Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Síða 6
til þess að komast hátt í þjóðfélags- stiganum, en Markham virðist hafa verig viss um það frá fyrstu stundu, ag Scott væri maðurinn, sem hann þarfnaðist. Undirbúningur leiðangursins var ákuflega tíma- og vinnufrekur og bauð heim margvíslegum og erfiðum ■vandamálum. En Scott reyndist strax hafa mikla og góða yfirsýn. Hann fylgdist meg öllu, sem fram fór og tókst með mikilli lagni ag fá flota- málaráðuneytið til þess að styrkja leiðangurinn meira fjárhagslega en gert hafði verig rág fyrir í byrjun. Hann réði sjálfur nær alla áhöfn á skip sitt, ag undanskildum vísinda- mönnunum frá ,.Konunglega sjóhern- um“ og hafði nákvæmt eftirlit með því, að síðasta hönd var lögg á skipið, en það var skírt „Discovery". Þegar skipið lagði úr höfn, fylgdu því kveðjur konungshjónanna, Eð- varðs og Alexöndru. Og 8. janúar 1902 brauzt „Discovery" í gegnum ísinn, sem lokaði Ross-hafi. Scott rann sakaði strönd Suðurskautslandsins allt til eldfjallanna Erebus og Terror. en þau höfðu verið kölluð það í höfuðig á skipum Ross. Leiðangurs- menn stigu víða á land og gerðu at- huganir, en sigldu síðan austur með „ísbakkanum rnikla", og 30. janúar fundu þeir nýtt land. Eftir að Scott hafði gengig úr skugga um, ag strand lengja þess sveigði til norð-austurs og gaf enga möguleika á styttri leið til sjálfs suðurskautsins, sneri hann skipi sínu við og hélt til baka. Hann skírði land þetta „Land Eðvarðs kon- ungs VH“. Leiðangursmenn settu upp vetrarbúðir í skugga eldfjallanna tveggja, og þar sem síðar hefur verið kallað „Hut point“ var skipinu lagt við akkeri og þar fraus það fast. Þessi leiðangur hafði engar bækistöðvar á landi nema í „Hut point“, en fór í stuttar sleða- og rannsóknarferð'ir frá skipinu, þegar ísinn hafði lagt ag því. Þetta voru leikmenn. Engir menn voru til, sem voru sérfræðingar í heimskautaferðum. Þeir urðu að læra allt — meira að segja að nota skíði. Þeir urðu að læra að nota snjóinn og ísinn, svo að þeir hefðu gagn af, að öðrum kosti yrði hann þeim bitur og miskunnarlaus. Þeir urðu líka að læra ag setja upp heimskautatjöld. Þeir höfðu hunda, en engan mann, sem raunverulega kunni -að nota þá. Þetta vor á ísauðnunum reyndi á þol þeirra og hugrekki, og þeir brugðust ekki: Mistökin drógu ekki úr þeim kjarkinn, neldur stæltu hann og efldu, gerðu hugsun þeirra heittari og ákveðnari. Einn maður týndist í snjóbyl, en að öðru leyti urðu þeir ekki fyrir meiri háttar áföllum. Á hinum löngu, dimmu vetrarnótt- um Suðurskautslandsins, einbeitti Scott sér að því að finna og leysa vandamál væntanlegra sleðaferða næsta sumar. Hann hafði sjálfur enga reynslu af snjó og ís og vissi í raun og veru ekkert um landkönnun. Þekk- íng af því tagi yrði þó talm vera nauðsynleg nú á tímum hverjum þeim manni, sem færi í heimskautaleiðang- ur, hvað þá heldur foringja slíks leið- angurs. Sir Markham hafði ekki valið hann sem leiðangursstjóra vegna þekkingu á Suðurskautslandinu, held- ur vegna mannkosta hans, hugrekkis og mannúðar, en þó fyrst og fremst leiðtogahæfileika. í ágúst sást aftur til sólar á ísauðn- inni. Ákveðið hafði verið að fara þrjár sleðaíerðir. Scott fór sjálfur aðalferðma, sem var suður hina víð- áttumiklu ísbreiðu „ísbakkans mikla“. Scott og flokkur hans komu á fót birgðageymslu í 137 km. fjarlægð frá skipinu. Og í byrjun nóvember lagði hann af stað í aðalferðina, ásamt þeim dr. Wilson og.E.H. Shackleton. Þeir tóku alla bá hunda með sér, sem færir voru til fararinnar, komust upp á ísbakkann og héldu til suðurs. — Fæða hundanna var óétandi og fæða tnannanna sjálfra óhæf. Shackleton fékk skyrbjúg 21. desember. En 31. desember voru þeir komnir á 82. gráðu suðlægrar breiddar — lengra suður en nokkur maður hafði komizt áður. Þá sneru þeir við. Þetta var hin mesta hörmungar- ferð. Þeir voru í 640 km. fjarlægð