Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 19
1 skopkvæðum hans er sumt heldur grómkeunt. Þeir bræður Guðmundur og Páll synir Eiríks Guðmundssonar, urðu alloft fyrir keskni hans og ljóða- glensi. Orti hann biðilsvísur í nafni Pál's til Hugborgar Sigurðardóttur. Og um Guðmund orti hann kvæðið Biðilstilraun — þetta er upphaf við- lags: „Byrja girnist ballokið biðill- inn skrýtni, Gvendur . . ‘‘ Hér verður drepið á eitt kvæði Davíðs: Þorrakoma árið 1829. Þorri spókar sig á ýmsa bæi á Síðunni. Mót- tökurnar eru misjafnar. Kveikir frá- sagnarinnar hafa verið Síðumönnum kunnir, er kvæðið var ort, þó að nú séu þeir löngu brunnir. í síðari hluta þessa þorrabrags segir frá sonum Ei- ríkis „hreppstjóra í Lóni austur.“ Þessu öllu Þorri hlýðir þægur stundum geðs um hlað. Béttar leiðir hann sig híðir Hörgslands-Austurkoti að. Fyrstan hittir Mólók minn mælir þannig siðblendinn: Lambakjöt ef áttu eftir angur mitt og sultinn heftir. Svarar Drafli sárareiður: Sult mig varðar ei um þinn. Eg þér sýni aungvan heiður, ertu sakadólgur minn, andskotans því aðsókn þín öll hefur drepið lömbin mín. Ólán mitt ég allt þér kenni illt og flest i veröldinni. Aftur Þorri anzar stilltur: Einhvörn tíma finn ég þig. Kallast máttu klækjapdtur kóngborinn fyrst níðir mig: Lagaðu betur lambhúsin, - labba, kjabba vembillinn! Eg þig besel ölluim djöflum, sem ali þig á velludröflum. Slagar svo með rutli og rjáli reiðuglegur Þorri kall. Hefndum snýr að Hörgslands-Páli; hann upp lýkur gómahjali: Útleika mig enginn vann eins og þessi sikýsatan, — eg þig betur eftir þekki, ódáðinn þig sjálfur blekki. Borgu heilsun berðu mína bið ég hana að orna þér. Framan í þig frú kann hrína, fetta líka kvið á sér — höndur strjúka og höfuðið, höfðinglegan brúka sið. Giftast þér, ef fljóðið fengi, fátt ég veit að henni gengi! Erindin svo endast rýru, andagiftin þrotin er. Hér um bæti skáldin skýru, skil ég það í kaupið mér. Þetta hér er þrykkt á blað þjóð tU dægurstyttingar. Yfirsjónir margar mínar mega varla reiknast fínar. Mála-Davíð yrkir um sjálfan sig; býr þá í hjáleigu hjá Prestsbakka: Lifði frítt, en lítið sló, leigði part úr skoti; reykti tóbak, drakk og dó Davíð í Bakkakoci. í ellinni þykir þessum víkingslund- aða manni, sem dökkar dísir hafi mælt honum skára úr skuggadal. Hinn norðlenzki örn hnípir fjaðrafár og einangraður á Brattlandi — í sól- leysu við Ulbrýnd gil. — Suðursveitungurinn Þorsteinn Gissurarson, höfundur bólukvæðisins, kvæntist ungur. Kona hans hét Sig- ríður Snjólfsdóttir. Hófu þau búskap í Hraunkoti í Landbroti. Hann var hagur á tré og járn svo að af bar, smíðaði kjörgripi, sem heldri menn girntust. Tók sér kenningarnafn af smíðatólum sínurn — án þeirra gæt‘ , hann ekki völundur talizt. Tól vel sínum tólum ann, tól þá smíða fer hann. Tól ef allgóð tól ei fann, tól þá fánýtt er hann. Þorsteinn tól var kíminn og orð- heppinn, oftast laus við græsku í kveðskap sínum, svarar fullum hálsi, LEIÐRÉTTING í grein minni um Baulárvallaundr- in, sem birtist I Sunnudagsblaði Tím- ans 1. tbl. þ. á., eru færðar líkur að þvi, að byggðin á Baulárvöllum hafi fyrst verið reist laust eftir 1830. Nú hefur það hins vegar komið í ljós, að upphaf þessarar fjailabyggð- ar gerðist einum áratug i'yrr. Saga býlisins er því þeim mun lengri og sízt ómerkilegri en ella. Mín yfirsjón í þessu efni og einnig afsökun mín, sé hún nokkur, er fólg- in