Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 14
undir það, enda svo komið, að honum
þótti ekki meira en svo óhætt, að
Helga væri öllu lengur í sínum hús-
um. Hann hlaut ag sjá heiftina, sem
Jón bar til hennar. Komið var vor
og leið að bamsburði hjá Helgu.
Ekki segir af framgöngu Jóns Þór-
arinssonar við ag koma Helgu fyrir,
en það tókst honum. Jón Guðmunds-
son bóndi á Flögu og Guðrún Magnús-
dóttir kona hans, lofuðu að halda hana
mánaðartíma og skyldi Jón láta flytja
mat til hennar. Áður en Helga fór
að Flögu var hún nokkra daga á
Helgavatni. Meðan Helga var þ_ar fór
hún einhverra erinda heim að Kornsá
og gisti þar. Hún sagðist hafa farið
í síðara lagi á fætur, enda gestur
í þetta sinn og ekki ætluð verk. Jón
yngri gekk þá ag rúmi hennar og
sagði meg þjósti:
„Skal hún ekki verða vökt, djöfull-
inn svarna”. Gekk síðan fram, en
Helga reif sig á fætur óttaslegin. í
því heyrði hún, að faðir hans gekk
í bæinn og varg ekki meira úr upp-
hlaupi stráks í þag sinn.
Daginn eftir að Helga var flutt að
Flögu, komu þau þangað, Gróa á
Kornsá og Ólafur, sonur hennar með
matinn handa Helgu; eins og um var
samið. Ólafur var ellefu ára drengur.
Ekki leit Gróa hlýlega til Helgu, en
talaði þó ekki illt til hennar, hafði
líka org á því, að Jón bóndi sinn
hefði bannað sér að leggja til henn-
ar, en hún skyldi fá það annag sinn.
Meðferðis hafði hún linda, er Helga
hafi gefið börnum hennar, skal hann
sundur í sex hluta og skilaði honum
að því búnu. Þegar Gróa var gengin
út talaði Ólafur við Helgu í bæjar-
dyrunum. Jón á Flögu varg þess vís
að þau ræddust við og spurði dreng-
inn, hvað þau töluðu. Hann sagðist
hafa skilag frá Jóni bróður sínum,
að hann vildi, að Helga fyndi sig fyrir
ofan brún á hálsinum, upp af bænum,
þegar allt væri sofnað. Jón hafði
heyrt, að Helga svaraði:
„Ég er ekki svo gangfrá, að ég geti
það“.
„Hvað heldur þú að hann vilji
þér?“ spurði Jón.
„Að drepa mig og kasta mér svo
ofan í einhvem moldskurðinn eða
grafa mig í einhverju jarðfa-lli svo ég
finnist aldrei".
Þennan grun lét Helga í ljós við
fieiri eins og síðar kom fram við vitna
leiðslur. Hún sagði einnig, að blóð
sitt mundi hrópa yfir Jóni, bams-
föður sínum, og enginn tala yfir sínu
drápi, nema ef séra Bjarni á Undir-
felli gerð'i það.
Er Helga hafði verið vikutíma á
Flögu, har svo til, að Jón átti erindi
að Þingeyrum og reið þangað. Meðan
hann er ag heiman kemur Jón strákur
á Kornsá og kallar af hestbaki inn
í bæinn ,að Helga komi út og tali
við sig. Er hún vissi, að hann var
kominn „hljóp framan í hana blóðið“,
gekk þó fram í bæjardymar en ekki
út, því að Jón á Flögu hafði bannað
henni að fara út, eða tala við strák-
inn, — og hafa nokkur afskipti af
honum, kæmi hann þar. Strákur sagði
að nú væri önnur tíg en verið hafði
áður, bað hana koma og kyssa sig.
„Sami er kærleikurinn, þó að við
kyssumst ekki“, svaraði Helga. Með
smjaðurmælum fékk hann lokkað
hana út til sín, kyssti hana og klapp-
aði henni á herðarnar. Er hún kom
inn aftur eftir ag hafa talað við Jón
um stund, var hún glaðleg í bragði
og sagði, að Jón hefði verið góður
vig sig. Hann ætti ekki allt, sem hon-
um væri eignað og ei svo slæmur,
væri honum ekki spillt.
Þennan dag, er Jón kom að Flögu,
voru ekki heima við bæ aðrir en
Helga og kona sú, er Halldóra hét
Jónsdóttir. Bað hún Helgu treysta
varlega blíðmælum stráks, því að flátt
mundi undir búa.
Er Jón á Flögu kom heim um kvöld
ið, bauðst Helga til að vaka
yfir vellinum um nóttina. Hann tók
því dauflega, en með því að Helga
stóð fast á því, að hún vildi vaka,
var það látið eftir og þó meg tregðu.
Heimilisfólkið á Flögu lagðist til
svefns fimmtudagskvöldið 26. júní
1766, allt nema Helga Símonardóttir.
