Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 17
í Hörgsdal, kvæntjst, er þess getið i prestverkabók, að svaramaður hans væri „frændi hans Eiríkur Guðmunds son“. Þessi vitneskja ýtir undir þann grunð sem áður er á drepið, að Eirík- ur hafi verið einn hinna mörgu af- komenda Páls gamla í Firði. Þó gat skyldleikinn af öðrum rótum runninn — ef til vill skýrast þau atriði við ættfræðirannsóknir. — Jón Trausti lætur Sögur frá Skaftáreldi enda á góðviðrisdegi sum- arið 1788 — sama árið og bændurnir tveir austan úr Lóni settust að á Síð- unm. Fegurðina, sem bar fyrir augu i þessari yndislegu sveit, túlkar rithöf- undurinn, þar sem eldmessuprestur- inn ræðir í rúmi sínu vð Gísla bónda á Geirlandi: „Ég var á fótum hérna um daginn. Þó rólaði é ghérna upp að Steðjanum og settist niður þar í brekkunni. Gras- ið var mjúkt eins og sæng, safamikið og ilmandi. Blágresið og blómin Ijóm- uðu allt í kringum mig. Ég renndi augunum yfir hvammana og brekk- urnar hérna í nágrenninu, allt var skrúðgrænt, miklu grænna og fegurra en ég hafði nokkurn tíma séð það áð- ur. Alls staðar var fénaður á beit og alls staðar var ungviði að leika sér. Við munum þá daga, Gísli mmn, að allt var svart af ösku og hagarnir al- stráðir beinagrindum. Nú var askan sigin ofan í svörðinn og þetta gras sprottið upp af henni. Nú var gróið ynr gómlu horbeinin, 0g líf og æska lék sér á þúfunum. Mér duttu þá í hug orðin: Sigur lífsins!----“ ! Austur-Hörgiandskoii Nýi bóndinn i Austur-Hörglands- koti og fólk hans hefur ekki setið auðum höndum þetta sumar. . eyðibýli bíða mörg aðkallandi ve-Kefni. Hressa þarf við bæjarhús og útikofa, sem hrörnað hafa og lent í niðurníðslu. En störfin verða undariega auð- unnin. Harmsár atvik úr liðna tím- anum botnfalla í undirvitundinni. Hér leikur flest í lyndi: Slægjulönd eru vafin iðjagrænu grasi, kvikfén- aður gerir gott gagn og kýrnar una í högunum. — Þetta er eins konar annálsbrot frá ármu 1789: 5. maí: Kona Eiríks Guðmundssonar bónda í Austur-Hörglandskoti ól honum son í dag. 20. maí: Eiríkur bóndi i Austur- Hörglandskoti var í dag að virða og yfirskoða eyðihúsin á eyðijörð- inni Þverá, ásamt allri jörðinni. Runólfur mágur hans flytzt þangað i næstu fardögum. Við virðingar- gjörðina var mættur herra sýslu- maðurinn Lýður Guðmundsson; einnig tilkvaddur Bjarni Jónsson 23. október: Hreppamót á Klaustri. Eiríkur bóndi í Austur-Hörglands- koti slæst í för með Pétri hrepp- stjóra á Hörgslandi. Þeir komu við á Prestbakka. ræddu um stund við prófastinn Aðstoðarpresturinn, síra Sigurður Jónsson, tygjast og ríður úr hlaði, ásamt Eiríki og hrepp- stjóranum Presturinn drukknaði á þeirrj reisu í Geirlandsá. — Eiríki Guðmundssyni búnaðist vei í Austur-Hörglandskoti. Síra Jón Stemgrímsson kallar hann „vel for stöndugan heiðursmann." Það hefur ekki farið fram hjá hinum aldraða athafnamanni, að nýi bóndmn í kot- inu var hygginn og forsjáli búsýslu- maður Sjö árurn eftir að Eiríkur kom til jarðarinnar, tíundar hann á vetur nóttum: 80 sauðkindur, 3 kýr mjólk andi og 3 tamin hross; alls töldust 14 stórgripir á búi hans. Á næstu árum jók hann fjárstofn inn. I búskap íslendinga hafa löngum verið sveiflur. Öryggisleysi var um afkomu, ef eitthvað bar út af í tíðar- fari og heyjanýtingu. Þannig varð veturinn 1801—02 mörgum þungur i skauti; hafís þaulsætinn vi.