Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 10
jafnað við teppið frá BaldishoJkirkju. Hanna Ryggen hafði verið norskur iþegn í kvartöld, þegr hún sló vef- inn um borgarastyrjöldina á Spáni. en aldrei augum litið þann aprílmann d»g þann maíriddara er eftir standa af 12. aldar árhringsvefnum er kirkju gólfið í Nesi, Heiðmörk, geymdi óvit- að frá siðskiptian; fannst óvart þá kirkjan á hóinum var rifin þjóðhátíð- arárið hér, samdægurs og hún anima okkar Kirstín Katrín færði upp ballið imeð Friðrik níunda. Samanburðurinn er óafgreiddur. Einhver hliðstæða gæti verið þarna falin, en djúnt er á henni. Eidri vefur- inn er rómanskur, einnig undir auð- sæjum áhrifum keltnesikrar handrita- lýsingar, skrautið aðflutt, formið til- lært, en mætir á miðri leið steinristu norrænna og dýral'ögum Osebergs- teppa, orðið hefð og lenzka. Aðhæft staðháttum, útfært í myndskurði, mál un, orðsmíð, orðið' samgróið þeim hug ■og höndum er þar hafa um farið og heimfært til átthaga. Baldisholteppið er ekki alþýðuvefHst, þar eru verk- menntaðar hendur atvinnuvefara og myndsýn klá'r, hæfð að heimaerfðum formum og aðlöguð vefnaðartækninni af slíku næmi. Síðar verða þessir vefir tveir e.t.v. að sumra máti jafnokar að gildi. Sam- eiginlegt eiga þeir ekkert nerna að nokkru myndvefnaðartæknina og róm ansika bogann. í Baldisholteppinu Iok- ar hann imánaðareitum. í Spánarvefn- um er boginn tákn og inntak, birtist þar sem enn ein útgáfa hins gullna hliðs sælunnar mitt í blóðregni átak- anna milli áþjánar og frelsis. Annara angur er enn orðið eigið hugarböl Hönnu Ryggen, nú komið inn á gafl. Trú alþýðukonunnar hefur ekki verið raskað, en við henni ýtt og með sér óvanri vandvirkni krossfestir hún Franco. Hylur hann hálfan í krossuðu símunstri og krýnir hann kaþólsku jafn vandlega og væri 18. aldar ekkj- an Berit Hilmo að vefa sínar ábreið- ur. MiðaldaJegur er vefurinn um Spán. Hérlend hliðstæða væri altaris- brúnin frá Söndum í Dýrafirði. Þar er röðun nákvæmt sú sama á Adams- börnum í víti og lýðveldishernum við guilna hvolfportið, en enginn Kristur niðurstiginn að hjálpa „börnum þín- um réttlátum mínu:m“. í stað höfð- ingja dauðans er Franco og teflir fram kirkjunni, hefur hana að skddi, ver sig með henni hjá himnahliðinu, sem í vefnum er slegið brekánsbönd- um, jafn heimalegt, og hefði Hanna það nærtækt á rúmstæðinu sínu að kvöldi. Hvað um það. Á útskeri fyrir opnu Atlantshafi um vor 1938 var vefur breiddur á hlöðuvegig og í fyrsta smn séður aliur, utan í huga þeirrar konu, er nennti því að meðlifa ógnina er viðgekkst fjarri og festa í Darraðar- ijóð úr ull. í barningi sínum við ullina er Hanna Ryggen komin það áleiðis, að geta sagt það sem hún vill segja. Hún yrkir beint í uppistöðuna án upp- dráttar, snöggskynjar hvern part vefs ins jafnótt hún slær ívafinu. Það er það sem gerir myndvefi hennar svo sterka, einnig happa- og glappalega. Og við það leggst þessi skyggna lit- sýn, litnautn, meðfædd kennd gagn- vart sjálfstæðu lífi litarins. Og frjálsu. Hún gæti hafa ofið skegg manns grænt eins og í Baldisholvefnum Grá- ir litir, svarbláir og rauðir eru ríkj- andi í myndvefnum um borgarastyrj- öldina á Spáni og upplitast, bleikjast við hlið Baldisholvefsins í Listiðnsafni Oslóar, bíða síns tíma. „Stundin nálg- ast“, heitir vefurinn um Spán. ,,La hora se aproxima", er innofið ofar gullna hliðinu. DAUÐI í kolsvörtu og skjali- Stærð: hvítu miskunnarleysi 130x150 reynir Hanna Ryggen að Ofið 1936. losa sig við ógn nazista og fasista í „Dauðatepp- inu“, strangstílfærir kvöiina í mynd- tákn fjariæg mannlífi. Enginn hefur viljað eiga þann vef. Vefarinn er ekki að leita að fegurð inni. Hitt, að verkið mætti lifa í hug- uen annara er henni mikilvægt, að gera áhorfendur þátttakendur i inn- taki vefsins. En frásagnarþörfin og starfsorkan gleymir því stundum að áhorfendur sikilja fyrr en skellur í tönn. Hanna Ryggen er móðirin sem agar mannahömin hin, þó etoki þýði meir að tala við aumingiann sinn heima, Mónu; litlu fallegu stúlk-una. Móna snöggbirtist oft sem mótvægi ijótleikans í vefjunum, nærfærið við- lag viðkvæmninnar, einnig í mynda- teppinu frá Grini. GRlNi Vefurinn um fangavist Stærð: Hans Ryggen á Grini er 190x170 ljótur og á að vera ljótur. Lokið 1945. Listamenn fangar þar fengu flestir þann starfa að gjöra andlitsmyndir þýzku foringj- anna og var Hans Ryggen þar ekki undanskilinn fremur en mágur minn myndhöggvarinn Oddur Hilt. En í höndum Hönnu sem heima situr á Örlandi og slær vefinn, umkringd rússnesk'um föngum og þýzku setu- liði, verða þessi andlit ofin að ófreskj um, glottandi hauskúpum, skrímslum, í kringum fanga númer 13243, eigin- manninn. Litavalið í þessum Grini-vef er ekki mddilegt. Eitraðir guigrænir logalit- ir brenna þar í hárauðura rosa. Hanna Ryggen virðist sjálf hálfhrædd við þetta, klippir vefinn ekki niður fyrr en 1945. Myndofnu vaggklæðin frá stríðs árunum eru mörg og í þeim flestum er andstæðum telft 'hvorri gegn ann- ari, hæði í táknrænni merkingu, einn- ig í formgjöf og lit. 634 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.