Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 9
á höfði í lygnunni; hán skeytir því naumum þanka, þó yið undir náttmái séum á floti í rauðagulli kvöldsólar á sl’óru, myrkgrænu grasteppi þessarar gróðursælu flateyjar, ásamt með hirð af sandeyrum, hvítum af fugli. Sér það ekki meir. Eyjuna alia á hún innra með sér, Örl'andið er henni runnið í merg og blóð, en hugudnn er ekki lengur heima. Verpid Hönnu Ryggen er hvorki innan veggja né utan gátta, hún er mitt í mann- lífinu, fjarstödd slær hún nútíS annarra manna inn í vefinn — síðan hún fékk útvarpið. Einangrun Örlands gefur henni vinnufrið og þá fjarlægð er td þarf að endurlifa frétta'harmleik stjórn- málahringekjunnar. Enda þótt ofin verk hennar séu á tízkuoddi í dag, eru þau í rauninni ekki tízkufyrirbæri og hún nýtir ekki nútímaafstöðu til myndlistar að öðru en henni hentar og hæfir þeirri vef- tækni sem hún hefur vahð sér, ofin verk hennar eru ekki ætluð deginucn í' dag einum, fremur dögum kynslóð- anna sem koma tU varnaðar. Þótt söfn, ríki og einstaklingar hafi keypt þessa margslungnu myndvefi og list sýningarsalir hafi staðið þeim opnir síðustu tvo áratugi, er Hanna Ryggen ekki að framleiða listaverk eftir pönt- un. í heimagerðum vefstól setur hún samtíðina í skriftastól, fjarstödd slœr hún vel úr ullinni af kindunum sín- um um atburði er okkar kynslóð naut eða þoldi, vefur rás aldarinnar inn á milli þess að hún mjólkar kúna sína eða sópar hlaðið. Veraldarsagan ger- ist á einú og sömu bújörðinni, jörð- inni okkar, hvort heima er átt á Ör- landinu eða annars staðar, skiptir ekki máli. „Hér eru nokkur reynitré og einn heggur heima við. hús“, seg ir hún. „Þessi heggur er í öilvjn teppunum mínum. Vanti mig þennan dimma fjólulit, verður heggurinn einni grein fátœkari. Börkurinn er beztur að vorinu, þegar safinn rís og er rammur, ég notaði einnig þennan lit í andlit Mussolinís“. ETIOPIA Etíopíuvefurinn er nú Stærð: farinn að fjarlægjast okk 155x390 ur í tíma, orðinn mann- Ofið 1935 kynssaga, þó ekki hafi Eigandi: staðið á sögulegu fram- Listasafn haldi þeirra átaka er þar Þrándheims. urðu Hönnu Ryggen yrkis efni. Þegar þessi mynd- vefur var sýndur á heimssýriingunni í New York var lappi festur yfir and- lit Mussolinis. Það þótti vissara að hylja afrísku örina er stóð í auga hans. Hvít örvahríðin liggur lárétt í þéttum myrkviði missvartra upp- teygðra arma negranna, yfir glætuna frá bliknandi gerfitunglum í mynd nokkurra evrópskra valdhafa, Haile Selassie ögn utangarna í stássi sínu. Óvenju sparneytinn litavefur, svart og hvítt ríkjandi í ögrun, auk heggs- ins heima. Þetta var fyrsti löðrung urinn seim Hanna Ryggen rétti að samtíð sinni í rólegheitum, hún færír harmleikinn heim á hlað og gerir hann að sínum og slær eldlínu aldar skapa í vefinn án meiri hátíðleáks, en væri hún að skara glóðina undir matseldinni. SPÁNN Spanska myndvefnum StærS hefur verið líkt við 190x225 Guemicu Picassos, Klukk OfiS 1938 ur Hemingways og ljóð- Eigandi: jn um Spán eftir Mal- Listasafn raux. OSLO Á nú að bera það sem hæst hefur þó borið I hewnslistunum á 20. öldinni saman við ígrípaverk útkjálkabúandikonu. Hverra hagur er slíkt? Listdómarar ota sjálf um sér í oftali um annarra verk, aug- lýsing er það og einkaútsala. Hanna Ryggen er fyrst og fremst óvenjuleg og umtalsverð vegna aðstæðna sinna, vegna andstæðunnar milli eigin lífs og þess mannlífs hún gefur líf í vef og slíkur samanhurður er út í bláinn. Þar er of ójafn leikur og fátt sam- eiginlegt utan jnrf‘sefnið sjálft, hu0',- að og unnið í ólíkan efnisvið: ull, liti, orð. Þessum myndvef hefur einnig verið Fyrri hluti greinar eftir Valgerði Briem T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 633

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.