frá skipinu á hvítri ísauð’ninni, þar sem engin kennileiti var að finna — ekk- ert nema endalaus snjóbreiða. Hund- arnir drápust hver af öðrum, eða voru drepnir til þess að halda lífi i þeim hraustustu. Loks drapst hinn síðasti þeirra. Shackleton gat ekki iengur dregizt áfram af eigin kröft- um, og Wilson og Scott urðu ag draga sleðann. Þeir leituðu í örvæntingu varðanna, sem þeir höfðu hlaðið til þess ag auðkenna birgðastöðina, er þeir höfðu komið upp. Og að síðustu komu þeir auga á tvo depla við sjón- deildarhringinn, sem mörkuðu leið- ina. — Þeir héldu síðan áleiðis til skipsins meg Shackleton á sleðanum, en hann varð stöðugt þjáðari. Þeir komu þangað 2. febrúar 1903, og þar var þá komig annag skip, sem sent hafði verið frá Englandi. Það hét „Morgunn" og átti að vera leiðangurs- mönnum til aðstoðar. Eftir ag Scott hafði jafnað sig og þeir félagar — utan Shaekletoin, sem enn þjáðist af skyrbjúg, taldi hann skipstjóra „Morguns“ á að snúa aftur, þar eð hans og skips hans væri ekki þörf. — Átta menn kusu ag snúa heim til Englands meg „Morgni", og þeirra á meðal var Shackleton, sem enn þá var þungt haldinn af skyrbjúg. Skýrsl- ur og ýmiss konar sýnishom fóru einnig heim með skipinu. Augljóst var, að „Discovery" myndl ekki losna úr ísnum að sinni, svo að leiðangursmenn bjuggust enn til vetrarsetu. Nú voru þeir reynslunni ríkari frá vetrinum áður. Ætlun Scotts var að gera næstu ferð vestur yfir fjöllin. Það virtist aldrej hafa hvarflað að honum á þessum tíma, að mögulegt væri að komast til sjálfs skautsins eins og sakir stæðu. Þessi för vestur yfir fjöllin var furðulegt afrek. Allir sleðahundarnir voru dauðir, og urðu mennirnir því að draga sleðana sjálfir. í byrjun voru mennirnir tólf og sleðarnir fjórir, en lokaatlöguna gerðu þrír menn, Scott og tveir sjómenn, Evans og Lashly. Þeir komust þrjú hundruð mílur frá skipinu að telja á hinni miklu mið- hásléttu Suðurskautslandsins í 2500 metra hæð. Þetta var mikið þrekvirki, þegar þess er gætt, að mennirnir urðu að draga btrgðasleðann sjálfir. En það munaði ekki miklu, að för þeirra félaga endaði með skelfingu: Scott hafði týnt „iogariþma" sínum snemma í ferðinni. en „logariþmi" er nauðsyn- legur til þess að ákvarða stefnu ná- kvæmlega. Á leiðinni til baka voru þeir ekki alveg vissir um, hvar þeir voru. Þegar þeir fóru niður fjalla- hlíðarnar, voru þeir ekki einu sinni vissir um, að þeh* væru á réttum jökli. — Þeir mjökuðust niður skriðjökul- inn, Scott í fararbroddi, en Evans og Lashly á eftir og höfðu tauma í sleðanum til þess að draga úr ferð hans niður. Skyndilega missti Lashly fótanna. Við það lenti allt átakið á Evans, svo að hann missti líka jafn- vægið. Sleðinn brunaði niður jökul- inn og þreif mennina með sér, Scott sömuleiðis. Úfcbúnaður þeirra og birgðir dreifðust út um allt, og þeir gátu ekki stöðvað sig fyrr en um hundrað metrum neðar. Þegar þeir höfðu jafnag sig eftir „salibununa" komu þeir auga á skipið, þar sem það lá undir eldfjallinu Erebus, en hætt- an var ekki Jiðin hjá: Þeir voru rétt lagðir af stað í áttina að birgðageymsl unni milli skipsins og þeirra, er snjórinn brast skyndilega undir Scott og Evans, og þeir féllu niður í djúpa sprungu. Lashly tókst að stöðva sig, og fyrir einhverja guðsmildi rann sléðinn yfir sprunguna og myndaði brú. Scott og Evans héngu í taumun um fyrir neðan sleðann, Evans ósjálf- bjarga meg öllú milli blárra ísvéggj- anna, svart djúpið fyrir neðan. Lashly gat engan veginn dregið þá upp, en Scott tókst með miklum erfiðismun- um, að komast á syllu niðri í sprung- unni og gat dregig Evans til sín. Síðan handstyrkti hann sig upp taum- inn. Lasihly og hann gátu dregið Evans upp í sameiningu. Þegar þeir komu að skipinu, höfðu þeir farið nær 1300 kílómetra á 59 dögum, og Scott segir, að þeir hafi 702 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.