ð land I beztu góðærissveitum lá snjór á vor fram og frost í jörðu. að liðnum far- dögum. Þar varð ekki Kolfellir, en allur fénaður gekki illa fram, lamba dauði mildll þótt ær skrimtu af Haustið 1801 setti Eiríkur bóndi ) Austur-Hörglandskoti á vetur 69 kindur Haustið 1802 setti hann á vetur 48 kindur. Tíundaskýrslur sýna samdrátt í búi hans, þó mun minn) en almennt gerðist, því að í hreppn um varð meðaltals fækkun sauðfjár um 45%. — — Hver bær á sína sógu Kyn slíðirnar heyja sitt stríð, vinna ýms ar lotur, tapa öðrum. Börn fæðast — deyja eða vaxa úr grasi Vötn renna frá upptökum út að ósi. Árið 1807 andaðist austur í Lóni Bárður Guðmundsson bónd) í IO'ossa- landi. Á næsta ári eignuðust þau Eiríkur og Guðlaug son, sem látinn var bera nafn föðurbróður síns. Stutt varð á milli bræðranna Eiríkur Guðmundsson andaðist 1 dag júnímánaðar 1809 í Austur Hörgslandskoti, var jarðsunginn þrem dögum síðar. Hann stóð á sex- tugu, er hann lézt. Prestar geta oft um hegðun og kunnáttu sóknarbarna sinna. Slíkar umsagnir ná venjulega skammt til mannlýsinga, þó eru þar dregnir daufir drættir persónulegra ein- kenna. Lónsmennirmr tveir, sem fluttu bú sín vestur á Síðu vorið 1788, hljóta einkunnargjafir hjá sókn arprestum sínum. Jón Árnasou var fámálugur. Þar verður Eiríkur Guð- mundsson andstæða, jafnvel talinn málþófsmaður En þess er líka getið, að hann sé vel að sér og vel fróð- ur. Mál hans hefur ekki verið vaðall einber. Verður því lesið úr formúlunni: i Greindur maður, liðugt um mál- I bein og orðglaður — Guðlaug Gunnsteinsdóttir bjó á- I fram í Austur-Hörglandskoti. Börn j hennar eru hjá henni. Hún var van- J heil, síðasta árið, sem bóndi hennar , lifði, kemur fram, að hún hefur hlot- >ð andlegan heilsubrest. Horfði svo næstu ár. Það hefur mætt á eldri börnunum að ráða fram úr málum í kotinu. í tvö ár var þar dugleg vinnukona ættuð úr Álftafirði, örsnauð að öðru en lífsreynslu. Það er önnur saga. Handtök hennar hafa komið i góðar þarfir og bætt úr erfiðum heimilis- högum Húsmóðirin virðist komast yfir veiklunina. Þarf ekki að efa, að hún tekur á ný virkan þátt í daglegri önn. í sóknarmannatölum er hún sögð guðhrædd og frómlunduð. Guðlaug Gunnsteinsdóttir andaðist 18. dag janúarmánaðar 1822, talin 59 ára Voru þá liðin tæp 34 ár frá því, að þau Eiríkur Guðmunjsson settust að í Austur-Hörgslaiidsk rti Frá Elríks @uSmuinds?ð!iðr Eins og áður er sagt, átti Eiríkur Guí mundsson einn son við fyrn konu sinni, Guðnýju Jónsdóttur Born hans vtð seinni konu. Guðlaugu Gunn- steinsdóttur voru sex. öi) fædd i Austur-Hörgslandskoti 1 Jón Eiríksson fædur um 1780. ólst upp hjá föður sinum og stjúpu Fermdur 1795 og fær góðan vitnis- burð um kunnáttu í knstindómi í næstu sóknarmannatölum er hann talinn uppöslusamur, ötull og vei að sér. Má af þessu ráða ,að hann hafi verið greindur og tápmikill Senni lega hefur heilsuveila dreg>ð úi eðl) legu atgervi hans Hann andaðist 19 dag októbermánaðar 1809 i Austur- Hörglandskoti, tæpum fimm mánuð um eftir dauða föður sins. Brjóst- veiki talin banamein 2. Páll Eiríksson fæddur 5 maí 1789. Hann fermdist sextán ára gam- all. Sjóndaufur Kvæntist Guðlaugu Eyjólfsdóttur frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Þau voru fyrstu hjóna- bandsárin hjá móður hans hokruðu síðan á Fossi, Refstöðum og Mosakoti, eitt ár á hverjum stað Hann er sagS- ur daufingi, hún duglegri. Guðlaug sálaðist í Mosakoti Áttu tvo syni, kornunga, Eyjólf og Eirík, sem tekn- ir voru í fóstur eftir lát móðurinnar. — Páll Eiríksson var svo í hús- T I M 1 N N — STJNNUDAGSBLAÐ 617

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.