Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 13
dórsson sýslumaður í Húnavatnssýslu og sat á Þingeyrum. Hann kom ungur til sýslunnar og þóti jafnan mikill fyrir sér, málafylgjumaður, ríklund- aður og fjáraflamaður mikill. Hann var nú við aldur,, kominn fast að sjö- tugu. Orðinn þungfær, því ag hann var mikill vöxt og holdugur- í mesta lagi. Báru hann ekki nema eflings- hestar. Prestur á Undirfelli var Bjarni Jónsson, uppeldissonur Bjarna sýslu- manns, nú á fertugsaldri og var síð- an lengi prestur á Mælifelli í Skaga- firði og löngum kenndur við þann stað. Hann var einarður og aðsóps- mikill og varg kynsæll mjög. dl. Þar er nú til að taka, að Jón Jóns- son ólst upp með móður sinni og kenningarföður og þótti snemma pör- óttur mjög, illur og ódæll. Töldu menn, að í honum væri ills manns efni vaxið og til margs væri hann vís. Þegar á barnsaldri gengu af honum óknyttasögur og meg aldri færðist hann í aukana, var uppstökkur, fólsk- ur og illskiptinn og mörg varmennska var honum borin. Sagður var hann ekki nema ellefu ára, er hann tók lamb frá Undirfelli, skar það á háls og fleygði því í Kornsá. í annag sinn, og líklega eldri, tók hann hrút, reið honum, barði hann og sprengdi og hratt honum síðan hálfdauðum í ána. Gemling, er komið hafði í túnið, vildi hann leika eins, en sá var frárri en svo, að strákur næði honum. Ærðist hann þá og barðist um meg ógurlegu bölvi og formælingum og lét sem ógur væri. Vettlinga tók hann af förudreng og sló á þá sinni eign, yggldi sig og hótáði að drepa hann, segði hann frá. Til slíkra hótana greip hann oftar. Magnús nokkur úr Reykjavík fór um Vatnsdal og víðar og keypti ull, sennilega fyrir „Innréttingarnar" í Reykjavík. Sumt mun hann hafa greitt með varningf, er hann hafði meðferðis. Honum hvarf blár lérefts- strangi, talinn um þrjátíu álnir og því allverðmætur. Ekki vitnaðist, hver hann greip, en almennt var Jón hafð- ur fyrir sökum Sigvaldi Sveinbjörnsson á Gilsstöð- um missti hest í haga og þótti auð- sætt, að farig hefði af mannavöldum. Þótti enginn líklegri að fremja slík- an verknað en Jón Jónsson á Kornsá. Var honum stefnt til sakar um ill- virkið, en hann þverneitaði og vann eig að því ag hafa ekki drepig hest- inn. Slapp hann þannig, en eigi dugði eiðurinn til að þvo hann hreinan í vitund manna. Almenningur taldi hann sekan um hrossdrápið eftir sem áður. Jón hafði mikinn hug á að læra galdur og snuðraði í því á ýmsa vegu. Honum tókst að ná í nokkra galdra- stafi, en þá fannst honum hlaupa mjög á snæri sitt. er hann komst yfir kver með mörgum rúnum og töfra- stöfum, og fyrirsögnum, hversu með skyldi fara, svo notaðist af kraftinum, er í þeim bjó. Galdratrú var þá mjög í rénun og ekki nema svipur hjá sjón við það, sem var á seytjándu öld. Eigi að síður stóð mörgum stuggur af forneskjunni og trúðu því, að margt óhreint vildi loða vig þá, sem gáfu sig að slkum fræðum. Ekki steig Jón í áliti vig það, að fara að rýna í forneskjuna, slíkur maður. III. Stúlka sú var að vistum í Vatnsdal, er Helga hét Símonardóttir. Hún hafði verið vinnukona Bjarna prests Jónssonar á Undirfelli og þótti þægð- arhjú. Jón Jónsson á Kornsá gerði sér títt um hana, en hún tók því vel og vildi ráðast ag Kornsá. Bjami prestur taldi þá ráðabreytni ekki hyggilega og réð henni fastlega frá því að fara þangað. Mundi hún vart sækja mikla heill að Kornsá, eða til Jóns, þó að nú hefði hann við flangs og faguryrði. Sagði, að sér gætist illa ag strák þeim og lagði að Helgu að láta ekki þorpara þann ná tökum á sér. Vam- aðarorð prests voru lítt til greina tekin. Helga sinnti þeim ekki, því ag henni var gimdarráð að komast áð Kornsá og þangað fór hún vorið 1765. Það skref varg henni örlaga- ríkt og mikið óráð. Hún sá skemmra fram en présturinn og grunaði færra. Er Helga var kominn að Kornsá, var kært með þeim Jóni í fyrstu, en ekki íeið á löngu áður en hún varð þess vör, að lítil alvara fylgdi fagur- galanum og í staðinn kom hótfyndni og hrottaskapur. Þótti henni nóg um orðbragð Jóns og tiltektir margar. Helga gerðist þunguð af hans völdum og er hann vissi það, óx enn fauta- skapur hans og snakillska, svo varla var sjálfrátt. Hélt henni stöðugt í ótta og gaf henni fyllilega í skyn, að sér mundi ekki vaxa í augum að ganga af henni dauðri. Til dæmis um fólsku Jóns sagði Helga frá því, að hún var eitt sinn úti hjá honum þar sem hann brytjaði kjöt í spað. Vildi þá svo til, að hún steig óvart á löpp á hundi hans, svo hann skrækti við. Jón brást við hinn reiðasti og sló til hennar utan á lærið, svo hörkulega með öxarskallanum, ag holdið hljóp und- an, marðlst og dofnaði og var sár Iengi eins og dauður blettur. Séra Bjarna á Undirfelli barst til eyrna, að Helga væri ekki of sæl í vistinni á Kornsá og ag hún væri tekin að óttast um líf sitt fyrir Jóni Jónssyni. Hann gekk þá fram í því, að Helgu yrði komið burtu og skoraði fast á Jón Þórarinsson að koma því í kring, fyrr en síðar. Hann tók vel I í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 709

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.