Hún vakti yfir vellinum, til ag stugga
frá fé og hrossum, er alla tíg sækja
fast í ginnandi vorgróður túnanna.
Er risið var úr rekkju morguninn
eftir vantaði Helgu. Hún sást hvergi,
inni í bæ eða úti við, gegndi ekki þó
kallað væri og varg fólki ónotalega
við. Læddist að því illur grunur um,
að hér hefðu gerzt ótíðindi. Jón á
Flögu kvaddi til leitar með sér Helgu
og Þorvald, fullorðin börn Sigvalda
Sveinbjörnssonar á Gilsstöðum. Sig-
valdi var orðlagt karlmenni og hafa
þau systkin efalaust engar kreymur
verið. Þau hafa varla leitað lengi
heima við, áður en þau lögðu á háls-
inn, upp frá bænum, minnug þess,
ag Jón Kornsár-strákur vildi fá Helgu
þangað til fundar við sig og hvað hana
grunaði, að undir því mundi búa. —
Þau fóru heldur ekki erindisleysu
upp fyrir hálsinn. Þar lá Helga og
ekki lífsmark með henni, myrt eins
og auðsætt mátti vera af áverkum
er hún bar.
IV.
Jón á Flögu lét þag verða sitt
fyrsta verk, eftir að líkið fannst, að
tilkynna sóknarpresti og sýslumánni
hversu komig var um Helgu. Lík
hennar var flutt að Undirfelli og
Tiafði séra Bjárni forgöngu um það,
og voru þeir sex saman, er ag því
störfuðu, skilgóðir bændur. Þeir skoð-
uðu og aðgættu nákvæmlega öll
merki þess á líkinu, hvernig og á
hvem hátt Helga var svipt lífi og
skráðu skýrslu um.
Það er í frásögnum, að er lokið
var að koma líki Helgu í kirkju á
Undirfelli, hafi Bjarni prestur kvatt
til með sér menn þessa, er í flutningn
um voru og riðu allir heim ag Kornsá.
Prestur spurði eftir Jóni Jónssyni.
Gróa móðir hans varg fyrir svörum,
sagði hann veikan af taki og lægi
í rúminu. Prestur sagðist mundi koma
illmenni því á fætur. Hann hefði
myrt Helgu Símonardóttur í nótt og
nú yrði hann tekinn höndum og flutt-
ur að Þingeyrum til sýslumanns. —
Gróa sagði þag vera mikið undur, að
slíkur maður sem séra Bjarni mælti
þviílík ódæmaorð. Komumenn tóku
Jón og höfðu brott með sér. Er þeir
héldu úr hlað'i, sagði Gróa:
„Illa fer þú nú frá mér, sonur minn
góður, óskolað höfuðið og óskafnir
þvengirnir þínir“.
Mælt er, að þá hafi Bjarni prest-
ur svarað, og kuldalega:
„Senn verður honum skolað' úr
rauðu“.
Jón var nú í haldi á Þingeyrum.
Bjarni Halldórsson sýslumaður gekk
hart að honum í yfirheyrslum, ómjúk
ur í orðum, harður á svip og mund-
aði nakið saxið. Jón lét engan bilbug
á sér finna, harðneitaði öllum sökum,
nema þeirri, að hann hefði átt þung-
ann með Helgu. Var strákur því harð-
ari sem meir var á hann gengið', sagð
ist „líða saklaus eins og frelsarinn
og hafði við önnur slík ógurleg orð“.
Er Jón hafði verið í haldi hartnær
tvo mánuði, stefndi sýslumaður til
þings í Ási í Vatnsdal 22. ágúst um
sumarið. Þangag hafði hann kvatt
með réttarstefnu ellefu manns, karla
og konur og að auk Kornsárhjón,
foreldrar Jóns, til vitnisburðar í
morðmálinu. Sakamanninn, Jón Jóns-
son, flutti hann með sér á þingið. —
Átta bændur voru tdnefndir dóms-
og þingvitni.
Ætla má, ag þetta þing Vatnsdæla
hafi þótt forvitnilegt og verið fjöl-
sótt, enda þótt heyannir stæðu sem
hæst. Þar var fjallað um atburð og
mál, er af honum leiddi, er var ó-
venjulegur og vafalaust verið ræddur
mjög í sveit og héraði. Það voru jafn-
an mikil tíðindi og ill, er frétt barst
um mannsmorð, ekki sízt þetm, er
næstir voru vettvangi og þekktu
gerla þá, er hlut áttu að máli, veg-
andann og þann, sem veginn var. Hér
var það sannkallað níð'ingsverk, er
drepin var þunguð kona og morðing-
inn ag allra dómi sá, er þungann átti
með henni.
Það fer varla hjá því, að mörgum
hafi verið allmikið niðri fyrir er hin
aldna höfuðkempa, Bjami sýslumað-
ur Halldórsson á Þingeyrum, setti
þingið, svipmikill og ekki lítill í
710
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