Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 5
fimmtu öld og hafði legið í moldu um fjögurra alda skeið, þegar Ör- lygur sigldi hingað frá Suðureyjum. Örlygur byggði undir Esjubergi og gerði þar kirkju ,og eftir daga hans bjuggu þar Geirmundur sonur hans og síðan dóttursonur Geirmundar og mun þá hafa verið liðið fram að lokum 10. aldar. „Þeir trúðu á Kol- umkilla, þó að þeir væri óskírðir," segir í Landnámu. Á Kjalarnesi og í grennd voru fleiri menn kristnir í heiðnum sið en þeir Örlygur og afkomendur hans. Helgi bjóla, frændi hans, var skírður og bjó að Hofi. Mætti hugsa sér. að hann hafi kastað trú sinni og tekið upp heiðinn sið, um þær mundir sem Kjalarnessþing var sett. Á Eyri í Kjós settist að land- námsmaðurinn Svartkell, sem er sagður vera katneskur, og kom hann hingað frá Englandi. Hann hefur að sjálfsögðu verið kristinn, og sonarsonur hans baðst fyrir að krossi með svofelldum orðum „Gott æ gömlum mönnum, gott æ ærum (þ.e. yngrum) mönnum." Á Meðal- felli í Kjós býr Valþjófur sonur Ör- lygs, og hann mun hafa verið krist- inn eins og faðir hans. e Víðar við Hvalfjörð var einnig kristni kunn á landnámsöld og síð- ar. Inni í Botni bjó írinn Ávang- ur, og á Akranesi Þormóður og Ket- ill Bresasynir frá frlandi og Kal- man írski á Katanesi. Sonur Ketils var Jörundur kristni, sem fyrr var nefndur og bjó í Görðum. „Hann hélt vel kristni til dauðadags og var einsetumaður í elli sinni,“ segir Landnáma. Þótt undarlegt megi virðast, var þessi kristni maður afi Þorgeirs Hávarssonar, sem kemur við Póstbræðra sögu, enda er þess- arar ættfærslu ekki getið í sögunni. Systursonur Jörundar hét Ásólfur alskik og var heilagur maður. 1 Landnámu er merkiieg helgisögn af Ásólfi, og ættu menn að lesa !\ana í minningu um Kolumkillla og aðra fylgismenn kristni. Ásólfur fór frá írlandi til íslands og þeir tólf sam- an. Þeir tóku land í Austfjörðum og ferðuðust síðan vestur um sveit,- ir og tjölduðu hjá Holti undir Eyja- fjöllum og þar létust þrir förunaut- ar hans. Síðan byggir Ásólfur s«' skála hjá á einni. „Það var önd- verðan vetur; áin varð þegar full með fiskum.“ En heiðnum Eyfell- ingum gazt ekki að bessum ti’fcekt- um og hröktu Ásólf burt, svo að hann byggir sér annan skála hjá annarri á. „Sú heitir frá, því að þeir voru írskir. En er menn komu til árinnar, var hún full með fisk- um, svo að slíkt undur þóttust menn ei séð hafa, en brottu var allt úr hinni eystri ánni.“ Bændur lxröktu þá enn í brott og þeir fóru í þriðja skálann, og fór allt á sömu leið. Eftir þetta hröktust þeir vestur til krlstinna byggða og koma á Akranes, þar sem Ásólfur gerðist bóndi á Hólmi og einsetumaður í elli sinni. Kofi hans var þar sem kirkian á Hólmi var síðar reist, og þar andaðist hann. Þessir at- burðir gerast snemma á tíundu öld. En löngu síðar vitrast Ásólfur frændum sínum á Hegranesi: „En þá er Halldór, son Illuga hins rauða, bjó þar (þ.e. á 11. öld), þá vandist fjóskona ein að þerra fætur sína á þúfu þeirri, er var á leiði Ásólfs. Hana dreymdi, að Ásólfur ávítaði hana um það er hún þerrði fætur sína saurga á húsi hans, „en þá munum við sátt“, segir hann, ,,ef þú segir Halldóri draum þinn.“ Hún sagði honum, og kvað hann ekki mark að þvi, er konur dreymdi, og gaf ekki gaum að. En er Hróðólfur biskup fór brott úr Bæ, bar er hann hafði búið. þá voru eftir munkar þrír. Einn þeirra dreymdi, að Ás- ólfur mælti við hann: ..Sendu hús- karl þinn til HalldArs að Hólmi og kaup að honum þúfu þá, er á fjós- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.