Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 13
dellainni við Chicagoháskóla. Það er skóli, sem ekki er á vegum neinnar sérstakrar kirkjudeildar, og þar stunda nám mcnn, sem aðhyllast ýms ar ólíkar kistnar trúargreinir.. Guð- fræðináminu er þarna skipt í tvær greinar. Annars vegar eru þeir, sem ætla sér að gerast prestar, og þeir taka gráðu, sem er kölluð BD. Það nám tekur fjögur ár, þrjú á skóla- bekk og eitt í safnaðarstarfi. Prests- efnin eru í skólanum fyrst í tvö ár, síðan tekur safnaðarárið við, en síð- asta árið eru þeir aftur í skólanum. En þótt tíminn sé ekki lengri en þetta, tekst þeim að viða að sér geysi- mikill'i þekkingu. Maður með BD- próf frá Chicago er vel menntaður prestur. Þetta stafar af því, hve bandarískir stúdentar eru yfirleitt óskaplega vinnusamir, enda eru líka gerðar strangar kröfur til þeírra. Og námið er lagt upp á þá leið, að þeir fá aldrei tækifæri til að slaka á. Kennsluárinu er skipt í þrjú tímabil, og á hverju tímabili fær sami nem- andinn ekki að taka þátt nema í tak- mörkuðum fjölda kennslugreina, en hverju tímabili l'ýkur með prófum eða ritgerðum. Algengt er að verk- efnum sé úthlutað í byrjun tímabils- ins, og þá verður að skila ritgerðum í lok þeirra. Með þessu lagi eru stú- dentarnir stöðugt í stífum próflestri allan kennstutímann. Hinir, sem ætla að leggja megin- áherzlu á fræðilega guðfræði, lesa fyrst undir MA-próf og siðan doktors- próf. Þarna eru til ýmsar kennslu- greinar, sem hér ekki þekkjast, en ég held að, ég hafi haft mikið gagn af að kynnast. Ég vil nefna t.d. kennslu- grein, sem þeir kalla Religion and PersonaÞty. Það er eins konar trúar- sálfræði, með aðaláherzluna á sál- arfræði, en síðan kemur að beitingu hennar í þágu kristninnar. Þeir, sem þetta læra, snúa sér síðan einatt að sálgæzlu út frá þeirri sannfæringu að kristin trú hafi upp á að bjóða lausn fyrir menn í sálarlegri neyð. Önnur grein, sem ekki er til hér, kalla þeir Religon and Art, en þar er reynt að gera grein fyrir samspili trúarbragða og lista, einkum bók- mennta, og efnið er skilið kristileg- um skilningi. Ég held að ég hafi haft ákaflega gott af dvöl minni þarna, þótt hún væri ekki löng, bæði með því að kom- ast í kynni við greinar eins og þær sem ég hef nefnt, og ekki síður vegna hins, að þarna var hægt að komast í náin kynni við margar þær stefnur, sem efst eru á baugi í nútímafræði, það, sem guðfræðingar deila helzt um, í stuttu máli: þær hræringar, sem oft berst ekki nema veikur óm- urinn af hingað til lands. Og vissulega eru umbrot og gróska í nútíma guðfræði. Einhver mest um- deildi guðfræðingur á síðari tímum er Bultmann. Hann heldur því fram að fagnaðarboðskapinn verði að laga að nútímanum, hann sé svarið við þeirri spurningu, sem menn glími stöðugt við, en þar eð spurt sé á annan hátt nú en áður var gert, verði einnig að svara öðru vísi til þess að kjarninn geti náð til manna. í sam- bandi við þetta mælir hann með mjög róttækri biblíurýni og talar um afmýtólógíseringu, nauðsyn þess að afklæða mýtuna, flysja umbúðirnar utan af kjarnanum til þess að hann geti komið í ljós. Bultman segir, að kristindómurinn eigi að vera mönn- um ögrun, nokkuð sem þeir