Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Side 6
f úrslitaorrustunni um Tenochtitlan beittu Spánverjar litlum herskipum, sem sett
voru á flot á Texcoco-vatni. Gegn þessum skipum máttu bátar indíána sín Iftlls.
meira að segja átölulaust leyft að
hverfa aftur til strandarinnar til að
taka í lurginn á keppinaut sínum þar.
Meðan Cortés var fjarverandi, sauð
upp úr. Allmargir íbúar í Tenochtitl-
an komu sarrian til að blóta stríðsguð
sinn, Huitzilapochtli. Staðgengill Cort
és, Alvarado að nafni, skorti alla
lagni foringjans, og hafði illan bifur
á mannsöfnuðinum. Hann lét her-
meinn sína ráðast á mannfjöldann og
drepa hvern einasla mann. Borgar-
búar risu upp sem einn maður og her
liðið var kviað af í varnarstöðum sín-
um. En nú kom fram veikleiki stjórn-
skipunar Indíána og varð Spánverj-
um að liði. Cortés fékk leyfi ættar-
höfðingjanna til að koma sjál'fur með
liðsauka til landa sinna í Tenoeh-
titlan. Trúarform ófriðarins, sem
Indíánum var í brjóst borið, gerði
að verkum að þeir höfðu engan skiln-
ing á þeirri undirstöðu vestrænnar
hernaðartækmi, að sundra óvina-
sveitunum og ráðast fyrst á þann
arminn, sem veikastur var.
Eftir að sá liðsauki var kominn,
magnaðist hatur og ótti Indíánanna
gagnvart Spánverjum. Spánverjar
urðu að loka sig inni í höll Axaya-
catls og verjast þar uppreisninni, sem
öll þjóðin stóð einhuga að. Spánverj-
ar gul'du mikið afhroð, og Montezuma
var drepinn; annaðhvort gerðu það
landar hans, sem hann var að reyna
að stilla, eða Spánverjar, eins og
aðrar heimildir segja. Eftir að hafa
búið við fullkomið umsátur í höll-
inni í viku, ákvað Cortés að halda úr
borginni. Rétt fyrir dögun morgun
einn fóru hermnnn hans út á auð
strætin og héldu burt. Kona ein, sem
var að sækja vatn, sá tii ferða 'peirra
og gerði löndum sínum viðvart. Hver
einasti karlmaður í borginni birtist
á þökum húsanna eða á strætunum
og sumir stigu á báta og réðust úr
þeim á hersveitina. Aztekarnir rifu
brýrnar yfir sundin niður, og margir
Spánverjar báru beinin á botninum,
hlaðnir af gullL Alvarado, sem var
atgervismaður, komst á brott með
því móti, að hann stakk lensu sinni
niður í mitt síkið og sveiflaði sér yfir
í öllum herklæðum. Átökin hörðnuðu
stöðugt og reglu varð ekki komið á
í liði Spánverja fyrr en þeir komust
til Tacuba. Þar settist Cortés undir
mikið tré og kannaði liðið, og er
hann sagður hafa grátið, þegar hann
komst að því hve mannfallið var
gífurlegt. Þrír fjórðungar hers hans
hfðu fallið við umsátrið og í undan-
haldinu.
Spánverjar fundu sér bráðabirgða-
hæli uppi í hálendinu. Andstæðing-
arnir veittu þeim ekki eftirför, held-
ur rændu valinn og reyndu að safna
saman aftur þeim fjármunum, sem
Spánverjar höfðu stolið úr fjárhirzl-
um þeirra. Á þennan hátt misstu
þeir af gulinu tækifæri til sigurs, því
að þeir hefðu án efa getað þurrkað
lið Spánverja út með öllu, hefðu þeir
haldið eftirförinni áfram.
Síðan gerðu Indíánar þó tilraun til
að stöðva Spánverja á leið þeirra
yfir landið. Texcocoar héldu með her
gegn þeim og kom til orrustu milli
þeirra. Þar komu berlega í ljós þeir
yfirburðir, sem Spánverjar höfðu í
hernaðartækni, og þeir héldu uppi
fylkingum sínum í röð og reglu, þótt
þeir væru flestir særðir og útkeyrðir.
Höfðingjar Indíána féllu fyrir vopn-
um Spánverja og brast þá á flótti í
liðinu. Spánverjar komust leiðar
sinnar til lands bandamanna sinna,
Tlaxcala, og gátu þar hvílzt og beðið
eftir liðsauka frá Vera Cruz.
Eftirmaður Montezuma á höfðingja
stóli í Tenochtitlan var bróðir hans,
Coutlaliuac, en hann dó eftir aðeins
fjóra mánuði, og tók þá frændi hans,
Cuiauhtemoc, við því embætti. Þótt
hann væri mikilhæfur foringi, tókst
honum ekki að sigrast á gagnkvæmu
vantrausti og tortryggni Indíánaætt-
bálkanna hvers í annars garð. Hefðu
Aztekar tekið höndum saman við aðr-
ar Indíánaþjóðir, hefðu þeir getað
sigrazt á Spánverjum, en þeir gerðu
ekkert slíkt.
Cortés hvíldi hermenn sína og síð-
an hófst hann handa við að styrkja
aðstöðu sína á ný. Hann fór í tvo
hernaðarleiðangra, annan í austurátt
niður til strandarinnar, en hinn í
suður- og vesturátt. Hann notaði indí-
ánska bandamenn sem milligöngu-
Framhald á bls. 670.
654
TÍHINN — SUNNUDAGSBLAÐ