Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 7
verið komnir fast ag þeim takmörk-
um. er mannlegur máttur nær.
„Discovery" var enn fast í ísnum,
og nú kom nýr aðstoðarleiðangur;
skipin „Morgunn" og „Terra Nova“,
sem Ðotamálaráðuneytið sendi með
þeim skipunum, aff Scott ætti að' yfir-
gefa „Discovery“, ef skipig losnaði
ekki úr ísnum þetta vor. Scott var
allt annað en ánægður. Hann var
fyllilega undir það búinn að dvelja
þrið'ja veturinn vig suðurskautig og
vildi ekki fórna skipi sínu. En það
var greinilegt, að ísinn var óvenju
mikill, og vikur liðu, án þess að nein
umskipti væri sjáanleg. En seint í
janúar 1904 tók öflug undiralda að
liafa áhrif á ísinn, og skipið hreyfð'ist
lítillega. Ekki varð það þó fyrr en
í íebrúar, að það losnaði til fulls og
þá fyrir tilstilli sprengiefnis, sem
sett var í ísinn og sprengt. Svo illa
vildi til, ag um leig og skipið losn-
aði, brast á kröftugur aflandsvindur,
og það skipti engum togum, að skipið
renndi á grunn. Um tíma leit út fyrir,
að það færist, en meg flóði tókst að
ná því út. Leiðangursmenn héldu nú
heim á leið eftir tveggja ára vist í
ísheimi suð'urskautsins, og er ekki að
efa, ag margur hefur verig orðinn
langeygður eftir heimkynnum sínum
og vinum.
II.
„Discovery1' sigldi heim og fagn-
aði sigri með ensku þjóðinni. Scott
varð frægur maður, bæði meðal vís-
indamanna og almennings. Vísinda-
menn hylltu hann vegna hins marg-
háítaða vísindalega árangurs, sem
leiðangurinn hai'ði g-efið af sér: Scott
og menn hans höfðu sannað, að unnt
var að sigrast á „Antarkios". Menn
gátu lifað þar og brotizt gegnum ís-
brynju þess. Scott hafði farið yfir
„ísvegginn mikla“. Hann hafði farið
yfir fjöllin og fundið íshásléttuna,
sem er annar ,,endi“ jarðarinnar.
Auk þessa hafði leiðangurinn skilað
af sér margvíslegum niðurstöðum í
mörgum greinum. — Scott var neydd-
ur til þess að halda fyrirlestra og
birta dagbækur sínar í bókarformi.
Almenningur gleypti í sig frásagnirn-
ai af þessu ævintýraafreki, sem opn-
aði sýn til ísheimanna miklu í suðri,
er áður höfðu verið vafðir þoku-
kenndri ímyndun.
Þetta var sigurfögnuður, en í hon-
um var þó einn veikur þáttur, sem
síðar varð afdrifaríkur. Þessi þáttur
var ekki í hinni ytri framkvæmd leið-
angursins. Hann var hluti í tilfinn-
ingalífí eins manns — Scotts. Hann
hafði sannfærzt í eitt skipti fyrir öll
um, að notkun hunda gæti aldrei
orðið þýðingarmikill þáttur í suður-
heimskautsferðum. Þessi sannfæring
hans var í raun réttri ekki sprottin
af fullnaðarreynslu hans fyrir notk-
un hunda til að draga-sleða. í fyrsta
lagi höfðu hvorki hann sjálfur né
menn hans haft minnstu þjálfun í
meðferð sleðahunda, auk þess hafði
fæðið, sem þeim var ætlað, reynzt
óhæft. í Kanada var fjöldi manna af
brezíkum ættum, sem höfðu iðkað
hundasleðaferðir mann fram af
manni. Enginn slíkur maður hafði
verið, í leiðangri Scotts, þótt innan
handar hefði verið að útvega hann.
Scott ætlaði sjóhernurri -heiðurinn af
suðurheimskautsferðinni, og ef til
vill þess vegna, hefur hann ekki kært
sig um „aðskotadýr", svo sem kana-
díska hundatemjara. Hann viður-
kenndi, að hundarnir virtust njóta
starfs síns, þegar allt gekk að óskum,
en hann hryllti við því að keyra
þá áfram, dauðþreytta og illa haldna,
og að þurfa að stytta þeim aldur,
þegar þeir gátu ekki lengur orðig að
gagni. Hann segir í dagbók sinni;
„í allan dag höfum við brotizt áfram
með þá hugsun eina að skilja mílurn
ar eftir að baki fyrir tilstilli okkar
eigin krafta, og frekar vildi maður
lifa tíu slíka dága en einn með þeirri
kveljandi nauðsyn að reka örmagna
hundahóp áfram“.
Þetta viðhorf er vissulega mannúð-
legt, en um leið óheppilegt við að-
stæður, sem kröfðust kaldrar skyn-
semi.
Scott hlaut frama í sjóhernum, en
það er haft fyrir satt, að hver sá,
sem stigið hefur fæti sínum á Suður-
skautslandið, muni glaður selja sál
sína til þess að komast þangað aftur.
Og Scott var ákveðinn í að gera út
annan leiðangur og sigra suðurskau'-
iö. Andúð hans á því að nota hunda
leiddi til þess, að hann fór að hug-
leiða, hvort ekki væri unnt að nota
vélsleða og kom þá í hug að nota
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
703