Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 20
Guðmundur J. Einarsson á Brjánslæk HEIMSENDIR Þegar ég var barn, voru börnin látin l'æra og kunna „utanbókar" bók, sem nefnt var Helgakver. Höfundur þessa kvers var Helgi faðir Jóns þess, er síðar varð biskup. En. Helgi var Hálfdánarson, prests á Brjáns- læk og víðar. í þessu kveri var með- al annars oft minnzt á dómsdag. Og var heill kafli „Um dauðann, dóms- dag og annað líf“. Þá var vitneskja fólks miklu meiri um annað líf en hún er nú, því prest- arnir gátu frætt um þessi atriði, og iþað voru yfirleitt flestir, sem trúðu því, er þeir sögðu. Dómsdagur var staðreynd. Þá áttu að verða mikil undur; jörðin og allt sem í henni var, átt'i að „uppbrenna". Framliðnir áttu að rísa úr gröfum sínum, hvort sem þær voru á láði eða í legi, og sameinast líkamanum aftur; „sumir til upprisu lífsins, en hinir til upp- risu dómsins“, því þá ætlaði drottinn allsherjar ásamt sínum blessaða syni, að launa þeim, sem lifað höfðu jarð- lífið í hans ótta og góðum siðum. En hinum ætlaði hann að vísa til neðri byggðanna, „þar sem verða mun grátur og gnístran tanna“. Það hafa víst verið fleiri en hann Páll okkar Ólafsson, sem hefir sett hroll að, við þá útmálun. Og fleiri verið á nálum um sitt sálartetur en hann. „En frestur er á illu beztur“, og bót í máli, að þennan dag og tima „vissi enginn, ekki englar á himnum, nema faðirinn einn“. „Sól og tungl mun sortna hljóta, sér hver blikna stjarnan skær“ „Þá fer dagur dóms í hönd, dunar sérhver yfir lönd“, stendur í einum sálmi þjóðkirkjunnar frá þessum tíma Sjálfsagt e- þessí trú á sérstakan dómsdag, miklu eldri en kristin trú- arbrögð. Það sýnir m.a. Völuspá, og fleira bendir til þess sama, t.d. frá- sögn um Einherja í Valhöll og fl.. sem ekki er rúm til að rekja hér. En eitt er víst. að kristin kirkja gerði tneira að því að hræða fólk með af- leiðingum illrar breytni eftir dauð- ann. en nokkur önnur eldri trúar- örögð, sem ég hefi haft kynni af. þótt jákvæður árangur hafi í flest uni til'fellum orðið minni en ætlazt var til — nema tU að auðga kirkjur og kennilýð. Enda þetta ef til vill meðfram notað í því skyni. En það kemur ekki þessu sögukorni við- En eitt er víst, að þegar ég var barn fyrir rúmum 60 árum, lagði fólk yfirleitt mikinn trúnað á „dóms- dag“, að hann myndi koma fyrr eða síðar. Samt held ég að vitneskja fólks um hugsanlegar orsakir þessa ógnaratburðar, hafi verið farnar að taka breytingum; þannig að menn settu hann í samband við „halastjöm ur“, en þá var orðin almenn vit- neskja um, að þær voru ekki eldleg sverð á himninum, sem boðuðu stór- tíðindi, heldur hnettir, sem reikuðu víða um. Ég hel'd, að fólk hafi yfir- leitt verið farið að trúa því, að árekst ur slíkar stjörnum við enóður jörð, myndi splundra henni, og það væri það, sem nefndur hafði verið „dóms- dagur“, og slíkt þyrfti ekki einu sinni að eiga sér stað, heldur myndi eiturgas, sem væri í hala stjömunn- ar, nægilegt til að eyða öllu lífi á jörðinni, ef stjarnan færi svo nærri jörðinni, að hún (jörðin) lenti í hala hennar. Það mun hafa verið á árinu 1910, að stjörnuspekingar höfðu boðað að halastjarna kæmi í mikla nálægð jarðarinnar. Varð því mikið umtal meðal fólks um, hvort hún myndi valda tjóni, meira eða minna. Því er ekki að leyna, að ýmsir báru nokk- urn ugg í brjósti af