Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 4
KOLUMKILLI OG ÍSLAND o 1 sögu Hallfreðar vandræðaskálds frá Haukagili i Vatnsdal segir frá því, að skáldið er á siglingu heim til Islands og tekur þá banasótt. Hallfreður gerir feigur hinztu játn- ingar sínar í þrem vísum, og svo andast hann úti á hafi alls fjarri ættjörð sinni. Líki hans er varpað fyrir borð, og síðan rekur það á land i Eynni helgu í Suðureyjum, þar sem hið langþreytta skáld hlaut að síðustu verðskuldaðan hvíldar- stað. Þessi helgisaga af vandræðaskáld inu er ein af mörgum frásögnum í fornum bókmenntum vorum, sem sækja á hug minn um þessar mund ir. Ástæðan er sú, að nú eru liðnar réttar fjórtán aldir síðan heilagur Kolumkilli sigldi frá Irlandi til Eyj- arinnar helgu, og á hinn bóginn þágu íslendingar kristni sína fyrst frá Suðureyjum. Einhvern veginn finnst mér sem Hallfreður hefði gréin fvrir Sunnu- dagsblað Tímans. naumast getað hlotið öllu veglegri legstað en Eyna helgu í Suðureyj- um. Heilágur Kolumkilli, sem setti þar stað árið 563, var sjálfur hið merkasta skáld og Hallfreður hefði vafalaust kunnað að meta kveð- skap hans, ef hann hefði kynnzt honum. Og í írskum frásögnum hlýtur Kolumkilli mikið lof fyrir þá sök, að hann var formælandi irskra skálda í deilu þeirra við konunga. Svo hagaði þá til á frlandi, að skáld voru fjölmenn og kröfuhörð stétt, en konungar tímdu ekki að umbuna þeim að fornri venju fyrir skáld- skapinn. En skáldin voru stéttvís, og með harðfylgi Kolumkilla tókst þeim að rétta við hlut sinn. Ef félag íslenzkra skálda nú á vorum dögum er að velta því fyrir sér, hvort ekki væri tiltækilegt að taka sér vernd- ardýrling, er enginn vænlegri til en Kolumkilli. En undir vernd hans sótti Hallfreður skáld liðinn í Eyna helgu. I vestrænni kristni eru fá nöfn, sem eru í meiri hávegum höfð en nafn Kolumkilla, og því er þessa fjórtán alda afmælis minnzt með mikilli viðhöfn af unnendum krist- innar trúar víða um heim. Væntan- lega verður Kolumkilla einnig minnzt á íslandi, því að enginn kappi Krists mun hafa notið jafn- mikillar ástsældar hér fyrir kristni töku og hann. Kolumkilli er eini dýrlingurinn, sem íslenzkar kirkj- ur voru helgaðar fyrir 1000, svo að vitað sé um. Nú hættir mönnum oft til að gleyma því, hve mikilvægur þáttur í íslenzkri menningu kristn- in var frá Upphafi landnáma hér, en sú kristni var að verulegu leyti runnin frá Suðureyjum, þar sem Kolumkilli starfaði um áratuga skeið á síðari hluta sjöttu aldar. 0 Islenzk frumkristni er einkum tengd við eina ætt: afkomendur Bjarna bunu. í Landnámu segir um frumkristni hérlendis: „Svo segja vitrir menn, að nokkrir landnáms- menn liafi skírðir verið, þeir er byggt hafa Island, flestlr þeir, er komu vestan um haf. Er til þess nefndur Helgi magri og Örlygur hinn gamli, Helgi bjóla, Jörundur kristni, Auður djúpúðga, Ketill fiflski og enn fleiri menn, er komu vestan um haf. Og héldu sumir vel kristni til dauðadags, en það gekk óvíða í ættir, því að synir þeirra sumra reistu hof og blótuðu, en land var alheiðið nær hundraði vetra." Flestir þeir kristnu land- námsmenn, sem hér eru taldir upp, voru af ætt Bjarnar bunu eða tengdir honum, og kristni höfðu þeir kynnzt í Suðureyjum. Helgi bjóla, Unnur djúpúðga og Örlygur á Esjubergi voru öll sonaböm Bjarnar bunu, Helgi magri var kvæntur sonardóttur Bjarnar, Ket- ill fíflski var sonardóttursonur hans. Einungis Jörundur kristni var annarrar ættar, en faðir hans kom hingað frá Irlandi. Þótt Landnáma segi, að landið væri alheiðið nær hundraði vetra, þá mun óhætt að trúa því, aö margir gneistar krist- innar trúar hafi lifað af þetta tímabil. Vitað er, að afkomendur Ketils fiflska í Kirkjubæ á Siðu voru allir kristnir, og þeir hafa vafalaust notið mikils trausts af Kolumkilla eins og aðrir kristnir ís- lendingar um þessar mundir. Og kristni hefur hjarað lengstum af á Kjalarnesi, þótt stjórnskipan væri heiðin, enda var þar einhver sam- felldasta byggð vestrænna manna á öllu landinu. Það bendir meðal annars til lífseiglu íslenzkrar frum- kristni, að helztu formælendur kristinnar trúar um 1000 voru komnir af kristnum landnámsmönn um. Menn gátu blótað og haldið uppi hofum, þótt þeir tryðu ýmsum kennisetningum kristinnar trúar. Heiðni og kristni gátu ekki einungis þrifizt hlið við hlið í sama byggöar- lagi, heldur munu margir Islend- ingar að fornu hafa verið hálf- heiðnir eða hálfkristnir. Þar sem Kjalarnes er svo mikil- vægt hérað fyrir íslenzka frum- kristni ,er ekki úr vegi að rifja upp ummæli Landnámu um frumbyggja þess: „Örlygur hét son Hrapps, Bjarnar sonar bunu. Hann var að fóstri með Patreki biskupi hinum helga í Suðureyjum. Hann fýstist að fara til Islands og baö Patrek biskup að hann sæi um með hon- um. Biskup fekk honum kirkjuvið og bað hann hafa með sér plen- aríum og járnklukku og gullpening og mold vígða, að hann skyldi leggja undir hornstafi og hafa það fyrir vígslu og skyldi hann helga Kolumkilla.“ Síðan segir Landnáma frá sigling hans til Islands, hvernig hann þekkti Kjalarnes að fram- vísun Patreks; en áður hafði hann hrakið vestur á firði, þar sem hann skírði Patreksfjörð. Þótt Patrekur þessi sé kallaður biskup í Suðureyj- um, ber ekki að taka slíkt bókstaf- lega, því að átt er við Patrek helga, postula íra. En hann var uppi á L628 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.