Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 20
sólginn i. Þelta voru skáldverk. 6, ég er farinn að hata þessi skáld, sem letra gífuryrði sín á alla veggi, og vildu sjálfsagt helzt geta dýft trjá- bolum ofan í Vesúvíus og málað þau á himinhvolfið, því að ég get ekki að því gert, að mér finnst hvert stór- yrð'i vera lygi eða háð. Skáldin kyrja frá sér numin, að málið sé fátækt, — fátækt! Ó, nei, nei, maður minm! Mér finnst málið vera auðugt, vellauðugt í samanburði við þetta fátæklega og takmarkaða líf. Öllum sársauka eru takmörk sett: óvit bindur endi á líkamlegar þján- ingar, og sljóleiki deyfir hverja hug- arkvöl; — og allri hamingju er eins háttað. En tjáningarþörf mannsins hefur búið sér til hljóð til ag ljúga sig út úr þessum tákmörkunum. Á ég kannske sjálfur sök á þessu? Sum orð setja hroll í bakið á mér og vekja hugmyndir um eitthvað, sem er alls ekki til. Er ég einn um þetta? Ég hélt af stað út í þetta fræga líf, fullur löngunar til að reyna þó ekki væri nema eitthvað eitt, sem gæfi stórkostlegum hugmyndum mín- um ekkert eftir. Það hlotnaðist mér ekki, — svo hjálpi mér Guð! Ég flakk- aði um al.lt, til að skoða þá staði á jörðu, sem hæst hafa verið lofsung- in, og sjá listaverk, sem mannkynið dansar í kringum með hástigsorðum sínum. Þar stóð ég og sagði við sjálf- an mig: Þetta er fallegt, — en er það þó ekki fallegra en þetta? Er þetta allt og sumt? Mér veitist erfitt að ,átta mig á augljósum staðreyndum; er það kann ske skýringin? Einu sinni stóð ég á barmi djúprar, þröngrar gjár uppi í fjöllum, einhvers staðar úti í heimi. Naktir gjárveggirnir voru þverhnípí- ir og vatnið beljaði yfir stórgrýtinu á botninum. Ég horfði niður og hugs- aði: Ef ég hrapaði nú, hvað þá? En þá var ég orðinn nægtlega reyndur til að svara: Ef það skeði, þá segði ég við sjálfan mig í fallinu: Nú ertu að hrapa, nú er það staðreynd! Og hvað er svo með það? Þér megið trúa því, að ég hef nægilega lífsreynslu, til að geta lagt orð í belg. Fyrir mörgum árum var ég ástfanginn. Þetta var yndisleg, fín- gerð stúlka, sem mig langaði til að fylgja og vernda á lífsleiðmni. En hún endurgalt ekki ást mína — það var svo sem engin furða — og annar maður fékk að vernda hana . . . . Er nokkuð til, sem er þjáningarfyllra? Er nokkur ægilegri neyð til, en þetta nístandi kvalræði, blandið miskunnar- lausum losta? Marga nótt lá ég and- vaka, en sárust og ömurlegust af öllu var tilhugsunin: Svona er þá ástar- sorgin! Nú reyni ég, hvernig hún er! — Og hvað er svo með það? Er nauðsynlegt, að ég segi yður líka frá hamingju minni? Ég hef nefnilega líka verið hamingjusamur, og ham- ingjan hefur líka valdið mér vonbrigð- um .... Nei, það er óþarfi, því að allt eru þetta ómerkileg dæmi, sem sýna yður ekki fram á, að það er allt lífið, eins og það kemur fyrir, þetta þrautleiðinlega, lit- og bragð- lausa líf, sem hefur valdið mér von- brigðum og aftur vonbrigðum, enda- lausum vonbrigðum. Werther skrifar á einum stað: Hvað er maðurinn, hinn rómaði hálfguð? Eru ekki kraflar hans einmitt þrotn- ir þegar hann þarfnast þeirra mest? Þegar hann verð'ur gagntekinn af gleði eða sorg, er honum ekki öllum lokið — nær ebki sjálfsvitundin, sljó og köld, tökum á honum, einmitt þegar hann þráir að gefa sig fyllingu óend- a nleikans á vald? Mér verður oft hugsað til þess dags, er ég sá hafið í fyrsta skipti. Hafið er stórt, hafið er viðáttumikið, ég horfði burt frá ströndinni, og vonaðist tú að fá lausn, — en yzt var sjón- deildarhringurinn. Hvers vegna sé ég þennan sjóndeildarhring? Ég hafði vænzt þess, að lífið bæri óendanleik- ann í skauti sér. Kannske er sjóndeildarhringur