Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 6
ESJUBERG götu er, og gef við tvö mörk silf- urs.“ Munkurinn gerði svo. Hús- karlinn gat keypta þúfuna og gróf síðan í jörðina og hitti þar manns- bein. Hann tók þau upp og fór heim með. Hina næstu nótt dreymdi Halldór, að Ásólfur kom að honum og kveðst bæði augu sprengja úr hausi honum, nema hann keypti bein hans slíku verði sem hann seldi. Halldór keypti bein Ásóifs og lét gera að tréskrín og setja yfir altari. Halldór sendi Illuga son sinn utan eftir kirkjuviði. En er hann fór út aftur, og er hann kom milli Reykjaness og Snæfellsness, þá náði hann ei fyrir stýrimönnum að taka land, þar ér hann vildi. Þá bar hann fyrir borð kirkjuviðinn allan og bað koma þar sem Ásólfur vildi, en Austmenn komu vestur í Vaðil. En þrem nóttum siðar kom viður- inn á Kirkiusand að Hólmi, nema tvö tré komu á Raufarnes á Mýr- um. Halldór lét gera kirkju þrítuga g viði þakta og helgaði Kolum- kiila með guði“. Þótt tildrögin til þessarar kirkju- byggingar á Hólmi muni nú þykja með nokkrum ólíkincfjm, þá er ástæðulaust að efast um hitt, að á 11. öld var byggð þar kirkja, sem var helguð Kolumkilla. Og hitt er einnig sennilegt, að sú kirkja hafi geymt skrín Ásólfs, enda mátti Halldóri vera slíkt skylt, þar sem Ásólfur var mikill guðsmaður og auk þess var Halldór nokkuð skýld- ur honum fram í ættir. Ekki er nú kunnugt um neina kirkju á íslandi, sem helguð væri Kolumkllla síðar en þessi kirkja á Akranesi, og er þar auðsæilega um endurvakningu fornra minja frá upphafi lands- byggðar. o Kirkjurnar á Hólmi og Esjubergi munu ekki hafa verið einu kirkj- urnar, sem helgaðar voru Kolum- killa hér á landi. Austur á Síðu mun þriðja kirkjan hafa staðið frá því á landnámsöld og notið verndar Kolumkilla. „Ketill fíflski . . . fór úr Suðureyum til íslands. Hann var kristinn. . . . Ketill bjó í Kirkjubæ. Þar höfðu áður setið Papar, og eigi máttu þar heiðnir menn búa.“ Hugsanlegt er, að Pap- ar hafi enn búið í Kirkjubæ, þegar Ketill kom þangað, og hefur hann þá notað sömu kirkju og þeir, enda mun bæjarnafnið stafa af því, að þar hefur kirkja staðið frá önd- verðu. Nú er ýmislegt, sem bendir til þess, að Papar hafi haft hérstakt dálæti á Kolumkilla ,og er slíkt þó oflangt mál til að ræða að sinni. Þó langar mlg til að drepa á örfá atr- iði, sem varða þetta mál nokkuð, KiRKJUBÆR 630 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.