Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 12
Rætt við nýjasta guðfræöinginn Björn Björnsson (Ljósmynd Tfminn G.E.). í VOR var birt í blöSum og útvarpi fréttatilkynning frá Há- skóla íslands, þar sem skýrt var frá því, hverjir hefðu lokiS brofr fararprófi frá skólanum á vorinu. í þessari skrá var þess sérstak- lega getið að einn kandídata hefSi hlotið ágætiseinkunn á embættisprófi, 14,75 stig að með- alfali. Það var Björn Björnsson cand. theol sonur Björns Magn- ússonar prófessors, og mun eink- unn hans sú hæsta, sem tekin hefur verið við embættispróf í guðfræðideiid Háskólans. Ekki alls fyrir löngu hitti ég Björn aS máli, og samtal okkar hófst á því, að ég spurði hann, hvers vegna hann hann hefði valið guðfræðinám öðru námi fremur. — Til þess liggja ýmsar ástæður, kannski ekki fremur ein en önnur. Eg hafði tilhneigingu til aff leggja á þessa braut strax í menntaskóla, og hún þróaðist sífellt með mér. Ég get ekki nefnt neinn sérstakan stað eða stund, þegar ég ákvað þetta, ég fékk enga skyndilega köllun, en á- hugi minn á guðfræði hefur sífellt farið vaxandi. Ég innritaðist í deddjna þegar haustið eftir að ég tók stúdentspróf, og ég þóttist þess fullviss, að í guð- fræðinám væri eitthvað að sækja, það væri girnilegt fyrir margra hluta sakir. Ef til vill hef ég líka reagerað gegn því, hve guðfræðin er vanmetin af stúdentum yfirleitt, eins og sést á því, hve fáir stunda nám í henni. Hausti.ð 1957, þegar ég innritaðist, var ég eini nýstúdentinn, sem fór í guðfræði. Og ég er aldrei vissari en nú, að ég hef valið rétt. Hvemig er iguðfræðinám lagt upip? — Á því hafa orðið nokkrar breyt- ingar, meðan ég hef verið við nám. Ég er útskrifaður samkvæmt gömlu regl'ugerðinni, en samkvæmt þeirri nýju er náminu skipt í tvo afmark- aða hluta, fyrri hluta og síðari hluta, en sú skipting var ekki áður. í fyrri hlutanum lesa guðfræðinemar núna og taka próf í fornmálunum, grísku og hebresku, almennum trúarbragða- fræðum, þ.e. trúarsögu og trúarheim- speki, inngangsfræði Gamla- og Nýja Testamentanna, þ.e. eins konar bók- menntasaga ritanna, sem eru í þess- um söfnum. í fyrri hlutanum er einn- ig lesin saga ísraelsþjóðarinnar og samtíðasaga Nýja Testamentisins. í síðari hlutanum er stunduð rit- skýring (exegetik) og allt Nýja Testamentið verður í því sambandi að l'esast á grísku, kirkjusaga, bæði almenn kirkjusaga og íslenzik, og systematisk guðfræði, sem kölluð er, en hún samanstendur af trúfræði og etík. Þá er lögð mikil áherzla á pré- dikanir, enda stefnir allt guðfræði- nám að einu markmi'ði, prédikun orðs ins. Samkvæmt nýju reglugerðinni skal einnig skrifa fjölda æfingarit- gerða, og námskeið við sálgæzlu 1 tvo mánuði er einnig fyrirskipuð. Fyrir lokaprótf er einnig skrifuð sérefnisritgerð, sem tekur allmarga mánuði að semja. Þá er einnig hag- nýt kennsl'a fyrir prestaefni, barna- spurningafræði og fleira slíkt. En megináherzlan er auovitað lögð á sjálfa guðfræðina, fræðilega námið, enda hlýtur svo að vera í háskóla. — En þú hef'iu' stundað nám víðar en hér ,er ekki svo? — Jú, ég var einn vetur í guðfræði 612 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.