Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Síða 2
Norðanvindurinn næðir, nístandi kal'dur æðir hann um auða, ógróna jörð. Jafnvel Barðaströndin, sem ligg ur þó svo vel við sól og yl, ber þess enn þá lítil merki, að langt sé liðið á vor. Inn Hamarshlíðina gengur roskin kona föstum fetum en hægum •— óvenjuhægum, miðað við hennar dag- lega dugnaðarfas. Það er líkast því, að þung byrði hvíli á herðum hennar. En það er á sál hennar, sem þunginn hvílir, og slikar byrðar reynast venju- lega erfiðari viðfangs. Þar sem hlíðin byrjar að beygja til austurs, nemur konan staðar andartak og lítur til baka, lætur augun hvarfla yfir byggð ina og út að Krossi, þar sem hún í hlýjar móðurhendur til þess að ala barn sitt í þetta sinn. Enn þá hægir konan göngu sína, hún er nú komin í landareign Hvamms og sér láigreist bæjarhúsin hvílast hlídcg og samlit umhverfinu í túngarðinum. Heima í baðstofunni hvílir unga konan hress og glöð á sænginni^ það eru nú þegar liðnir nokkrir dagar frá fæðingunni, þótt enn þá hafi henni ekki verið leyfð ferlivist, samikvæmt þeirrar tíðar hætti. Hún liggur og horfir brosandi ástaraugum á synina sína tvo, sá yngri liggur við brjóst hennar og teygar móðurmjólkina, en sá eldri — hálfs annars árs — ríslar sér við rúmstokkinn. Þó dvelst hugur hennar hálfur — eða meir — hjá EMILÍA Bi'ERIMG rekur ( þessari frásögn hörS kjör sjó- mannskonunnar ú skútuöld. hefur nú búið um þrjátíu ára skeið og ann hverju strái og steini. Þar veit hún, að ástvinir hennar ganga að sínum daglegu störfum, sem vtana verður, livað sem annars hugann þjak ar. Augu hennar dveljast þó lengst við lágreista bæinn á Efra-Vaðl'i, og sárs- aukinn nístir hjarta hennar á ný, hálf- dofið af sorg og kvíða — kvíða fyrir að þurfa að flytja ungu ekkjunni helfregnina og sorg yfir syninum látna, sem tekig hafði sér bólfestu á býli þessu og furðu miklum umbót- um komið í verk á örskömmum tíma. En það er huggun í harminum að vita það, að öll sveitin syrgir með henni þennan vellátna, vaska dreng, sem þrátt fyrir harða baráttu við brauð- stritið í byrjun búskapar á fyrsta tug þessarar aldar hafði gefið sér tíma td að lyfta huganum hærra og hjólpað heúshugar við að glæða lífi félagsskap í sveit sinni, sem ynni að framfara- málum, og þá fyrst og fremst drengi- legum hugsjónum ungmennafélag- anna, sem á þessum árum voru óðum að rísa upp til þess að ryðja betri og bjartari tímum braut. Sonur þess- arar konu, Jóhannes Sæmundsson, hafði verig einn af stofnendum þess félagssikapar í \sinni sveit, sem því miður átti ekki löngum ferli að fagna sökum þess rofchöggs að missa tvo af .sínum beztu mönnum með stuttu mUlibil'i — þá Jóhannes og Sturlu Kristófersson frá Brekkuvelli. — En það er nú önnur saga. í þetta sinn höldum við áfram inn hlíðina með sorgmæddu móðurinni, sem finnur þó minna til eigin tilfinn- inga vegna samúðarinnar meg ungu konunni, tengdadóttur sinni. Hversu vel hafði það ekki veri'ð hugsað af Jóhannesi að koma því svo fyrir, að kona sín færi heim aff Hvammi eiginmanriinum, sem eins og flestir bændur í sveitinni hafði farið til sjáv- ar fyrir sumarmál, einhver ráð varð að hafa til að auka tekjurnar, ekki gátu afurðú þessara litlu búa nægt fyrir öllum nauðþurftum. Móðirin strýkur mjúklega dökkan koll litla drengsins síns. Hana dreymir vöku- drauma um heimkomu föður hans og bjarta tíma, er bíði þeirra í litla bæn- um heima á Vaðli, með börnum sínum og litla frænda Jóhannesar, sem verið hafði hjá þeim um tíma. Þau höfðu ákveðið að taka hann alveg að sér. Svo þurftu þau að fjölda skepnunum, rækta út túnið og byggja upp mikið af húsunum, — það myndi nú Sæ- mundur tengdapabbi verða þeim hjálplegur við, hann var lagtækur vel, og ekki vantaði hann hjálpfýsina — þótt við fjarskyldari væri. — Já, verkefnin voru mörg framundan, og fögnuður fylgdi þeim öllum, því að um allt voru þau hjónin samhuga, ást þeirra og hamingja var svo ung og sterk, að allt hlaut að blessast. — En mikið vár annars orðið langt siðan hún hafði frétt af Jóhannesi, hann kom þó aldrei að landi, án þess að senda henni línu, og oft féllu ferðir yfir Fossheiði. En þetta vor hafði Júhannes ráðið sig á skip frá Bíldu- dal — Gyðu — eign Péturs Thorsteins sonar. Á hans skipum vddu margir vera. Tíðin hafði ekki held.ur verið góð undanfarið, en slíkt var nú ekk- ert óvanalégt um þetta leyti árs, og þó að illur grunux læddist að hjarta hennar af og til, túk hún ó þreki sínu til að kæfa hann niður. Jóhannes hafði byxjað sjósókn ó unglingsaldri og alltaf komið heill heim. Annars furðaði Guðrún sig mest á því, að tengdamóðir sín skyldi ekki vera farin að koma til þess að sjá sonarsoninn, það var einkar kært með 698 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.