Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 22
I LETTUR kki á góðu von í>orvaldur bóndi á Neðra-Skarði i í,eirársveit var einn hinn mesti blót- vargur, en annars merkur maður. í l«eirársveit er viða veðrasamt, og heyrist stundum veðurgnýr í Skarðs- heiðinni, áður en hvessir til muna niðri í sveitinni. Um þetta fór Þor valdur svofelldum orðum: „Þegar hvín í andskotanum, þá er djöfnllinn vís“. Ekki barna meðfæri Runkhús hét kot eitt í túninu á Reykhólum. Þar bjó karl, er hét Frið- rik, og var meðhjálpari í Reykhóla- kirkju. Hann var alldrjúgur af emb- ætti sínu og hafði á sér virðulegt fyrirmannasnið, talaði settlega og flanaði ekki að neinu. Stundum velti hann vöngum, spennti kirkjulykilinn i greipum sér og mælti: „Þetta er ekki barna meðfæri". Ekki langt að bíða Séra Skúli Gíslason á Breiðabóls- stað var maður biblíufastur, en Ein- ar bóndi á Skála undir Eyjafjöllum hafði tileinkað sér aðrar skoðanir. Urðu með þeim erjur um trúmál í veizlu einni þar eystra. Spurði þá TSinar séra Skúla, hvort hann héldi. að Faraó og lið hans hefði farið til belvítis. „Þú ert orðinn svo gamall maður, Einar minn“, svaraði séra Skúli, „að þú hlýtur bráðum að fá vitneskju um það “ Með horn í vanga Séra Björn Halldórsson var nýkom- inn að Sauðlauksdal og reið um sókn- ir sínar til þes að grennslast eftir þekkingu fólks í sáluhjálparefnum Hitti hann þá fyrir karl gamlan, sem mjög var farinn að ryðga í fræðun- um. beitaði prestur fast eftir því, irvort hann gæti ekki rifjað upp eitt- hvn'ð, sem væri guði þekkt Eftir nokkiirt þóf minntist karl bænar, *em hann hafði stundum brugðið fyrir sig, þegar í nauðir rak. og b>o5di hann nú þessa bæn fyrir nýja eöi:°arherrann: „Ungillinn mætti mér á miðri bra'tt, Hafði hann horn í vanga og stmgaói mig sem naut. Vaki vörður gué’s vel yfir mér.“ CLki bémonnseíni Það bar við. sem oftar, að unglings piltur úr Landsveit kom að Selasundi til Ólafs bónda Jónssonar. Þáði hann þar góðgerðir, því að gestrteni var þar á bæ og jafnan gnægð af fornu kjammeti í búi. Meðal annars var piltinum borið kaffi og sykur með því. Ólafur bóndi sat inni, skegg- ræddi við piltínn og var hinn alúð- lega-sti. En þegar hann var farinn, mælti Ólafur upp úr eins manns hljóði: „Aldrei verður hann búmaður Hann lét sex mola í bollann". Mesta leirskáldfö Ingibjörg sú, sem kölluð var Imba slæpa og átti heima í Hreppum aust- ur, var einhverju sinni að fara með eitthvað af vísnabulli sínu fyrir séra Valdimar Briem. Segir þá séra Valdi- mar: „Það er ég viss um, að þér er- uð mesta leirskáld á íslandi, Xngi- björg mín“. „Ó, mikil ósköp, það er nú enginn annar en þér, blessaður prófastur minn,“ svaraði Ingibjörg. Séra Valdimar Briem orti oft eftir- mæli eða erfiljóð, sem svo voru nefnd, og voru mjög í tízku í byrjun þessarar aldar. Einhverju sinni kom maður gagngert sunnan úr Reykja- vík austur að Stóranúpi til þess að biðja prófast að gerá erfiljóð eftir ein'hvern merkismann í höfuðstaðn- um. Þá gerði Imba þessa vísu: Sendimaður sendur var upp í séra Valdimar, til að yrkja ljöðin þar. Imba hafði það fyrir sið að hnýta gjarna þessari setningu við vísur sín- ar: „Þetta gat ég, þó vitlaus sé“. Var henni orðið þetta svo tamt, að hún sleppti oft fyrri hlutanum og lét nægja að segja aðeins „þó vitlaus sé“. Gat þetta orðið býsna skoplegt eins og þetta stef hennar sýnir: Stóranúpinn byggir snar Brímur prestur Valdimar, þó vitlaus sé. Eitt sinn var Imba send með bréf að Stóranúpi og þótti henni það sjálf- sagt vegsauki, og eins og fleirum, þótti henni gott að koma að Núpi, en feðgarnir séra Valdimar og Ólafur sonur hans höfðu gaman af masi Lausn 67. krossgátu hennar. Þegar Imba vatt sér inn og afhenti bréfið, mælti 'hún fram þessa v'ísu: Fram að Núpi hendist ég, úr hendi mér að venda. Á stigagólfi stend ég hér, J mill'i tveggja presta. / Þær fijóta ekki lausbeiziaöar Togarasjómaður hér í Reykjavík, sem var nýkominn af sjónum, sat til borðs með allmörgu fólki, þar sem seldur var matur. Fóru borðnautar hans að spyrja, hvernig túrinn hefði gengið og hvernig aflazt hefði. Lét hann illa yfir og sagði, að lítið hefði fiskazt. Þá gellur ein stúlkan við, sem við horðið sat og var nokkuð fljótfær, en fremur vitgrönn, og segir: — Og veiddist þá engin lifur held- ur? — Þær fljóta ekki lausbeizlaðar í sjónum, lifrarnar, svaraði sjómaður- inn með mestu hægð Hákon skyldi hann heita Á prestsetri einu hér á Suðurlandi ól vinnukona barn. Prestskonan á staðnum hét Sigurlaug og hafði vinnu konan miklar mætur á húsmóður sinni og kvaðst vilja láta barnið heita í höfuðið á henni, en barnið var piltbarn. Þegar átti að fara að skíra, spurði prestur um nafn barnsins, en stúlkan sagði, að það ætti að heita Hákon. Prestur spurði þá, hvort ekki væri réttara, að drengurinn yrði nefndur Sigurlaugur, ef hann ætti að heita í h.öfuð prestskonunnar. „Nei, svaraði stúlkan, — hann á að heita Hákon, eða er hún frú Sigurlaug kannski ekki bæði há kona og hæst setta kona sveitarinnar?" Drengurinn ''av skírður Hákon. 622 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.