þessum sökum. Aðventistar voru náttúrlega ekki seinir á sér að spá heimsendi. En yfirleitt tók almenningur lítið mark á spádómum þeirra, því að fulltíða fólk þá, hefði a.m.k. átt að vera búið að lifa 4—5 „heimsenda" ef allar þeirra spár hefðu rætzt. Mig minnir, að það hafi verið seinustu dagana í ágústmánuði þetta ár, að halastjarnan átti að vera næst jörðu, en ég hef gleymt hvaða mán- aðardag það var. Þennan dag var ég háseti á fiskiskútu frá Patreksfirði. Við vorum staddir út af Breiðubugt- inni og höfðum fiskað vel um dag- inn, fyllt fiskikassana af stórþorski, enda höfðum við náð í smokkfisk, en hann er tálbeita fyrir þann gula. En þegar fór að dimma, „tók undan“ sem kallað er, og var þá byrjað á aðgerð fiskjarins. því allt var saltað Um aðra verkunaraðferð var ekki að ræða á þeim árum og veiðarfærin handfæri. Á fiskiskútunum i gamla daga var kvöldverður borðaður milli 6 og 7 að endaðri „lönguvakt", sém var frá kl. 12 á hádegi til kl. 7 síðdegis. En kaffi var hitað um miðja kvöldvakt- ina, 9—10. Og önnuðust hásetar það starf til skiptis, því að þá svaf aðal- kokkurinn svefni hinna réttlátu. Þeir, sem höf ðu þennan aukastarf a á hendi, voru nefndir „kabysukokkar“, og var starfið ekki vinsælt, ef fisk- ur beit. En ef svo stóð á, að fiskað- gerð stóð yfir á þeim tíma, var starfið vinsælt, og gáfu sumir „ka- bysukokkarnir" sér góðan tíma til starfsins, og þótti varla tiltölumál, ef ekki keyrði úr hófi fram. Einn af hásetunum, sem hér kem- ur við sögu, skulum við kalla Ey- mund, þótt ekki sé það hans rétta skírnarnafn. Hann var fiskimaður á- gætur, en haldinn sjúkdómi þeim, sem í garnla daga var nefndur „þorskarígur", og kvað svo rammt að þessum krankleika hans, að stapp- aði nærri geðveiki, að öðru leyti var hann allvel greindur maður, hafði lesið nokkuð þá fáanlegar bækur og endursagði þær af mikilli prýði. Ann- ar galli hans var, að hann var frekar illmál'gur um menn, einkum félaga sína, sem næstir honum voru að afla- sæld, að ég nú ekki tali um, ef þeir voru meiri aflamenn. Þetta umrædda kvöld hittist svo á, að Eymundur skyldi hita kvöldkaffið. Brá hann sér niður til þessa starfa, en við hinir fórum að gera að fisk- inum. En þegar liðinn var svo sem klukkutími, skellur á , afskaplegt þrumuveður með eldingum, svo að eldur lögaði á hverju járni ofan þil- fars. Stundum blinduðumst við af eldingunum, en þess á milli var myrkrið eins og vera mun inni í kýr- vömbum. Stýrimaður taldi því ráð, þar sem ógerningur var að halda verkinu áfram, að við notuðum tím- ann til að drekka kvöldkaffið; það hlyti nú að vera orðið hitað, eftir þeim tíma að dæma, sem kabysu- kokkurinn hefði verið niðri. Var til- lögu stýrimanns vel fagnað, og rudd- ust menn nú fast um, til að komast sem fyrst í hressinguna. En þetta fór nokkuð öðru vísi en ætlað var: Þegar niður í lúkarinn kom, mætti okkur engin ilmandi kaffilykt, ekki heldur brosleitur emb- ættismaður, sem vissi sig hafa unnjð starf sitt af trúmennsku Nei. á bekknum hékk mannræfill og hengdi höfuðið nær því niður í klyftir sér, og steindauður eldurinn í eldavélinni. Fyrst í stað datt okkur í hug, að eld- ingu hefði slegið niður í lúkarinn og hálfdrepið kokkinn, en við sáum strax, að lífsmark var með mannin- um, svo að ekki væri hann alveg 620 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.