Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 8
HANNAH RYGGEN: Fædd í Málmey 21. marz 1894. Kennaranám. Málaranám. Gift 1923. Gullverðlaun Prins Eugen 1959. Svningar á myndvefjum í Noregi: Trondheims Kunstforening; Kunstnerforbundet, Osio; Kunstnernes Hus, Oslo; Bergens Kunstforening. Sýningar á myndvefjum utanlands: Liljevalchs Konsthall, Stockholm; Malmö Museum. Rohsska Konst. slöjdmuseum, Göteborg; Nordiska Konstforbundet, Göteb.; Nordiska Konstforbundet, Helsinki; Rádhu•Siilien Kobanhavn; Triennalen, Milar.o; Peti Palais, París; Smithsonian ínstitution, Washington USA — umferða- sýning y-> 'p ‘éndheimsfirði á Örland- inu flata eru mannabústaðir. Klukk- þa ldngu útgengnar, dagatali ekki flett. árstíðirnar slá taktinn. Haustþakan er þar heimakær. Stundum ktinur hún utan af hafinu. MórauSúr þokuveggurinn nálgast þá án miskunnar og yrjar úr lóðréttu i ikkunnn fyllir fjarðarmynn ið og sogar í sig sjó og land, færir a kaf í áttl'aust tóm, svo ekki sér á hönd. Á lygnum haust- kvöldum, eftir heitan dag er þokan tur og laumast nú frá landi. Lyppast niður hlíðar á vogskorinni vesturstrandlengjunni og leggst lá- n í með sjó. Nú er hún hvítloðna, sem hylur undirlendið, nær okkur b sem við göngum á Örland- inu með höfuð'in upp úr kófinu og tölumst við. Og hafáttin stendur uppá. Aðg nni gefur undiröldunni greið an gang inn á láglenda eyjuna og VEFURINN og Hannah Ryggen ber hafátt í stórstraum með vaxandi tungli, brýtur af á flóðinu. Útsynningurinn er þarna langræk- inn og votur og þegar tungl veður í skýjum hvassra vetrarnátta i snjó- leysu, hverfur manni landkenndin og eyjan er á reki undir hrönnuðu himna hvolfi, mannskepnan stendur þar ein í ógn, yfirgefin, yzt í veraldarúthafi. í vetrarhörkum og snjóalögum breiðir Örland úr sér. Sundin legg- ur milli eyjar og eyranna, sjálf eyjan hverfur í samfellda ísbreiðu, hvert örnefni og merkileiti undir gljáfrera. Hvít auðn í svörtum sjó, utan þetta eina hús með glóð í arni. Sé hann lengi að norðan frýs i brunninum, mánuðum saman þarf að höggva upp klaka, bræða ís í mat, bræða ís að brynna fénu á gjöf og það slær fyrir frá suðurfjöllunum, þeytistrokur sviftivindanna hvirfil- keyra haglið í stróka um flatsvellað eyjargólfið, særokið liggur lárétt suð uryfir milli élja. Og lognið. Miðmorguns á vorum, stemma tugþúsundir farfugla söng sinn við jafnan slátt langöldunnar, þar hún fellur í glæru broti að send- inni strönd. Engin skepna heilsar annari fegur en lognaldan landinu. í hvítu gliti hverfur smáyrjað vatns- perluglingrið undir ljósan boga logn- öldunnar jafnótt hún fellur. Hún fell- ur ekki öll jafnsnemma, hún rennir brotinu, hraðhnígur til hliðar, sí- breikkar faðmlagið við svartan sand- inn og fikrar sig mjúkfingra ögn lengra á þurrt í flæði, hverfur vær aftur i upphaf sitt, dregur sig í hlé. Langa daga endurtekur lognaldan söng sinn við Langasand æsku minn- ar, hvítan. Hanna Ryggen veit ekki af smni strönd og tekur ekki eftir því meir þótt sólin blanki hafflötinn undir heiðu sólarhveli og fjöllin hilli uppi í austrinu; í norðaustrinu, í suðaustr- inu tanna þau sjónhringinn, standa Þriggja minni — mynd, árið 1949. Heíldarstærð er 100x130 cm, 632 TÍMINN - SUNNÚDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.