Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 4
Afköstin gátu mest orðið 10 kindur á klukkustund eða þar um bil, með því þó að engar óeðlilegar tafir yrðu, og myndi það líklega þykja lítill vinnu- hraði við sömu störf nú á tímum. Auk mannaflans, sem áður greinir, varð að minnsta kosti sinn maður að auki að vera til staðar til þess að flytja að baðlöginn, svo og til þess að sinna ýmsum daglegum utanhúss- störfum á heimilinu. Sá hinn sami var og látinn hvíla mennina, sem héldu fótum kindanna í baðinu, en þar var um langerfiðasta verkið að ræða. Hvildin var því sú ein, að hafa verka skipti. Eftir því sem ég man bazt var fjárfjöldinn á minu heimili ekki minni en 160—70, og stóð böð- unin yfir í fullar 20 klukkustundir að frátöldum matmáls- og kaffitím- um, kaffi var drukkið nokkrum sinn- um á vinnustaðnum, en aðeins einu sinni gert matarhlé. Léttasta starfið var við sigkarið, enda voru liðléttingar hafðir þar, og þar var ég þennan minnisverða dag frá byrjun til enda ásamt öldruðum manni, þá var ég 10 ára gamall. Ég .hafði gaman af allri þessari ný- breytni, svo sem unglingum er títt, en þreyttur var ég samt orðinn fyrir löngu og feginn l'eikslokum, þó fyrr hefði verið. Á meðal ráðstafana,, sem gera þurfti í sambandi við þessa merki- legu hreingerningu á sauðfénu var sú, að hreinsa fjárhúsin, þau voru öll sópuð innan og fjarlægt þaðan allt rusl. Og loks var tveggja til þriggja þumlunga lagi mokað ofan af gólf- unum. Þetta all't var gert af hinni mestu vandvarkni undir stöðugu eft- irl.iti baðstjórans. Eftir baðið var það ófrávíkjanleg skylda, að hafa féð á innigjöf í átta daga og það svo stranglega, að engri kind mátt hleypa út til brynningar. Sú kvöð var sumum allþung einkum þeim, sem bjuggu á beitarjörðum og áttu heybirgðir af skornum skammti. En þess gerðust engin dæmi, að brugðið væri út af þessu boði, enda vofðu yfir þau þungu við- urlög að baða á nýjan leik, og engan mun hafa fýst til þess. Rökin íýrir þessari löngu innigjöf fjárins voru eflaust þau, að í húsi hélzt baðrakinn í ull' kindanna miklu betur en ella, og þar með hafði. baðlyfið varanlegri áhrif. Þegar fram liðu stundir var ég oft við sauðfjárböðun á ýmsum bæjum, þá voru notuð baðlyf, sem voru auð- veldari f meðhöndlun en tóbakið. Umbúnaður í fjárhúsum í því sam- bandi var þá líka orðinn allur annar og betri en fyrr var lýst, svo ólíku var saman að jafna hvað snerti alla fyrirhöfn. En þá var aldrei viðhöfð eins löng innistaða fjárins og fyrir var mælt eftir tóbaksbaðið. Þær bað- anir þóttu yfirleitt gefa góða raun og vera ómissandi. En um það virtust menn sammála, að tóbaksbaðið tæki þeim fram að gagnsemi. Sumum mun haía komið það til hugar, að sá mis- munur væri í því fólginn, að ekki hefði verið viðhöfð nógu mikil natni í vinnubrögðum, þar með tafin of stutt innivera fjárins eftir baðið. Og er varla ástæða til að vefengja, að sú skoðun manna hafi getað verið rétt. Margir áratugir eru nú liðnir síðan ég hætti að fást við þessi verk- efni, og sjálfsagt hafa vinnubrögðin við þau tekið miklum framförum eins og allt annað í atvinnuháttum landsmanna á undanförnum áratug- um. C24 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.