Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 4
SUÐURSKAUTS- FERDIR SCOTTS Robert Falcon Scott hét mað- urinn. H?.m> var sonur bruggara í borginní Plymouth á Suður- Englandi. draumlyndur sem drengur. hiédrægur og óöruggur í framkomu Heilsa hans og at- gervi í æsku var fyrir neðan það, sem unnt \ar að telja eðlilegt. Fáir myndu hafa talið hann lík- legan til aíreka á sviðum hetju- skapar og karlmennsku, en samt iór svo, ao þessi pasturslitli æsku maður va.-ð ein af mestu hetj- im föðurlands síns. Stundum virðast hin lítilfjörlegustu atvik og oft næsta tilviljunarkennd, ráða örlögum manna. — Sá þáttur í ævi Scotts, sem kunnastur er heim- inum, hefst í siglingakeppni milli áhafna á herskólaskipum hins konung lega sjóhers Breta. Scott var þar sjó- liðsforingjaefni. Ylfirmaður þessara skólaskipa hét Sir Albert Hastings Markham, en hann var frændi Sir Clements Markham, sem var sagn- fræðingur og landfræðingur. Og nú vill svo til, að sá síðarnefndi er gestur skólaflotaforingjans, þegar keppnin fer fram, en það var árið 1887. — Clements Markham var um þessar mundir einn af kunnustu landfræð- ingum heims, þótt hann væri enn tíl- tölulega ungur að árum og ætti síðar eftir að verða enn þekktari. Hann hafði lengi gælt við þá hugmynd með ástríðufullri natni ag senda leiðangur til hinna ísilögðu svæða Suðurskauts- landsins. Hann vissi, að í fyllingu tímans yrði hann það atkvæðamikill, að hann gæti hrundið þessari hug- mynd í framkvæmd. En honum var jafnframt ljóst,-að sá tími var enn talsvert langt undan, og því var það, að hann fylgdist vandlega með sigl- ingakeppninni: Þar væri ef til vill að finna mann, sem síðar, er hann væri orðinn harðnaður ag árum og þroska, gæti tekig ag sér stjórn leiðangurs til hinna ókönnuðu íssvæða suðursins. Robert Scott vann' keppnina, sem var þannig fyrir komið, að bátarnir lágu fyrir stjóra í byrjun hennar og í þeirri stöðu skyldu þeir einnig vera, þegar keppninni væri lokið. Keppnin reyndi á sjómannsgetu áhafnanna, en einkum þó á skipulagshæfiieika, á- kveðni og foringjahæfni . þess, sem stjórnaði hverjum bátí. — Eftir sigur Scotts og áhafnar hans, var honum boðið til miðdegisverðar með þeim Markham-frændum, og við þag tæki- færi komst Sir Clements að þeirri niðurstöðu, að Scott væri einmitt maðurinn, sem uppfyllti þá mynd, sem hann gerði sér af góðum íor- ngja í leiðangri til suðurskautsins. Þekking manna á Suðurskautsland- nu um þessar mundir var mjög í uolum, en menn höfðu lengi haft hugboð um tilvist þess og síðar sann- ag hana. — Forn-Grikkir gáfu land- inu á suðurskautinu nafn, Antarktos, kölluðu þeir það Þeir höfðu að vísu aldrei litið það augum, en þar sem þeir vissu af hinum miklu löndum norðurskautsins, sem þeir kölluðu Arktos, ályktuðu þeir sem svo, að land hlyti einnig að vera á suður- skautinu. Hinn frægi landkönnuður og sjófarandi, Cook, hafði siglt um- hverfis þag á sínum tíma og inn í ísinn, sem umlék bað, en aldrei komizt í snertingu við sjáift Suðurskauts- Fyrrl hliiH frásagnar Adrien de Gerlache de Gomery barón, foringl belgíska leiSangursins 1897 700 T I « 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.