugsa til að fara að hátta og missa
af þessari kynlegu frásögn, sem auð-
heyranlega var þegar tekin að vekja
eftirvæntingu fólksins í bókastofunni,
því að þar var steinhljóð — nema
hvað brast og snarkaði í eldinum á
arninum.
Gesturinn hóf loks frásögn sina:
„Rétt eftir að ég hafði lokið stúd-
entsprófinu, fór ég suður til Þýzka-
lands til þess að létta af mér mestu
þreytunni eftir al'lar inniseturnar og
skoða mig um“.
Nú læddist ég á tánurn að dyra-
tjöldunum. Rétt við þau stóð stór
bakhár hægindastóll. Ég s’kreið á bak
við hann og húkti síðan í felum allan
tímann á meðan gesturinn sagði sögu
sína. Hann hélt áfram:
„Ég ferðaðist víða og kynntist
mörgum á mínu reki. Loks hitti ég
hóp af þýzkum stúdentum, sem sögð
ust ætla í ferð um fjalllendi nokk-
urt afskekkt, þar sem fátt væri um
mannabyggðir, en von á allgóðri veiði
fyrir góðar skyttur í víðlendum skóg-
um fjallanna. Það talaðist svo til með
okkur, að óg fékk að slást í förina,
og lögðum við síðan af stað, átta
sarnan. Við bjuggum okkur út með
tjöld, nesti og fjallgöngubúnað og
ókum með póstvögnum, þar til kom-
ið var að litlu þorpi við rætur þessara
fjalla, sem ferðinni var heitið til.
Þaðan lögðum við upp næsta morgun
um sólarupprás fótgangandi Ekki
kærðu förunautar mínir sig um að fá
leiðsögumann, þótt þeir hefðu aldrei
þarna fyrr komið, heldur sagðist for-
ingi fararinnar treysta á vasaáttavit-
ann sinn einan, því að ekki höfðu
þeir neitt nákvæmt kort af þessu
íandssvæði. Grunaði mig síðar, að
veiðileyfi okkar hafi ekkj verið í sem
beztu lagi. — Við gengum nú lengi
dags um fjöllin, sem voru vaxin þétt-
um skógum, sem engin mannshönd
virtist hafa snert um aldú, hvorki
til skógarhöggs né annars. Mjög langt
var þarna á milli bæjanna, sem bæði
voru fáir og smáir. Allt virtist þarna
eins og aftan úr forneskju, rétt eins
og tíminn hefði staðið kyrr yfir dular-
fullum myrkviðnum. En af fegurð
þessa fjallaklasa verður ekki ofsög-
um sagt. — Að kvöldi slógum við
tjöldum í rjóðri og lögðumst til hvíld-
ar, þreyttir eftir langa og erfiða
göngu, þótt heldur væri veiði
fáeinar akurhænur og tveir hérar —
Niður lækjanna og hvíslið í laufinu
var ekki lengi að kveða okkur í
svefn.
Ég hrökk upp við háreysti fonngj-
ans næsta morgun. Hann bölsótaðist
við félaga sína út af áttavitanum, sem
var týndur og fannst ekki framar —
en á var skoll'in sótsvört niðaþoka.
Við höfðum ætlað okkur að halda
ofan í fjarlægan dal, sem við höfðum
séð móta fyrir ofan af fjöllunum
kvöldið áður. En -vegna þokunnar
leizt okkur ekki sem bezt á að finna
greiðfærustu leiðina, þótt foringinn
þættist fullviss um að geta haldið
réttum áttum. Við tókum nú saman
tjöldin, sem voru orðin þung af vætu,
og roguðumst með bakpokana í þá
átt, sem foringinn taldi rétta Hann
sagði að í dalnum hlytu að vera bænda
býl'i, þar sem við gætum keypt okkur
viðbót við nestið og stytt okkur stund
ir við að rabba við fólkið meðan
dimmviðrið héldist. Við príluðum nú
áfram um stórskóg og smáskóg, grýtt-
ar hlíðar og græn rjóður. Loks tók
'Sikógurinn að gerast ótrúlega þykkur
og erfiður yfirferðar. Við vorum farn-
ir að efast um ratvísi foringjans. Eft-
ir okkar útreikningum, hlutum við að
fara að nálgast dalinn, þar sem við
ælluðum að Wtta fólk. Foringinn vildi
síður en svo láta af embætti sínu
sem fararstjóri og þóttist handviss
um rétta átt. Við paufuðumst svona í
þokunni allan daginn, unz farið var
að rökkva, og nær ógerningur nð
komast nokkuð áfram í þessu torleiði.
Urðum við þvi að tjalda þarna í litl'u
rjóðri næstu nótt. Okkur leið svo
sem nógu vel í tjöldunum, en nestið
var orðið ískyggilega rýrt. Næsta
morgun var sama þokan og daginn
áður. Var nú skotið á ráðstefnu, sem
ÓCS
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÍ)