Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Qupperneq 11
legur djöfsi með öxi reiddia á loft, albúinn, aö því er virtist, aö færa vopnið í höfnS mér. Ég stóö sem negldur niður. Sviti spratt út um mig allan. Ég beit saman tönnunum til þess að lcæfa ópið, sem ætlaði að brjótast út úr mér. — Loksins náði ég valdi á óttia miínucn og steig skrefi nær forynjum þessum. Þær stóðu grafkyrrar. Nú sá ég loks, hvað þetta var! Þetta voru líkneskjur úr steini, me:staralega höggnar. Efalaust gerð- ar í þeim tilgangi að fylla óboðna gesti ofboði og ótta. Ég gekk nú ögn lengra og sá þá grdla í fleiri styttur ferlegar. Staður þessi, sem ég var staddur á, reyndist vera fremur mjór, ílangur salur, og var hurð rammleg fyrir öðrum enda hans. Með báðum langveggjum stóðu styttur af ófrýni- legum og illmannlegum stríðsimönn- um, svo vel úr garði gerðar, að við flöktandi skin kertaljóssins sýnd- ist draugahirð þessa undirheimadjúps gædd vofulegu lífi. Eiin styttan var af konu, revndar mjög fagurri. Þð var ásjónan svo grimmdarleg og á henni slíkur mannvonzkublær, að feg urð hennar varð allt að því djöful- leg. Þó hefur þeim, sem þessum myndum hefur raðað þarna, ekki fundizt nægum ótta stafa frá hinni fögru norn — svo að hann hefur sett hauskúpu af manni á hina útrétta hönd líkneslcjunnar. Ég gekk fljótt úr skugga um, að hauskúpan var ekki mannaverk — heldur raunveruleg hauskúpa af manni, sem sá upp á mig tómum augnatóftum og dauða- legu glotti. Félögum mínum var nú farið að leiðast eftir vitneskju um þessa und- irheima og kölluðu ákaft til mín, hvað ég sæi. Ég sagði þeim aðeins, að hér væri salur og lokuð hurð í öðrum enda hans. Nú vil'di foringinn endilega síga niður til mín og varð ég því sannarlega feginn. Þegar hann kom niður, varð hann svo hræddur. að við sjólft lá, að hann hnigi í gólf- ið. En nærvera mín styrkti hann Rukum við nú báðir að hinni dular- fullu hurð. Hún var eirbent og stór koparhringur festur í hana miðja. Við to-guðum í hringinn af öllum mætti og af því að við vorum báðir rammir að afli, þá tókst okkur losa hurðina með heljarátaki, svo að hún hrökk upp skyndilega. Gaus þá fit um þessar dimmu dyr slíkur ógna- fnykur, að við sjálft lá, að okkur ídægi fyrir brjóst og við féllum í óvit. Við hentumst frá á meðan þessi hræðilega fýla var að jafnast um salinn. Síðan áræddum við að að- gæta, hvað þanna væri fyrir innan. Þar var þá herbergi, ekki mjög stórt, fullt af kistum og alls konar dóti. Þegar við gættum betur að, sáum við, að kistur þessar stóðu galopnar því að svo mjög hafði verið í þæ troðið. Sumar voru fullar af gamai mynt, bæði silfri os gullmynt, h' innan um annað. Aðrar voru bav fullar af al'ls jí: silfu ' 'kerum, ljósastikum, dýrindis gull- kaleikum og öðrum kirkjugripum, hrúgur af kvensilfri, armbönd, háls- men, sylgjur og höfúðdjásn af eld- gamalli gerð. Þarna var stærðar skrín, fullt af gullhringum, settum dýrum steinum. En þegar við aðgættum bet- ur, sást, að mannskjúkur voru innan í sumum hringanna. Þeir, sem þessa fjár höfðu aflað, höfðu ekki gefið sér tíma til að taka hrimgina af hönd um eigenda þeirra, heldur höggvið fingurna af með öllu saman. Enda sýndu beinahrúgur, að hér höfðu menn verið deyddir, — hvernig, höfð um við enga hugsun eða möguleika á að athuga. — Hitt var augljóst, að hér stóðum við í fjárhirzlu ræningja- riddara, sem á sinni tíð höfðu setið hér eins og hrægammar á klett.i og steyp sér yfir varnarlausa ferðamenn, sem fram hjá þurftu að fara. Ég sbarði þögull á þessar óhugnanlegu minningar grimmilegrar fortíðar, sem fylltu mig ógn og hryllingi. Þannig stóðum við báðir orðiausir nokkra stund. — Þá rétti foringinn allt í einu úr sér, leit á mig með annarlegri glóð í augum og sagði: „Við erum orðnir rí'kir menn“! Mér varð orðfall af undrun, ég sviaraði engu. Hann fór þá sem óðast að gramsa í gullhrúgunum, valdi úr skartgripunum, hristi kjúkurnar úr gullihringunum og tróð vasa sína fulla, svo að þeir ætluðu að rifna. Nú voru félagar okkar orðnir svo óþolinmóðir, að einn þeirra lét sig síga niður til okkar Honum brá í fyrstu mjög illa við, en munur var þó á, að við vorum nú orðnir þrír saman á þessum ófélega stað. Hann starði fyrst stjarfur á gersemarnar, — réðist svo á fjársjóðinn eins og lífið ætti að leysa. — Er ekki að orð- lengja það, að allir lcomu þeir niður á endanum og tróðu á sig eins miklu eims og þeir máttu framast. Ég var þá fyrir lön.gu farinn upp í salinn, þegar þeir loksins höfðu hirt nóg, hvað svo sem þeir hafa eftir skilið, hafi það þá verið nokkuð annað en stærstu og þyngstu gripirnir. Þegar nú allir voru komnir upp i salinn^ var furðuhljótt yfir mannskapnum. Öll kætin og drengjalætin voru horf- in út í veður og vind. Þarna sátu þegjandalegir, svipdimmir menn. Það var líkast því, sem þeir hefðu allir elzt allt í einu um nokkur ár. Ég sjélfur tók ekki til mín einn einasta hlut úr þessu gamla ræningjabæli. Mér var fullkunnugt um, að lög lands ins mæltu svo fyrir, að allar slíkar fornminjar sem þessar skyldu eign þýzka rikisin'S. Ef þær eru ekki af- hentar réttum yfirvöldum, þá liggja við þungar sektir, eins og fyrir lög- brot og gripdeildir. Ég spurði þá eiinskis, þótt mér léki reyndar nokkur forvitni á, hvernig þeir hyggðust koma svo fornum og sérkennilegum hlutum í verð — án þess að verða sjálfir uppvísir að stórfelldum þjófn- aði. — Ég sá ekki betur en foring- inn gæfi mér hornauga, bæði skömm- ustulegur og tortrygginn. Hinum var sjáanléga svipað í sfnni, þar sem þeir vissu allir, að ég var sá eini, sem ekkert hirti af þessum gamla ráns- feng. Ég sagði því að lokum við þá, að þetta at'hæfi væri á þeirra eigin ábyrgð — mér kæmi það ekki vjð Ég væri útlendingur og færi nú brát' áleið'3 til míns heimkynnis. Aldre myndi ég segja til þeirra eða yfirleitt segja neinum frá þessum atburði. Þeir virtust mjög fegnir. Ég var eng- um þeirra persónulega kunnugur, vissi ekkert ttm eimkahagi þeirra hvers um sig — hvort þá í raun og veru rak einhver nauð til þess að brjóta þannig lög sins eigin land'S. Við fórum nú að koma okkur af stað, þar sem farið var að birta af degi. Engan virtist fýsa að dveljast hér lengur. Það var eins og öllum lægi einhver ósköp á. Þokunni var sem óðast að létta af fjallstindinum fyrir ofan okkur, þótt enn byrgði hún hlíðar allar hið neðra. Við þrömmuð- um út úr þessu gamla arnarhreiðri, létum það eftir í einveru sinni og auðn, þar sem vofur ógnþrunginna atburða svifu enn yfir leifum fornr- ar aldar. Við komumst loks eftir langa mæðu til byggða — langt frá þorp- inu, þar sem við fyrst l'ögðum upp í þessa eftirminnilegu fjallgöngu. Vtð skildum þar. Enginn mæltist til frek- ari kynma í framtíðinni. Ég hélt heimleiðis til Danmerkur stuttu síðar“. Gesturinn hafði lokið sögu sinni. Það var þögn í bókastofunni dálitla stu.nd á eftir. Síðan hélt samtalið áfram á víð og dreif. Ég skreiddist dofinn og stirður undan stólnum og læddist hljóðlausum skrefum út úr viðhafnarstofunni upp á loft og hátt- aði. Aldrei þorði ég að láta foreldra mina vita, hvers ég hafði orðið áskynja þetta kvöld — í fyrsta o» eina S'kiptið á ævinmi, sem ég bræ' boð þeirra og lá á hleri. En sögu gestsins um riddarahö.Uma í þokunni gleymi ég aldrei“. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 611

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.