minn þrengri en annarra manna! Ég sagði áðan, að mér veittist erfitt að átta mig á augljósum staðreyndum, — en kannske veitist mér það ein- mitt of auðvelt? Er ég of úthaldslaus? Er þetta grunnfærni í mér? Þekki ég aðeins hamingju og sársauka á lægsta stigi, aðeins daufustu geðbrigðin? Ég trúi því ekki, og ég trúi ekki mönnunum, og allra sízt trúi ég þeim, sem taka undir stóryrði skáldanna, þótt þeir standi augliti til auglitis við lífið, — það er ragmennska og lygi! Hafið þér annars tekið eftir því, að til er fólk, sem er svo hégóm- legt, og svo sólgið í virðingu og dulda öfund annarra, að það læzt einungis hafa sannreynt stóryrðin um hamingj una, en engar þjáningar? Það er orðið dimrnt, og þér eruð sjálfsagt hættur að hlusta á mig. Þess vegna ætla ég nú að játa það emu sinni enn fyrir sjálfum mér, að sú var tíðin, að ég reyndi að taka undir lygar þessa fólks til þess að slá ryki í augu sjálfs mín og annarra. En nú er Langt um liðið, síðan ég gafst upp á þessum hégóma, og ég er orðinn einmana, óhamingjusamur, og dálítið skrýtinn, — ekki neita ég því. Það er yndi mitt að skoða stjörnu- bjartan himininn á nóttunni, — er það ekki bezta ráðið til að gleyma jörðinni og lífinu? Og kannske er það afsakanlegt, að ég skuli þá gera mér far um, að varðveita að minnsta kosti hugmyndir mínar? Að mig skuli þá dreyma um endurleyst líf, þar sem raunveruleikinn uppfyllir stórbrotnar hugmyndir mínar, en skilur ebki eftir kveljandi vonbrigði, — líf, sem á sér engan sjóndeildarhring? Mig dreymir um það, og ég bíð dauðans. Æ, ég veit þegar nákvæm- lega hvernig hann verður, dauðinn, seinustu vonbrigðin! Á andlátsstund- inni segi ég við sjálfan mig: Þetta er dauðinn! Nú reyni ég, hvernig það er að deyja! — Og hvað er svo með það? En það er orðið kalt hér á torginu, maður minn, ég get þó fundið það, ha-ha! Ég bið yður vel að lifa, verið þér sælir!“ B.H. þýddi. KORNSÁR-GRÓA Framhald af 714. sí8u. merkúegast þótti við þennan seinni beinafund var það, hvernig þau lágu, öll í hrúgu og graut, því líkast, seni þeim hefð'i verig hvolft úr poka. Það var ekki um að villast, að þau höfðu verið færð' þangað eða flutt, og hrúg- ag þarna saman i grunnri gröf. Margt hafði gerzt á Kornsá, fyrr og síðar. Þá var enn á lífi Sigurlaug Jónsdótt ir, kona Jónasar Guðmundssonar í Ási. Hún ólst upp á Kornsá meg for- eldrum sínum. Sigríði, dóttur Bjarna prests á Undirfelli, og Jóni hrepp- stjóra Jónssyni, en faðir hans var Jón Pálsson í Hvammi, sá er skip- aður var tu ag vt/la mát Jóns, er myrti Helgu Símonardóttur. Jón kom að Kornsá 1820. Ári síðar færði hann bæinn og byggði nýjan, þann er Lárus sýslumaður bjóst til að yf- irgefa. Þá var gömul fjárhústóft, eða rústir af fjárhúsi skammt frá nýja bænum. Hafði Sigurlaug það eftir móður sinni að er fjárhús þetta var byggt, hafi fundizt’ bein af manni, hundi og hesti og verið færð burtu. Talið var efalaust að allt væru sömu beinin og þau er nú fundust. Enn var hugsag til Kornsárhjóna, Jóns og Gróu og þeirra fólks. Dómurinn, sem upp var kveðinn yfir því, meðan það lifði hafði ekki breytzt. Hann var á sömu leið og Hannes Þorsteinsson orðaði svo í Sögur lærðra manna, þættinum um Bjarna sýslumann Hall dórsson, þar sem getið er morðmáls- ins: „Þau Jón Þórarinsson og Gróa Jónsdóttir, foreldrar Jóns morðingja, virðast hafa verið óþokka hjú“. Heimildir: Þingbók Húnavatns- sýslu. Húnvetningasaga. Árbækur Espólíns. Annáll Sveins lög- manns Sölvasonar. Sögur lærðra manna, eftir Hannes Þorsteins- son. Árbók lornleifaféiagsins 1880—185'i. Sigurlaug Guðmunds dótt r í Ási. 716 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.