í því að taka það sem nokkurn veginn örugga tímaákvörðun sem seg- ir í kirkjubók Staðarstaðar 1833, að Baulárvellir sé nýbýji, sem lagt hafi verið til Staðarstaðarsóknar. Söguleg villa má aldrei standa óleið rétt, sé annars kostur. Og því er þessi leiðrétting gerð hér góðfúsum lesend- um til athugunar. Guðlaugur Jónsson. GUÐFRÆÐINGURINN Framhald af bls. 613. þau vandamál, sem við er að etja, og við þurfum miklu fleiri félags- lega menntaða guðfræðinga. Annars ætti ég kannski ekki að tala of mikið um þetta hafandi ekki starfað við það. Ég efa ekki að ég myndi segja margt annað en ég geri, ef ég hefði fengizt við þessi vandamál sjálfur. En hvað fi.nnst þér um það fyrir- komulag, sem hér er við lýði, að kirkj an sé ríkiskirkja? — Ríkiskirkjan hefur bæði kosti og galla. Meðal gallanna er t.d. hætt- an á of miklum afskiptum veraidlega valdsins af kirkjunni, og einnig er þegar hann verður fyrir hnippingum eða hleypur kapp í kinn. í ævikvæði hans gætir hófsemi: Mikinn hlaut ég aldrei auð af sem nokkrir státa, en drottinn gaf mér daglegt brauð, sem duga má sér Láta. Mála-Davíð og Þorsteinn tól höfðu löngum yndi af að senda hvor öðrum rímaðan tón, skáru ekki alltaf mein- yrði við nögl og grunnt í hálfkæring. Um skeið voru þeir sambýlismenn á Hofi í Öræfum — mætti endast bæ þeim til sögufrægðar, þótt ei kæmi annað til. Á efri árum urðu þeir mestu mátar, enda sjálfsagt aldrei svarnir óviidarmenn. Þess má og geta að Guðbjörg, seinni kona Davíðs Jónssonar, var dóttir Jóns Sigurðssonar bónda í Svínafelli í Nesjum, náskyld Þorsteini Gissurarsyni. Þau voru systkinabörn. — Þessi tvö skáld eru gengin fyrir rúmri öld. En sá, sem leiiar á vit horfins tíma í samtíð þeirra og sögu, skynjar skrjáf í handritasyrpum fræðimannsins, og steðjahreim úr smiðju völundarins — eins og óm frá því sem einu sinni var. hælta á, að kirkjan slái um of af kenningucn sínum vegna þrýstings frá valdhöfunum. En hitt er t.d. aftur á móti kostur, að kristindómsfræðslu er haldið uppi í skólum og öll börn fá að minnsta kosti einhverja nasa- sjón af því, sem kirkjan hefur að flytja mönnum. Þá má einnig benda á það, sem er talsverð tilhneiging hjá fríkirkjusöfnuðum, nefnilega að hreinrækta söfnuði: þannig að í söfn- uðum séu ekki aðrir en þeir, sem safn aðarstarfið er hjartans mál. Þetta býður heim þeirri hættu að menn séu dregnir í vei afmarkaða dilka og getur skapað dómsýki. Menn skipta öðrum í tvo hópa, þá, sem eru réttu megin og þar með frelsaðir, og hina, sem vaða í villu og glötun. í ríkis- kirkju er þessari tilhneigingu haldið niðri. Ríkiskirkja er að sumu leyti hulin kirkja. Hún nýtur stuðnings miklu fleiri manna en þeirra, sem fara í kirkju á hverjum sunnudegi. Og ég held, að kirkjunni sé ekki hollt að draga alltof sikarpa markalinu miili sauða og hafra, enda er þð ekki í samræmi við .kenninguna. Það er erfitt út frá lúterskri dogmatik að segja að ein ákveðin kirkjudeild sé algerlega rétt, og af þessu leiðir að ganga verð- ur út frá því, að allar hafi þær nokk- uð til síns máls. Því ber að varast að vera of dómharður. Nú þegar þessum áfianga er lokið, hvað hygigstu þá fyrir? Ætlarðu að hefja prestskap? — Ekki að sinni. Ég fer i haust til Edinborgar, til framhaldsnáms í systematískri guðfræði, aðallega etík. KB. TIMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 619

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.