Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 7
lengi. Chhnalpopoca tók við hðfðing- dæmi af Huitzilihuitl, hálfbróður sín. ucn, og Maxtla varð fyrirliði Tepa- neka að Tezozomoc dauðum. Maxtla var frekur til valda, og hélt undir- þjóðum sinum í ströngustu ánauð. Að lokum lét hann myrða Chhnal- popoca. Tenochcar létu sér það verk illa líka, og nágrannar þeirra í borginni Tlacopan, sem stóð skammt frá strönd vatnsins, gengu í bandalag við þá. Texcocoar,, sem eftir ósigur- inn höfðu flúið til fjallanna, komu nú að máli við Tenochca, og þeir sömdu um að gera sameiginlega árás á kúgarana, Tepaneka. Eftir ófrið, sem stóð yfir vikum saman, urðu bandamennirnir sigursælir. Þannig hófst samband þessara þriggja borga, Tenochtitlan, Texcoco og Tlacopan, sem var grundvöl.lur stórveldis Az- teka. Þessir síðustu atburðir gerðust árið 1428. Án efa hefur það vakað fyrir Texcoco við stofnun þríborgasam- bandsins, að Texcoco yrði þar valda- mest. En hin varð þó reyndin, að Tenochtitlan var sú borg, sem mest- an hag af því. Hún' hafði áður verið skattland, en varð nú sjálfstætt stór- veldi, og fékk landauka uppi á megin landinu. Höfðingi þeirra var þá orð- inn Itzcoatl, og hann beitti sér fyrir skipulagningu ríkisins og kom trúar- lífi landsmanna í skorður. Undir stjórn hans löguðu Tenochcar sig með öllu að menningu Azteka. Itzcoatl lét einnig byggja upp höfuðborgina Te- nochtitlan, og hann lét hlaða garða frá henni til meginlandsins. Og síð- ast en ekki sízt, vann hann skipulega að því, að ná á sitt vald þeim ætt- bálkum í nágrenninu, sem ekki voru háðir Texcoco. Við dauða Itzcoatls 1440 kom Mon- tezuma I. til ríkis. Hann hafði áður getið sér orð sem herforingi í styrj- öldum fyrirrennara síns, og hann hélt áfram útþenslu ríkisins. Á dögum hans hlýtur að hafa verið mjög náin hernaðarsamvinna milli Tenochtitlan og Texcoco, því að sigrar, sem heim- ildir Tenochca eigna borg sinni, eru í skjölum hinna eignaðir Texcoco. Þriðja aðiia bandalagsins, Tlacopan, er yfirleitt að engu getið. Tenochtitlan blómgaðist á dögum Montezuma I. Hann lét leggja vatns- leiðslu til borgarinnar, og vatnsmeg- in við hana lét hann hlaða flóðgarða til að verja hana .flóðum regntímns. Þá lét hann byggja fjölmörg ný hof til tignar nýjum guðum, sem bætt- ust við með nýjum sigrum. Á dögum Montezuma dundi yf'ir hallæri. Árin 1451 til 56 brást upp- skeran nær algerlega vegna kulda. Hungursneyðin, sem oft áður hafði ýtt undir ófrið, dró að þessu sinni úr honum. En stríðsguðinn krafðist sinna fórna, og því varð að afla fanga. Montezuma leysti málið á þann hátt, að hann tók upp á ný forn- an sið, hið svo kallaða blómastríð. Það var eins konar einvígi, bardagi milli einstaklinga eða hópa einstakl- inga, sem lauk með því, að annar hvor aðilinn var tekinn til fanga og síðan fórnað, en þessu fylgdi ekki al- mennur ófriður milli ættbálka. Árið 1469 tók Axayaoatl við ríki af föður sínum, Montezuma. Honum tókst að sigrast á grannborginni Tlal- teloloco, sem þangað til hafði tekizt að varðveita sjálfstæði sitt og eflast ekki miður en Tenochtitlan. Tlalte- lolco var fræg borg fyrir kaupskap, og markaðir þar voru hinir mestu í Mexíkó löngu effir að landið komsl undir Spánverja. Sjálfstæði þessar- ar borgar hafði löngum verið höfð- ingjunum í Tenochtitlan þyrnir í aug um, en ekki sauð upp úr milli þeirra, fyrr en hafin var bygging hofs fyrir stríðsguðinn Huitzilopochtli í báðum borgunum samtícnis, og báðir aðilar kepptust við að gera glæsilegri bygg- inguna. Þessi samkeppni leiddi til styrjaldar. Hún reyndist óhjákvæmi- leg eftir að konur í Tlaltecolco hötfðu sýnt gestum frá Tenochtitlan þá móðgun að snúa í þádíakinu og fletta upp um sig pilsunum. Árið 1472, snemma á veldisdögum Axayacatls lauk ævi einhvers merk- asta manns í 9Ögu Indíána. Neza- hualcoyotl var höfðingi yfir Texco- co, og hafði hafið feril sinn í útlegð, meðan uppgangur Tepaneka var sem mestur. Eftir fall þess ríkis braut hann sér hins vegar leið til valda með vopnum og klækjum, og hann gerði Texcoco aftur að stórveldi. Hins veg- ar tókst honum að halda frið við bandamenn sina í Tenochtitlan, og sýnir það kannski gleggst stjórnmála- hæfileika hans. Nezahualcoyotl var einnig ötull stuðningsmaður lista og gat sér orð sem skáld og mælskii- maður. Hann var manna fróðastur i stjörnufræði og stjörnuspeki þeirra tíma, og trúmál voru honum afar hugstæð. Með nokkrum rétti má í rauninni telja hann trúarbragðahöf- und eða siðbótarmann, því hann bjó sér til heimspekilega lífsskoðun upp úr guðfræðivangavestum presta og tók upp átrúnað á einn guð, þeim krafti, sem kemur fram í náttúrunn-' og önnur goð hljóta kraft sinn og tilveru frá. Eftir Nezahualcoyotl kom sonur hans Nezahualptlli til höfðingdæmls í Texcoco, og ríkti hann til ársir j 1516. Hann hélt áfram starfi föður síns, jók veldi sitt nokkuð og var á- hugamaður um trúmál og stjörnu- speki. Á efri árum hans lenti Tex- coco hins vegar í deilum við banda- menn sína í Tenochtitlan. Höfðing- inn var kvæntur dóttur Montezuma II., en hún reyndist nokkuð laus á kostunum og ekki síður eftirlát hiró- mönnum höfðingjans en honum sjálf- um. Nezahualpilli notfærði sér því þann rétt, sem lögin heimiluðu hon um gagnvart ótrúrri eiginkonu, og tók hana af l'ífi. Tenochcar litu á það verk sem stórkostlega móðgun og létu ekkert tækifæri ónotað til að grafa undan veldi Texcocos. Að því hófu þeir nú markvissa baráttu og beittu til þess öllum ráðum, nema beinni styrjöld. Axayacatl í Tenochtitlan lézt árið 1479, og gerðist bróðir hans, Tizcoc þá höfðingi yfir ríkinu. Tizoc gekksi Framhald á bls. 621. HöfuSbúnaður Montezuma Azfekahöfðtngja, nú geymdur I safnl { Vínarborg. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 607

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.