Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 21
dauðoir, guði sé lof.
Stýrimaðurinn, sem var prúðmenni
»g aumingjagóður, gekk nú til
kokksa og ávarpaði hann: „H'vað
kom fyrir, ertu mikið lasinn? Hvar
finnurðu til? í höfðinu, ha? Og ef
þú ert ekki sárþjáður, hvers vegna
er dauður eldurinn og ekkert kaffi?“
Eymundur lyfti höfðinu ofurlítið.
Andlitið var náfölt, og skelfingin
stóð uppmáluð á manninum öllum.
Hann svarar nú spurningum stýri-
manns með miklum erfiðismunum og
segir: „Jafnvel þótt kaffið væri til-
búið, hver ætti að drekka það?“ AlUr
þögðu. — Þá bætti hann við: „Dag-
ur drottins mun koma sem þjófur á
nóttu. Eruð þið búnir að gleyma því,
að í kvöld átti halastjarnan að vera
á ferðinni. Sjáið þið ekki að skipið
logar allt hátt og lágt?“ Nú gátu
menn ekki stillt sig lengur. „Ekki
logar þó í kabysunni“, gall einn strák-
urinn við. Mikið helvítis fífl er karl-
inn, skal hann halda, að það sé kom-
inn dómsdagur, þótt það sé dálítill
hrævareldur“. En nú fór að færast
líf í kokkinn. „Þú verður varla svona
kjaftfor, þegar púkarnir fara að
moka skrokknum á þér inn í logana,
því að varla verðurðu hægra megin
við blessaðan frelsarann, þú, sem
alla þína hundstíð og kattarævi, hefir
verið þér og allri þinni ætt til bölv-
aðrar skammar“. „Nú hann er að
lifna, gamli maðurinn, söng í strák-
unum.“ „Kannske Eyjólfur hress-
ist.“ “ (Gamalt orðtæki vestra).
Einn hásetinn hét Magnús. Margir
uppnefndu hann og kölluðu hann
„mitt höfuð“. Hann var spekingsleg-
ur nokkuð, og fór sínar eigin götur
í skoðunum. Hann tók nú til máls:
Hugsar þú, vesæll maður, að þú sért
vitrari en englar guðs á himnum, eða
hefir hann kannske gefið þér eitt-
hvert sérstakt „bevís“ upp á, hvenær
dómsdagur á að verða? En hvað sem
því líður, hvort sem sá dagur er í
aðsigi eða ekki, vil ég fá mitt kaffi
refjalaust. Ég’ býst við, ef það á fyrir
mér að liggja að lenda vinstra megin
við dómstól drottins, eins og þú varst
að segja við hann Júlla greyið áðan,
að það breyti engu, hvort kaffi er í
maganum á mér ea ekki.“
Einhver varð svo til að hita kaffið,
og drukku menn það með góðri lyst,
enda fór þá þrumuveðrinu að slota
nokkuð. Við fórum svo upp til að
gera að fiskinum, sem eftir var. En
Eymundur lagði sig. — Lengi á eftir
var hann framlágur, ef minnzt var
á halastjörnu; þagnaði þá einatt eins
og troðið væri upp í hann tusku,
þótt hann væri í hrókaræðum áður.
Nokkrum árum síðar, var ég stadd-
ur suður á Miðjarðarhafi, og lentum
við þá í miklu meira þrumuveðri en
þetta var. Varð mér þá hugsað til
Eymundar, félaga míns, að líklega
myndi hann nú ekki vera í vafa um,
hvað nú væri í aðsigi, ef hann væri
þar staddur. En í dag sýnist mér
mennirnir vera orðnir einfærir um
að afmá sjálfa sig, og máske gjöra
AZ T E KA
Framhald af bles. 607.
fyrir endurbótum og nýbyggingum
hofa borgarinnar og munu það merk
ustu stjórnarverk hans. Til minning-
ar um sigra sína, lét hann rista mynd-
ir og frásagnir á fórnarstein geysi-
mikinn, en hins vegar virðist aðallega
hafa verið um endursigra að ræða,
því að flestar borgirnar koma fyrir
áður á skrám Tenochca. Sigrarnir
hafa einkum verið fólgnir í því að
bæla niður uppreisnir. Enda fór svo
að lokum að Tizoc var myrtur á eitri.
Voru þar að verki herforingjar hans,
sem höfðu fyrirlitningu á höfðingj-
anum sakir ódugnaðar hans í mann-
raunum.
Ahuitzotl varð höfðingi eftir Tizoc
1486. Fyrsta verk hans var að ljúka
hofbyggingum fyrirrennara sinna, og
þá þurfti að afla fanga til að fórna
stríðsguðnum til dýrðar. Hann leitaði
aðstoðar hjá Nezahualpilli i Texcoco,
og saman fóru bandamennirnir í
herferð norður á bóginn. Sú herferð
stóð í tvö ár, enda varð herfangið
ríkulegt. Heim sneru þeir með ekki
færri en tuttugu þúsund fanga, sem
öllum var fórnað á sama hátt. Hjart-
að var slitið lifandi úr brjósti þeirra.
Þetta blót var hið mesta í gjörvallri
sögu Azteka.
Ahuitzotl átti stöðugt í herferðum,
og komst allt suður i Guatemala og
norður undir núverandi landamæri
Bandaríkjanna. Höfuðborgin, Tenoch-
titlan, óx mjög á valdadögum hans,
og því lét Ahuitzotl leggja þangað
nýja og stærri vatnsveitu, en annars
bendir vöxtur borgarinnar til þess,
að síaukin fólksfjölgun hafi verið ein
meginástæða hernaðarstefnu höfð-
ingjans. En eftir sautján ára frægðar-
feril sem höfðingi, féll Ahuitzotl frá
árið 1503 úr höfuðmeini.
Þá var gerður að höfðingja Monte-
zuma II, sonur Axayacatls og frændi
Ahuitizotls. Hann átti fullt í fangi
með að bæla niður uppreisnir, sem
undirokaðir þjóðflokkar voru sífellt
að gera gegn yfirráðum Tenochca, og
auk þess varð hann stöðugt að afla
nýrar fanga til að fórna á altari
stríðsguðsins. Væri það vanrækt,
mátti eiga von ófarnaðar. Monte-
zunza II. náði aldrei að sýna guðnum
jafnmikinn sóma og frændi hans,
þeir það einhvern góðan veðurdag;
sæll er þá Eymundur félagi minn, því
að ekki er ég í nokkrum vafa um
það, að bæði hann og Júlli greyið,
hafa lent hægra megin við „dómstóí
drottins“.
R I K I Ð
Ahuitízotl, hafði gert, er hann blót-
aði tuttugu þúsundum í einu, en þó
tókst honum eitt sinn að leiða tólf
þúsund fanga fyrir guðinn á einni
blóthátíð.
Montezuma var ekki jafnsigursæll
og frændi hans, og hann fór i nokkrar
misheppnaðar herferðir. Hins vegar
tókst honum að koma bandamönnum
sínum i Coxcox á kné og hefna þann-
ig dóttur sinnar. Hersveitir Nvzuhua
pillis áttu í ófriði, en Montezuma
gerði ekkert þeirn til aðstoðar, heldur
horfði með ánægju á þær þurrkast
út. Og þegar Nezahuapilli lézt árið
1516, útnefndi Montezuma eftirmann
hans, án þess að taka tillit td óska
Coxcoxa sjálfra. Þetta varð til þess,
að bandalag borganna rofnaði, því
að höfðingjefni það, sem sett var hjá,
gerði uppreisn.
Árið 1519 hófst herferð Cortés til
Mexíkó. Sama ár lézt Montezuma II.
Spánverjar segja, að landar hans
hafi grýtt hann, en Indíánar halda
fram á móti, að Spánverjar hafi kyrkt
hann. Eftirmaður hans, Cuitlahuac,
lézt eftir fáeina mánuði, og tók þá
við höfðingjatign, síðasti Aztekahöfð-
inginn Cuauhtemoc, sem Cortés lét
hengja nokkrum árum síðar.
Þessi er í stutlu máli saga Tenoch-
ca, voldugasta ættbálks Aztekaríkis-
ins. Sú saga ein segir ekki nema lítið
um þær merkilegu þjóðir, sem
bjuggu í Mexíkó síðustu aldirnar fyr-
ir landnám hvítra manna. Þjóðfélags-
skipan þeirra, atvinnuhættir, siðir
og trúarbrögð koma þar ekki fram
nema að mjög takmörkuðu leyti, ut-
anvelta við þá upptalningu manna-
nafna og þjóðflokka, sem slkt sögu-
ágrip hlýtur að vera. Þó eru það
þessi atriði, sem notadrýgst eru til
skilnings sögunni og reyndar nauð-
synleg. Þetta á ekki hvað sízt við,
þegar skýra skal þá staðreynd, sem
mörgum hefur þótt merkileg, að Az?
tekaríkið, jafnvoldugt og það var,
skyldi falla fyrir fámennum flokki
úttaugaðra spænskra ævintýramanna
og hermanna. í síðari pistli verða af
þeim sökum raktir helztu þættir
menningar Azteka, gerð grein fyrir
trúarbrögðum þeirrá og stjórnarhátt-
um, og síðan fylgir frásögn af falli
ríkis þeirra, og verður reynt að skýra
að nokkru, hvað því olli.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
601