Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 2
r GAMLA KONAN ýtti vagnskriflinu sínu á undan sér gegnum hóp her- manna sem safnazt höfðu saman í útjaðri hins'eyðilagða þorps. Ofan á vagninn var Dundinn' stór, óvandað- ur kassi, sem var í lögun eins og lík- kista. Hermennirnir voru mjög undr- andi, því það var spaugilegt, að nokkr um skyldi detta í hug að grafa sína dánu, þegar iík lágu út um allt í Silesia og voru jafn hversdagsleg sjón og villt runnaber. Þeir þyrptust kringum óhrjálegar börurnar og gerðu sig líklega til að athuga þær nánar og skerast í leik- inn. Gamla konan var auðsjáanlega fegin að staldia við og hvíla sig. — Hún stanzaði, settist á handvagninn og þurrkaði óhreinan svitann framan úr sér, með rytjulegum endunum á sjalgarminum sínum. Hún var ákaf- lega þreytt. Hefði hún ekki verið sterkbyggð eins og dráttarklár, hefði hún verið löngu dauð úr hungri, pest og hræðslu. Sumir hermannanna skopuðust að henni. „Hvert ertu að fara, ma belle? Hvar náðirðu í þessa kistu gamla galdra- norn? Sástu bálið í kirkjugarðinum í nótt er leið, eftir að sprengjan gróf þar djúpa holu og kveikti í? Nóg af kistum þar, ma foi! Og fallegar gular hauskúpur í þeim. Mon Dieu! Þær virtust fegnar dálítilli hlýju, ef dæma má af því, hvernig þær glottu framan í okkur.“ Brynjaður riddari, blár um munn- inn af kulda, bætti við um leið og hann sveiflaði handleggjunum í kross yfir bringu sina: „Það er meiri fjandans vetrai kuldinn hér, svona snemma, í þessu helvízka landi ykk- ar!“ Gamta konan hafði nú jafnað sig dálítið og kastað mæðinni. Aðeins lítilsháttar skjálfti í sterklegum kjálk um hennar bar vott um, hversu göm- ul og uppgefin hún var. „Það er eiginmaðurinn minn — maðurinn minn. — hann dó úr hungri. Ég er að fara með hann upp í litla kirkjugarðinn sem nunnumar eiga uppi á hæðinrn Hann var vanur að vinnr fyrir þær. og þær voru búnar að lofa honum grafieit þar í garðin- um“. „Hvernig gazt þú búið til kistuna?“ spurði grannvaxinn fánaberi. Hann var nógu ungur til þess, að taka sér nærri alla þá eyðileggingu og mann- dráp, sem hann var áhorfandi að. Falleg augu hans voru þiútin af reyk- ingum og víndrykkju, en það, sem sást af hörundi hans, ofan við bláan einkennisbúninginn, var bjart og mjúkt, þrátt íyrir vosbúð og harð- ræði herþjónustunnar. „Maðurinn minn var smiður, og hann smíðaði kistuna sína sjálfur meðan enn var hægt að fá ódýrt timbur“. Hermenirnir, sljóir og geispandi, störðu. Það var eitthvað afskræmis- legt við þessa gömlu kerlingar- skrukku, svona stórskorna og horaða, með stórar, slitnar hendur, innfallna, hrukkótta vanga, vaxna gráum hár- broddum, uppþornaða slefu í munn- vikunum og augnatillit, sem var ó- hvikult, hörkulegt og, ef til vill, vit- firrt. „Sennilega“ sagði undirforinginn, Eftir George Preedy 626 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.