Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 18
mennsku, lengst af á sama bæ. Hann andaðist 6. september 1840 á Hörgs- landi. 3. Guðmundur Eiríksson fæddur 10. október 1790, dáinn 24. júní 1791. 4. Guðmundur Eiríksson fæddur 11. nóvember 1792. Hann er talinn efnilegur á fermingaraldri, um tví- tugt galgopalegur, flysjungur, laus á kostum; þá er hann fyrirvinna hjá móður sinni. Býr í kotinu eftir lát hennar, hegðun óátalin. Kvæntist Sig- ríði dóttur Egils Gunnsteinssonar bónda í Jórvík í Álftaveri og konu hans Ingibjargar Stefánsdóttur. Systk inabörn. Börn þeirra sex, þrjú náðu aldri: Guðlaug, Egill og Ingibjörg. — Guðmúndur Eirksson varð fjör- gamall maður, andaðist-30. dag des. embermánaðar 1881 í Austur-Hörgs- landskoti, ebkjumaður í skjóli sonar síns. 5. Guðný Eiríksdóttir fædd í októ- bermánuði 1793. Talin efnileg í sókn. armannatölum. Eftir.lát móður sinn- ar ráðskona hjá Guðmundi bróður sinum unz hann kvæntist. Síðan vinnukona hjá þeirn hjónum. — Guð- ný Eiríksdóttir andaðist 14. dag marz mánaðar 1837 í Austur-Hörgslands- koti. 6. Guðrún Eiríksdóttir fædd 12. Sé3 austur Síðuna (Ljósmynd Páll Jónsson). febrúar 1800, dáin 24. september 1804. 7. Bárður Eiríksson fæddur 24. dag marzmánaðar 1808. Á ferming- araldri kallaður galgopi. Eftir dauða móður sinnar fór hann smali að Prestbakka. Síðan vinnumaður á ýms- um bæjum. Barnsmóðir; Sesselja dóttir Guðmundar Rolantssonar bónda í Efri-Vík. Barnið fæddist and- vrana og móðirin dó samdægurs. — Bárður Eiríksson andaðist 15. dag aprílmánaðar 1833 á Svaðbæli „af umgangandi landfarsótt, maður til sjóróðra frá Hörgslandskoti á Síðu“, er skráð í prestsþjónustubók Eyvind- arhóla undir Eyjafjöllum. Þá var vinnukona á Hörgslandi Guðleif dóttir Helga bónda á Nýjabæ í Land- broti Þorsteinssonar og konu hans Ólafar Eiríksdóttur frá Hnappavöll- um í Öræfum. Um haustið ól hún meybarn, skírt Steinunn, „faðir Bárð- ur heitinn Eiríksson vinnumaður á Prestbakka." Tvö skáld Hér hefur verið gerð grein fyrir Eiríki Guðmundssyni, sem var „hrepp stjóri í Lóni austur", en fluttist síðan vestur á Síðu og bjó þar til dánar- dægurs. Til þess að fylla upp i frásögnina hefur verið getið ýmissa manna, sem komu við viðburði á sömu slóðum. Þetta fólk er flest horfið í gleymsk- una, eins og eðlilegt er, því að firna- fljótt fennir í gengin spor. Þó kann allur þorri Skaftfellinga enn, veruleg s'kil á. tveimur mönnum, sem í þætti þessum eru nafngreindir. Þeir voru jafnaldrar, báðir skáld- mæltir svo sem bezt gerðist meðal al- þýðumanna í þann tíð. Margar stökur þeirra hafa lifað í munnlegri geymd. Norðlendingurinn Davíð Jónsson kom ungur í Skaftafellsþing, varð bóndi, tvígiftur, og bar þar beinin í elli Hann átti sundum í útistöðum, hlífðist ekki við, þó að valdsmenn væru annars vegar. Frægt varð mála- þras hans við Þórð Thorlacius sýslu- mann Sunnmýlinga. Hlaut af því kenningarnafnið Mála-Davíð. Hann hataði erlenda kúgun og orti níð um danska kaupmangara á Djúpavogi. Davíð var fræðimaður og átti ágætt safn handrita, svo að á orði var haft. Hneigðist til fjálslyndis í trúmálum. Hann unni mjög fornbókmenntunum og í orðaforða hans er kjarngóður ís- lenzkur gullaldarsafi . Hann var ekki við eina fjöl felldur í kvennamálum og allblendinn í gerð. 618 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.