geti ekki annað en tekið afstöðu til, verið með eða á móti, en gallinn sé sá, að nú- tímamenn hneykslist á umbúðunum, en fái ekki tækifæri til að komast að kjarnanum, sem býr fyrir innan. Af þessum sökum verði að flysja kenn inguna, kasa mýtunni og tímabundn- um heimsskoðunum fyrir borð og laga kjarnann að nútímaviðhorfum. Þessu svara svo hinir, sem vilja halda sem fastast við klassíska guðfræði, að með þessari aðferð sé of mikið tekið burt, kjarninn hverfi einnig. Þeir taka gjarnan líkinguna með lauk inn. Hægt er að flysja lauk áfram, þar til ekkert verður eftir af honum. Annar mjög áhrifaríkur guðfræð- ingur er Tillich, og hann er inni á þessari sömu línu, að það verði að brúa bilið milli kirkjunnar og almenn ings, en hins vegar heldur hann ekki fram jafn róttækri biblíurýni og og Bultman gerir. En hann leggur á- herzlu á, að kristindómurinn verði að vera sannfæring manna, þeir verði sjálfir að hrífast með af fagnaðarboð- skapnum, finna að hann eigi tti þeirra erindi. Og til þess að svo megi verða, verður að taka burt þær ytri hindr- anir og form, sem oft standa á milli nútímamanna og fagnaðarerindisjns. Það eru einmitt þess tengsl milU kristindómsins og lífsins, sem ég hreifst mest af þarna úti af kynnum mínum við skoðanir þessara manna. Sú deifð, sem víða er vart gagnvart kirkjunni og kristindómi, held ég að stafi af því, að boðskapurinn nái ekki til fólksins. Og ég held að lausnina á þessum vanda sé að finna í auk- inni vísindalegri guðfræði og þaðan í réttari og lífvænlegri prédikun. Meginvettvangur kirkjunnar hlýtur að vera prédikunin, útbreiðsla fagn- aðarerindisins. Og til þess að prédik- unin geti náð settu marki, verður hún að hvíla á þeim grundvelli, sem vísindaleg guðfræði og biblíurýni hafa lagt. Það verður að halda á- fram að kanna textana, finna kjarn- ann, ákvarða hvar hægt er að slá af til þess að ná betra s.amhljómi við tíðarandann. Vandinn er við þetta sá að ákvarða, hve langt megi ganga í þessari aðlögun, án þess að sneitt sé utan úr kjarnanum. Hættan á út- þynningu er alltaf fyrir hendi. En. hin hættan kemur á móti, að svo stíft sé haldið í gömul form og symból, að árangurinn verði vægast sagt dap- urlegur. Hvað um vandamál íslenzku kirkj>- unnar? — Vandinn er náttúrlega hér sem annars staðar að ná til fólksins, Jfá einstaklinginn til að finna, að bóð- skapurinn sé persónulegt fagriaðar- erindi til hans, eigi við hann erindi. Og ég held að lausnin liggi í aukinni . og bættri prédikun, en samt má ekki - ganga fram hjá annars konar starfi heldur, félagsmála- og liknarstarf- semi. En allt það starf hlýtur þó oð - grundvallast á boðskapnura, og "hann . kemur skýrast fram í prédikuninni. Annars grípur þetta hvað inn í ann- að. Kristin trú er í eðli sínu fagnað- . arerindi, evangelium, og gerir kröfu - til að vera meðtekin sem slík. Því' ríður á að skapa boðskapnum hljóm-. grunn, prédikunin á að svara tij vandamála daglegs lífs, starfa manna og tómstunda, hún að vera lausnin fyrir fólk í sálarnauð. Fyrir þessar sakir verður prédikarinn að þekkja Framhald á bls. 619. PRÉDIKUNIN ÞARF AD SVARA TIL VANDAMALA DAGLEGS LÍFS rlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.